Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Page 46
föstudagur 26. október 200746 Helgarblað DV
Sakamál
Lisa Montgomery frá Skidmore í Missouri í
Bandaríkjunum var fundin sek um mannrán og
manndráp síðastliðinn mánudag. Forsagan er sú
að árið 2004 kæfði Lisa Montgomery, með reipi,
hina tuttugu og þriggja ára Bobbie Jo Stinnett sem
var þá gengin átta mánuði með barn sitt. En Bobbie
Jo var, að sögn saksóknara í málinu, enn með með-
vitund þegar Lisa opnaði kvið hennar með eldhús-
hnífi og fjarlægði barnið. Bobbie Jo lést í kjölfar-
ið, en daginn eftir gekk Lisa Montgomery um eins
og stolt móðir í heimabæ sínum og montaði sig af
barninu. Hún var handtekin þann sama dag.
Lögfræðingar Lisu héldu því fram við réttar-
höldin að hún hefði þjáðst af ranghugmyndum
þegar hún framdi verknaðinn og hefði talið að hún
væri með barni. Kviðdómur tók ekki mark á þeirri
útskýringu og dæmdi hana seka um mannrán og
morð.
Skipulagður verknaður
Roseann Ketchmark saksóknari sagði að Lisa
hefði skipulagt verknaðinn í hvívetna og reynt að
breiða yfir þá skipulagningu eftir að hún var hand-
tekin. Lisa Montgomery hafði meðal annars leit-
að upplýsinga á netinu um Bobbie Jo Stinnett og
rannsakað hinar ýmsu hliðar meðgöngu og fæð-
ingar. Lögfræðingar hennar héldu því fram að það
benti til ranghugmynda Lisu og þess að hún hefði
talið sig vera barnshafandi, en saksóknarinn sagði
það benda til ásetnings og skipulags. Eftir að hafa
upphaflega neitað sök sagði Lisa lögreglunni að
hún hefði tekið til hníf, reipi og klemmu fyrir nafla-
strenginn og farið til heimilis Bobbie Jo Stinnett „og
þá gerðist þetta“. Saksóknarar hafa ákveðið að krefj-
ast dauðadóms yfir Lisu Montgomery. Barnið lifði
þessar hremmingar af og hefur verið í umsjá skyld-
menna sinna síðan atburðirnir áttu sér stað.
Bar fyrir sig ranghugmyndir en var sek fundin:
Fjarlægði barn úr móðurkviði
23. maí 1918 svaf ítalski kaupmað-
urinn Joseph Maggio svefni hinna
réttlátu ásamt konu sinni í íbúðinni
fyrir ofan búðina. Þau voru drepin
þar sem þau sváfu. Lögreglan fann
morðvopnið, alblóðuga öxi, í íbúð-
inni, en mikla furðu vakti að við engu
hafði verið hreyft. Allir skartgrip-
ir voru á sínum stað sem og pening-
ar. Eina vísbendingin sem lögreglan
fann var orðsending, skrifuð með krít,
skammt frá heimili hjónanna: „Herra
Joseph Maggio mun vaka í nótt. Skrif-
aðu frú Toney.“ Við rannsókn morð-
anna rakst lögreglan á gömul mál frá
árinu 1911 sem báru öll merki morð-
anna á Maggio-hjónunum. Öxi hafði
verið notuð til að brjóta gat á útihurð
og síðan við morðin sjálf. Á þeim
tíma ályktaði lögreglan að um væri að
ræða hefnd mafíunnar gegn ítölskum
kaupmönnum. Lögreglan og Ítalir í
hverfinu bjuggu sig undir það versta.
Fram undan var tími ógnar og skelf-
ingar í New Orleans.
Móðursýki og ótti
Mánuði síðar lét Axarmaðurinn
til skarar skríða á ný. Í morgunsárið
fundust kaupmaðurinn Louis Boss-
umer og sambýliskona hans Annie
illa haldin í íbúð þeirra á bak við versl-
unina. Þau höfðu verið höggvin með
öxi, en þrátt fyrir alvarlega áverka
lifðu þau af. Öxin lá á gólfinu við hlið-
ina á Bossumer og af ummerkjum var
fullvíst talið að hún hefði verið notuð
til að brjótast inn í íbúðina. Sem fyrr
hafði engu verið stolið. Þegar Annie
hafði náð sér lýsti hún árásarmann-
inum sem ungum og dökkum, en
seinna breytti hún frásögn sinni og
hélt því fram að Bossumer hefði ráð-
ist á hana. Ekki tókst að færa sönnur á
fullyrðingu Annie og segir ekki meira
af þeim.
Í ágúst sama ár vaknaði frú
Schneider við það að hávaxin vera
stóð við rúm hennar líkt og vofa. Öxin
féll í sömu andrá og hún öskraði, en
þrátt fyrir skurð á höfði og brotn-
ar tennur lifði hún af. Örfáum nótt-
um síðar féll ítalski kaupmaðurinn
Joseph Romano fyrir öxi Axarmanns-
ins og öll ummerki voru sem fyrr;
hurðin brotin upp með sömu öxi og
notuð var við morðið og síðan skilin
eftir hjá fórnarlambinu.
Þegar hér var komið sögu geisaði
andi móðursýki í borginni. Fjölskyld-
ur stóðu vaktir á heimilum sínum
og sjálfskipaðar varðsveitir reikuðu
um borgina, vopnaðar haglabyssum
og biðu frétta ef einhver skyldi sjá til
ferða Axarmannsins. Eftir morðið á
Joseph Romano sáust ummerki eftir
Axarmanninn víða um borgina. Sums
staðar hafði hann gert árangurslaus-
ar tilraunir til innbrota en ekki haft
árangur sem erfiði og hafði því skil-
ið verkfæri sín eftir. Skyndilega virt-
ist Axarmaðurinn hverfa jafnskjótt og
hann hafði birst og bæjarbúar vörp-
uðu öndinni léttar og fórnuðu hönd-
um af feginleik. Sá léttir entist fram í
mars árið eftir.
Árla morguns 10. mars 1919 lét
Axarmaðurinn til skarar skríða á ný
og var það hræðilegasti verknaður
hans til þessa. Fórnarlömbin voru
Cortmiglia-hjónin og tvegga ára dótt-
ir þeirra sem dó í fangi móður sinnar.
Var hrifinn af djassi
Lögreglan var ráðþrota, því alls
staðar þar sem Axarmaðurinn kom
við sögu voru dyrnar sem hann virtist
hafa komið í gegnum læstar og lög-
reglunni fannst ólíklegt að stórvaxinn
maður hefði komist gegnum gatið
sem var á hurðunum. Var Axarmað-
urinn kona eða dvergur? Sumir héldu
því fram að Axarmaðurinn væri ekki
af þessum heimi. Í kjölfar morðanna
á Cortmiglia-hjónunum fylltust íbúar
New Orleans á ný ótta og skelfingu.
Ekki minnkaði skelfingin 13. mars
þegar dagblaði í borginni barst bréf
frá Axarmanninum þar sem hann
lofaði að klukkan stundarfjórðung
yfir tólf á miðnætti næsta þriðjudags-
kvöld myndi hann taka til hendinni í
borginni. Hann gerði borgarbúum þó
það tilboð að hvar sem djass yrði spil-
aður yrði fólki óhætt. Hvorki fyrr né
síðar hefur verið spilaður jafnmikill
djass í borginni; djasstónar fylltu alla
klúbba og veitingastaði. Fjölskyldur,
vinir og nágrannar hópuðust saman
og hlustuðu á djass. Að morgni kom í
ljós að ekkert morð hafði verið fram-
ið.
Nú var hljótt um sinn í borginni. Í
byrjun ágúst slapp ung stúlka, Sarah
Lauman, með skrekkinn og heila-
hristing og sjö dögum síðar komst
Steve Boca við illan leik heim til vin-
ar síns með axarskurð á höfðinu. Á
heimili hans fann lögreglan hin sí-
gildu verksummerki Axarmannsins.
Axarmaðurinn þurfti að flýja frá hálf-
unnu verki 2. september þegar lyfja-
salinn William Carson náði að skjóta
á hann nokkrum skotum. Axarmað-
urinn skildi verkfæri sín eftir.
Síðasta fórnarlamb Axarmanns-
ins var Mike Pepitone kaupmaður, en
hann var drepinn í rúmi sínu í októb-
er. Eiginkona hans og sex börn sem
sváfu í öðru herbergi urðu ekki fyrir
skaða, en ummerkin voru þau sömu
og áður; gat á útihurð og morðvopn-
ið skilið eftir. Eftir það morð varð Ax-
armannsins ekki vart á ný í New Or-
leans.
Grunsemdir byggðar á
tilviljunum
Ekki er með neinni vissu hægt
að segja hver Axarmorðinginn
var. Getgátur voru þó uppi um að
hann héti Joseph Mumfre. Mum-
fre var drepinn ári síðar af ekkju
síðasta fórnarlambsins, Pepitone.
Hún fullyrti að hún hefði í honum
borið kennsl á morðingja eigin-
manns síns. Það undarlega var að
Mumfre var dæmdur til fangelsis-
vistar skömmu eftir morðin 1911,
vegna annarra afbrota, og leystur
úr haldi árið 1918 skömmu áður en
Axarmorðinginn lét á sér kræla aft-
ur. Mumfre hafði auk þess yfirgef-
ið New Orleans eftir að Axarmorð-
inginn framdi sitt síðasta morð þar.
En þetta voru getgátur og þó að til-
viljanirnar hafi rennt stoðum undir
grunsemdirnar varð ekkert sannað
í þeim efnum.Allt í drasli
Innbrotsþjófur í Bandaríkj-
unum komst að því fullkeyptu
þegar hann braust inn í hús
McKinnon-fjölskyldunnar. Þegar
hann var í óða önn við iðju sína
kom fjölskyldan heim og áður en
þjófurinn vissi horfði hann inn
í hlaupið á
skambyssu
heimilis-
föðurins.
McKinnon
hringdi strax
í lögregluna,
en á með-
an beðið
var komu
hennar lét hann innbrotsþjófinn
taka til eftir sig. Innbrotsþjófur-
inn hafði brotið vasa og velt um
blómum og fatnaður lá eins og
hráviði um íbúðina. Þegar lög-
reglan mætti á svæðið kvartaði
hann yfir því að hafa þurft að
þrífa með byssu við ennið á sér.
Kvartanir hans fengu ekki hljóm-
grunn hjá laganna vörðum. Lisa Montgomery Var sek fundin um mannrán og
morð.
Ansans, ég bara gleymdi
Eftir að hafa staðfest að hin sjötíu og sex ára kona væri látin, gleymdi
læknirinn henni. Læknirinn hélt að sjúkraliðarnir sem höfðu mætt á
svæðið um leið og hann myndu fjarlægja líkið og þeir ályktuðu að
hann myndi, venju samkvæmt, sjá um það. Því var það, í Vín í Austur-
ríki, að lík hennar lá og rotnaði í níu daga eða þar til nágrannarnir
fóru að kvarta vegna yfirgengilegrar stybbu sem barst frá íbúðinni.
Krókódíla-
Döndí
Eftir tólf öllara fannst ferða-
manninum í Queensland í
Ástralíu tími til kominn að fá sér
sundsprett í vatninu við tjald-
stæðið. Hann var ekki einn um
það, því krókódílar halda til í því
og þeir voru ekki allir sáttir við
félagsskap hins ölvaða ferða-
manns. Einn þeirra réðst til
atlögu við manninn, sem tókst
þó um síðir að rífa sig lausan og
skríða á þurrt land. Þrátt fyrir að
blóðið lagaði úr andliti ferða-
mannsins ákvað hann að fá sér
lúr. Eftir sjö tíma svefn vakn-
aði hann og leitaði sér aðstoð-
ar. Sauma þurfti fjörutíu spor í
andlit hans.
Lögreglu-
maður
handtekinn
Það væri eðlilegt að ætla að
lögreglumaður byggi yfir nægri
vitneskju til að komast upp með
afbrot. Það var ekki raunin í máli
löggæslumannsins sem á frívakt
framdi bankarán í Þessalon-
íku í Grikklandi ásamt tveimur
vitorðsmönnum. Afraksturinn
var um áttatíu milljónir króna.
Mennirnir ruddust inn í bank-
ann seinnipart dags og skutu
viðvörunarskotum upp í loftið
og bundu hendur varðanna fyrir
aftan bak. Að verki loknu stungu
þeir af. En lögreglumaðurinn
komst ekki langt, því einn varð-
anna hafði náð að losa böndin
og hljóp hann uppi. Vitorðs-
mennirnir sluppu. Fréttatilkynn-
ing lögreglunnar var stuttorð:
Hleypt var af skotum á staðnum
og einn lögreglumaður hefur
verið handtekinn.
Árið 1918, í maí nánar tiltekið, hófust axarmorðin, sem svo voru kölluð, í New
Orleans í Bandaríkjunum. Koma Axarmannsins til borgarinnar markaði upphaf
tímabils skelfingar og ótta meðal borgarbúa sem varði í eitt og hálft ár.
Morðinginn seM elskaði
djass eða axarMaðurinn
fundin um mannrán og morð.
Djass Axarmorðingjans
fjölskylda spilar djass í gríð og
erg til varnar axarmanninum.