Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 16

Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 16
Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is sjónarhóll Árið 2013 er komið á netið Kynntu þér ítarlegar upplýsingar um starfsemi og afkomu Landsvirkjunar á landsvirkjun.is/arsskyrsla2013. Rafræn ársskýrsla Landsvirkjunar 2013 er komin út. Þetta er í fyrsta sinn sem ársskýrsla fyrirtækisins er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Með þessu viljum við tryggja betra aðgengi að árlegu uppgjöri Landsvirkjunar. Á árinu kannaði Landsvirkjun hagkvæmni vindorku. Meðalnýting vindmyllna Landsvirkjunar er um eftir eitt ár í rekstri. Meðalnýting á heimsvísu er 28%.40% É g keypti hlaupahjól handa dóttur minni á dögunum, eða réttara sagt keypti ég hlaupahjól fyrir pabba minn handa dótturdótturinni svo því sé nú haldið til haga. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema að hlaupahjólið var pakkað inn í kassa og voru umbúðirnar í raun fyrirferðar- meiri en hjólið sjálft. Fyrir nokkrum árum hefði ég ekki einu sinni velt þessu fyrir mér, farið heim alsæl með hjólið í kassanum og hent honum svo í ruslið. Íbúum Reykjavíkur stendur til boða, gegn greiðslu, að vera með bláa tunnu við heimili sitt en hjá mér er engin blá tunna heldur fer ég með allan papp- írsúrgang á næstu grenndar- stöð. Ég hreinlega svitnaði yfir því að þurfa að geyma kassann heima þangað til ég færi næst í endurvinnsluna. Því spurði ég afgreiðslumanninn hvort ég mætti skilja kassann eftir og það var alveg sjálfsagt. Mér varð hugsað til Facebook-síðunn- ar „Bylting gegn umbúðum“ sem Mar- grét Gauja Magnúsdóttir stofnaði eftir að hafa keypt staka ostaslaufu í risastórum plastumbúðum. Síðunni er ætlað að skapa umræðu og vekja bæði neytendur og framleiðendur til umhugsunar um óþarfa umbúðir. Þarna hefur fólk sent inn myndir af vörum í fyrirferðarmiklum umbúðum og má sjá brot af því í um- fjöllun um endurvinnslu hér í blaðinu: „Þriðjungur borgarbúa forðast miklar umbúðir.“ Í umfjölluninni er vitnað í nið- urstöður nýrrar viðhorfskönnunar með- al íbúa á höfuðborgarsvæðinu þar sem 27% segjast sneiða hjá vörum í fyrirferðarmiklum umbúðum og 40% segjast vel geta hugsað sér að forðast slíkar vörur þó þeir geri það ekki í dag. Ég hugs- aði líka um þessar niður- stöður þegar ég fór í matvöruversl- un í fyrrakvöld og keypti tvö avókadó sem ekki bara voru í plastbakka heldur var einnig plast utan um herlegheitin. Ég keypti þau því ég kaupi alltaf akkúrat svona avókadó en þegar ég kom heim og tók þau úr umbúðunum fékk ég gríðarlegt samviskubit, sér í lagi af því ég var nýbúin að skila af mér umfjöllun um umhverfismál og endur- vinnslu. Næst kaupi ég avókadó frá öðrum framleiðanda. Nóg er nú úrvalið og bæði hægt að fá avókadó stakt eða í neti. Við þurfum ekki að taka nema lítinn rúnt í næstu verslun, hvort sem það er matvörubúð eða annað, til að sjá hversu gríðarlegt magn af umbúðum er utan um vörurnar og það er sannarlega ekki í undantekningartilfell- um sem umbúðirnar eru fyrirferðarmeiri en varan sjálf. Þetta snýst auðvitað ekki bara um aukaferðir í endur- vinnsluna heldur snýst þetta um hugarfarsbreytingu til framtíðar. Bara í síðustu viku tóku sveit- arfélögin Garðabær og Hafnarfjörður mikil- væg umhverfisvæn skref til að sporna við notkun innkaupapoka úr plasti en slíkir pokar geta dagað uppi í náttúrunni í hundruð ára, oft í formi örsmárra plas- tagna sem geta verið skaðleg, ekki síst fyrir lífríki hafsins. Þess í stað er hvatt til notkunar á fjölnota inn- kaupapokum, og undir ruslið er í helstu stórverslunum hægt að kaupa lífræna maíspoka sem eyðast auðveldlega í nátt- úrunni. Það er að mörgu að huga, en eins og allar byltingar þá hefst þessi hjá sjálfum okkur. Því held ég hér blákalt fram, um- búðalaust. Stór hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefur efasemdir um fyrirferðarmiklar umbúðir Ég hreinlega svitnaði yfir því að þurfa að geyma kassann heima þangað til ég færi næst í endurvinnsluna. Umbúðalaust umsóknir um 9 störf framkvæmda- stjóra hjá RÚV voru birtar á mánudag, 78 frá konum og 97 frá körlum. Margir drógu umsóknir til baka áður en nöfnin voru birt. 140 bílaleigur eru með starfsleyfi á Íslandi. Þeim hefur fjölgað um 120% á síðustu sex árum. sorphirðubílum var komið fyrir við höfuð- stöðvar fjölmiðlafyrirtækisins 365 í gær þar sem fréttaflutningi Vísis var mótmælt. Tugir sorphirðumanna mótmæltu vinnubrögðum fréttamanna miðilsins. 8 4–5,5 175 milljarða króna er Útvarpshúsið í Efsta- leiti metið á, að því er Viðskiptablaðið greinir frá. 16 viðhorf Helgin 11.-13. apríl 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.