Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Side 48
Á
morgun, laugardag,
ætlar einn mesti rokk-
reynslubolti lands-
ins, Rúnar Júlíusson
að halda stórtónleika
í Laugardalshöllinni
ásamt góðum gestum
en Rúnar á fjörutíu og
fjögurra ára tónlistarferil að baki
svo af nógu er að taka. „Móðir mín
hefði orðið níutíu og níu ára á morg-
un hefði hún lifað og það hittist bara
þannig á að tónleikarnir verða þann
dag,“ segir Rúnar spurður um til-
efni þess að halda þessa stórtónleika
núna.
Þrjár músíkkynslóðir á sviði
Rúnar hefur sent frá sér plötu á
hverju einasta ári síðan hann hóf
tónlistarferil sinn en nýjasta afurð
hans, Snákar í garðinum, kom út í
haust sama dag og ljósanóttin var
haldin í Reykjanesbæ. Platan hefur
víðast hvar fengið góða dóma og fékk
meðal annars fjórar stjörnur í tónlist-
argagnrýni Morgunblaðsins. „Snákar
í garðinum er samvinnuverkefni mín
og vina minna. Ég samdi sjálfur slatta
af lögunum og alla textana en band-
ið sem ætlar að spila með mér á tón-
leikunum spilar undir á plötunni,“
segir Rúnar.
Bandið sem um ræðir er ekki af
verri endanum en það samanstend-
ur af Baldri Þóri og Júlíusi Frey, son-
um Rúnars, Tryggva Hübner, Birni
Árnasyni, Þóri Baldurssyni, Jóhanni
Helgasyni og Magnúsi Kjartanssyni.
„Svo er nú gaman að segja frá því að
barnabarnið mitt, hann Björgvin Ívar
Baldursson, spilar með mér í síðustu
lögunum en þá höfum við þrjár mús-
íkkynslóðir saman á sviðinu. Auk
þess syngur konan mín, hún María
Baldursdóttir, með mér lagið Að ei-
lífu og svo er Þórir Baldursson hljóm-
sveitarstjóri mágur minn svo það má
segja að þetta sé mjög fjölskyldu-
vænt,“ segir Rúnar en greinilegt er að
það rennur músíkalskt blóð í æðum
fjölskyldunnar.
Margir góðir gestir
Að vonum er það mikil vinna og
skipulagning sem liggur að baki slík-
um stórtónleikum en hugmyndin að
þeim vaknaði í vor. „Hann Guðbjart-
ur tónleikahaldari talaði við mig í vor
og vildi þá bara drífa í þessu og halda
þetta í júní en ég bað um lengri frest
til að undirbúa mig og gera þetta vel.
Það þurfti náttúrulega að velja lög-
in og hóa í alla gestina og sjá hverj-
ir ættu heimangengt,“ segir Rúnar
en það verða margir gamlir og góðir
gestir sem ætla að heiðra hann með
nærveru sinni.
Á tónleikunum koma fram Bubbi
Morthens, Björgvin Halldórsson,
Magnús Kjartansson, Baggalúts-
menn, Shady Owens, Doktor Gunni,
Jóhann Helgason og María Baldurs-
dóttir og munu lög Hljóma, Trúbrots,
Lónlí Blú Bojs, GCD, Áhafnarinnar á
Halastjörnunni, Baggalúts og af sóló-
ferli Rúnars hljóma í mestu mögu-
legu hljómgæðum í hölllinni.
Hápunkturinn að fara yfir
ferilinn
Rúnar segir tónleikana verða
byggða upp í tímaröð og kemur einn
góður gestur úr öllum þeim sveitum
sem hann hefur spilað með í gegnum
tíðina. „Það er erfiðara að hóa saman
heilu hljómsveitunum svo það kem-
ur bara einn góður gestur úr hverri
sveit. Enda eru líka menn úr sum-
um hljómsveitunum látnir svo það
gæti reynst erfitt að hóa í þá svo við
fengum bara þá sem áttu heiman-
gengt til að vera gestir. Þannig kem-
ur Shady fyrir hönd Hljóma og Trú-
brots, Maggi Kjartans kemur fyrir
hönd Trúbrots, Björgvin fyrir Hljóma
og Lónlí blú bojs, Bubbi fyrir GCD
og Gylfi Ægis fyrir Áhöfnina á Hala-
stjörnunni og svo koll af kolli.“
Spurður um skemmtilegasta
tímabil ferils síns segist Rúnar ekki
gera upp á milli hljómsveitanna sem
hann hafi spilað með enda sé tíma-
bilið sem tónlistarferill hans spannar
mjög vítt og breitt.
„Það er alltaf eitthvað mjög sterkt
augnablik í hverri hljómsveit og
ég geri ekki upp á milli þeirra. Mér
finnst reyndar tímabilið sem ég er
að ganga í gegnum núna alveg stór-
föstudagur 26. október 200748 Helgarblað DV
ALLTAF SÖMU
LÖGMÁLIN
Tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson gerir upp
fjörutíu og fjögurra ára feril sinn á stórtónleik-
um í Laugardalshöllinni á morgun, laugardag.
Rúnar hefur valið um þrjátíu og fimm lög til að
flytja á tónleikunum. Með Rúnari verður fjöld-
inn allur af góðum gestum og verða þrjár mús-
íkkynslóðir á sviðinu, synir Rúnars og barna-
barn. Eftir öll þessi ár í tónlistarbransanum
segir hann lítið hafa breyst.
RúnaR Júlíusson
Á fjörutíu og fjögurra ára
tónlistarferil að baki.
ÓttaR Felix Hauksson
Fór í pílagrímsFerðir
til KeFlavíKur
„Ég er búinn að eiga Rúnar að vini síðan
1964 og hann er algjört gull af manni. Ég
man þegar við strákarnir, ég og Björgvin
Halldórs, fórum sko í sérstakar pílagríms-
ferðir suður í Keflavík til að fá að vera
samvistum við Rúnar, skoða með honum
plötusafnið hans og fá að fara með honum
upp á völl og sjá hann spila fyrir Kanana og
taka alla stælana. Í gegnum áratugina hefur
Rúnar reynst mér afskaplega vel og hann er bara mjög vinfastur og góður drengur. Ég
kemst því miður ekki á tónleikana því ég er á Spáni á kaupstefnu um heimstónlist þar
sem ég er að kynna íslenska tónlist en ég ber bara Rúnari og félögum bestu kveðjur og
ég veit að þetta verður alveg svakalega flott kvöld hjá honum Rúnari.“
BJöRgvin BalduRsson
Halastjarnan best
„Ég hef spilað með afa svona af og til en ég
spila á gítar. Ég hef þurft að hlusta á tónlist-
ina hans afa síðan ég var lítill. Þó að flestir
haldi mest upp á Trúbrot af þeim hljómsveit-
um sem afi hefur verið í held ég mest upp
á Áhöfnina á Halastjörnunni,“ segir Björg-
vin Ívar, sonarsonur Rúnars Júlíussonar, og
bætir því við að honum lítist bara mjög vel á
að afi hans sé að fara að halda þessa stórtón-
leika. „Ég var á æfingu í gær og þetta verður
rosapartí. Í einhverjum lögum verðum við þrír
ættliðir á sviðinu en ég glamra með afa í ein-
hverjum nokkrum lögum og svo spilar pabbi á
píanó í hljómsveitinni.“