Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 19

Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 19
Arion banki býður kaupleigu og bílalán til að fjármagna bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni. Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með einföldum hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru. Arion bílafjármögnun auðveldar þér að eignast og reka bílinn þinn á hagkvæman hátt. HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -2 2 2 7 Á AÐ ENDURNÝJA? 50% afslá‘ur af stofn- og lántökugjöldum út apríl 2014 au ka lo ftm óts töð un a landbúnaði og hversu mikinn fram- leiðslutengdan stuðning hefði mátt veita. Fordæmi hefðu að líkindum verið sótt í norðurslóðaákvæði að- ildarsamnings Finnlands. Þótt samningsafstaða Íslands í landbúnaðarmálum hafi ekki verið birt opinberlega virðast hvorugir samningsaðila telja að landið þurfi á neinum umtalsverðum sérlausn- um eða undanþágum að halda um- fram það sem fordæmi væru fyrir, t.d. frá Finnlandi. Hins vegar yrði tekist á um heildarupphæð landbún- aðarstuðningsins og hversu mikið af heildarstuðningnum yrði fjár- magnað af ESB og hversu mikið af íslenska ríkinu. Þá nefndu nokkrir aðilar við skýrsluhöfunda að tolla- mál væru sérstakt úrlausnarefni – sérstaklega fyrir svína- og alifugla- framleiðsluna þar sem regluverk ESB býður ekki upp á margar stuðn- ingsleiðir. Heildarstuðningurinn og hlutfall ESB hefði væntanlega orðið megin- deilumálið. Ljóst var að þær aðferðir sem ESB hefur notað til að reikna út stuðning til nýrra aðildarríkja myndu gefa afar lágar upphæðir ef þær væru færðar yfir á Ísland. Því hefði þurft (og um þetta voru við- mælendur frá framkvæmdastjórn- inni sammála) að finna ný viðmið fyrir Ísland en ekkert virðist hafa legið fyrir um hver þau viðmið gætu orðið. Landbúnaðarstuðningur á Íslandi er tiltölulega hátt hlutfall af heild- arvirði landbúnaðarafurða en sé stuðningnum deilt niður á landbún- aðarland með sama hætti og gert er innan ESB væri hann með því lægsta sem gerist innan sambandsins. Það er því ekki sjálfgefið hvernig heildar- stuðningurinn yrði fundinn út. Spurning er hversu stóran hluta af heildarstuðningnum ESB myndi greiða og hvort – og þá hversu mikið – íslenska ríkið myndi greiða. Ýmsir viðmælendur bentu á fordæmi frá Finnlandi þar sem um 30% af heildar- stuðningnum eru greidd af finnska ríkinu. Um þennan stuðning gilda sérstakar reglur og má hann t.d. ekki verða til þess að framleiðsla aukist umfram það sem hún var þeg- ar greiðslur hófust. Líklegt er, segir í skýrslunni, að samskonar ákvæði muni standa Íslandi til boða en aftur er óljóst um upphæðir og stuðnings- hlutföll. Tollfrjáls viðskipti milli landa eru eitt af grundvallaratriðum í samstarfi Evrópusambandsríkjanna. Ekkert ríki hefur fengið undanþágur frá reglunni um frjáls viðskipti og telja verður afar hæpið, segir enn fremur, að Ísland fái undanþágur til að viðhalda verndar- tollum fyrir sinn landbúnað. Innflutningur lifandi dýra áfram bannaður Fyrir Ísland virðist sem mikilvægustu kröfurnar hafi snúið að innflutningi lifandi dýra og innflutningi á fersku kjöti. Viðmælendur frá ESB sem þekktu til þessa málaflokks töldu lík- legt að krafa Íslands um takmarkanir á innflutningi lifandi dýra hefði fengið efnislega meðferð og ef Ísland hefði getað sýnt fram á að hún væri byggð á vísindalegum grunni þá hefði verið fundin leið til að mæta kröfunni. Krafan um áframhaldandi bann við innflutningi á fersku kjöti tengist með- ferð ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á því máli. Þær málalyktir – hverjar sem þær hefðu orðið (eða verða) – hefðu orðið leiðandi fyrir niðurstöðuna úr samningum Íslands og ESB. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Áður þurft að afnema höft Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland stendur frammi fyrir því að afnema höft að kröfu ESB en við inngönguna í EES árið 1994 þurftu íslensk stjórnvöld að fella úr gildi ríflega sex áratuga gömul fjármagnshöft. Í kjölfar þess streymdi mikið af erlendu fjármagni inn í landið, sem nær ekkert lát var á í nærri 15 ár. Öll líkindi eru til þess að stjórnvöld geti náð fram sömu áhrifum nú með því fyrirheiti að verða hluti af myntbandalagi Evrópu. Íslendingar hafa tekið beinan eða óbeinan þátt í því fastgengissamstarfi sem hefur verið í boði á hverjum tíma í Vestur-Evrópu. Við fullveldi var Ísland aðili að myntbandalagi Norður- landa sem liðaðist í sundur eftir fyrri heimsstyrjöldina. Eftir það reyndu stjórnvöld einhliða festingu við breska pundið á millistríðsárunum, en eftir seinni heimsstyrjöldina gerðist Ísland aðili að Bretton-Woods fastgengis- samstarfinu. Það leið undir lok árið 1972 og við tók verðbólga og óstöðug- leiki sem ekki var unninn bugur á fyrr en gengið hafði verið fest með skuggatengingu við ERM-fastgengis- kerfið árið 1989. Embættismenn ESB hafa bent á að sjávarútvegsstefnan er ekki eins stíf og hún er talin og klæðskerasniðnar lausnir séu algengar innan sambandsins. Þannig muni ekkert beinlínis standa í vegi fyrir því að hægt sé að finna lausn sem taki mið af óskum Íslendinga. fréttaskýring 19 Helgin 11.-13. apríl 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.