Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 28

Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 28
V ið mælum okkur mót í Hljóðfærahúsinu, þar sem helmingur hljóm-sveitarinnar, Arnar trommari og Guðni bassaleikari, vinna sína dagvinnu. Þangað ætlar hinn helmingur hljómsveitarinnar, Heiðar söngvari og Halli gítarleik- ari, að mæta eftir sína dagvinnu, til að æfa. Reyndar mætir Halli ekki fyrr en eftir viðtalið og rétt nær í myndatökuna. Honum er samt fljótt fyrirgefið þar sem hann var fastur í barnastússi. Heimilisiðnaður sem vatt upp á sig Pollapönk byrjaði sem útskriftar- verkefni Halla og Heiðars í Kenn- araháskólanum árið 2006. „Þetta var samt alls ekki hugsað sem hljómsveit sem átti að spila út um allan bæ í upphafi. Þetta voru lög og textar sem við tókum bara upp í stofunni heima og svo fylgdi skýrsla um barnamenningu með lokaverkefninu. Þetta var bara svona heimilisiðnaður sem vatt upp á sig,“ segir Heiðar. „Svo vantaði ykkur hljóðfæraleikara þegar þið voruð beðnir um að koma í Kastljós og þá komum við inn í myndina, var það ekki?,“ spyr Arnar sem er yngri bróðir Halla. Jú, þannig var það og hann kom inn sem tromm- ari en Guðni, sem hefur spilað á bassa með Arnari í flestum hljóm- sveitum landsins, varð bassaleikari Ekkert minna rokk að spila fyrir börn Hljómsveitin Pollapönk keppir fyrir Íslands hönd í lokakeppni Eurovision í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Pollapönkarar fá aldrei leið á því að spila saman þrátt fyrir að hafa verið í rokkinu frá unglingsaldri. Þeir segja það ekki minna rokk en annað að vera í jogginggalla og spila fyrir börn, jafnvel bara meira. Það sé þó töluvert erfitt að samhæfa rokklífið fjölskyldunni. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Heiðar Örn Kristjánsson Blár polli Aldur: 39 ára. Búseta: Hafnarfjörður. Aðrar hljómsveitir: Botnleðja, The Viking Giant Show. arnar Þór Gíslason Bleikur polli Aldur: 36 ára. Búseta: Hafnarfjörður. Aðrar hljómsveitir: Dr. Spock, Mugison, Pétur Ben, Ensími, Lára Rúnars Haraldur Freyr Gíslason rauður polli Aldur: 39 ára. Búseta: Hafnarfjörður. Aðrar hljómsveitir: Botnleðja. Guðni Finnsson Gulur polli Aldur: 43 ára. Búseta: 108 Reykjavík. Aðrar hljómsveitir: Dr. Spock, Ensími, Mugison. hljómsveitarinnar og Pollapönk varð til. Það eru hæg heimatökin í litlum bransa á litlu landi. Eftir fyrstu heimagerðu plötuna hafa bæst við tvær plötur og nú er á leiðinni sú þriðja, „Be be be Besta Pollapönkið“, sem inniheldur Eurovision-lagið í þremur útgáfum og eitt nýtt lag auk bestu gömlu laganna. „Fyrir þessar tvær plötur sem við Guðni tókum þátt í fórum við allir saman upp í bústað og sömdum alveg helling af músík. Það var mjög skemmtilegt, bara grill og góður matur,“ segir Arnar. „Já, það var svo skemmtilegt, get- um við ekki gert það aftur?,“ biður Guðni og allir lofa þeir honum því. Meira rokk að spila fyrir börn Það er nú ekki beint ímynd rokk- arans að vera í jogginggalla upp í bústað að semja barnalög, eða hvað? „Æ, við erum bara orðnir svo gamlir,“ segir Guðni hrumur og allir hlæja. „Nei, nei, það er bara enginn munur á því að semja fyrir börn eða fullorðna. Það sama á við um spiliríið. Við spilum alveg eins hvort sem það er um miðja nótt í einhverri annari hljómsveit eða um miðjan dag á leikskóla fyrir börnin. Við leggjum alltaf sama metnaðinn í það sem við erum að gera. Ég held líka að það sé enginn úr þeim stóra hópi tónlistarmanna sem við þekkjum eitthvað að gera grín að okkur fyrir að vera í þessum bún- ingum og spila fyrir börn,“ segir Guðni. „Ekki nema þá á bak við okkur,“ bætir Arnar þá við og allir skellihlæja. „Nei, svona í alvöru þá finnst mér bara vera meira rokk að spila í bleikum galla fyrir hóp af börnum,“ segir Arnar. „Ég klæðist gallanum bara gríðarlega stoltur og ég veit að dóttur minni finnst ég flottur. Reyndar er hún komin yfir bleika stigið núna, svo kannski er ég ekk- ert svo svalur lengur.“ „Það er líka svo frábært að spila fyrir börn því þau eru svo einlæg og heiðarleg,“ bætir Heiðar við. „Já, og láta þig vita um leið ef þau fíla þig ekki. Ég var í sundi um daginn og hitti þar einn lítinn sem kannaðist við mig úr Pollapönki og heilsaði upp á mig,“ segir Arnar. „Ég spurði hann þá hvort hann væri ekki bara ánægður með okkur, en nei, það var hann sko ekki. Sagði bara beint út að sér þætti við alveg hundleiðin- legir.“ Músíkin er tímafrekt áhugamál „Ég væri alveg til í að sinna meiri tónlist en það er bara ekki tími til þess. Það er auðvitað fjölskyldan og vinnan sem gengur fyrir,“ segir Heiðar en þeir eru allir eru sam- mála um það að sameina þessa helstu ástríðu sem músíkin er, fjöl- skyldunni og vinnunni, sé erfitt. Arnar og Guðni vinna í Hljóðfæra- húsinu, Heiðar á leikskóla og Halli er formaður Félags leikskólakenn- ara. „Þetta er bara ekki hægt, þetta er soldið eins og sjómennska,“ segir Heiðar, „maður er bara aldrei heima. Maður fylgir börnunum í skólann, stoppar rétt við eftir vinnu og er svo farinn út strax eftir mat til að æfa og stússast eitthvað. Svo eru þau sofnuð þegar maður kemur heim.“ „Langbest er auðvitað þegar hægt er að taka börnin og fjöl- skylduna með. Við vorum til dæmis að spila í Reiðhöllinni í gær og öll börnin komu með,“ segir Guðni sem á þrjú börn eins og Halli en Heiðar á tvö og Arnar eitt en annað er á leiðinni. „Ég verð nú að viður- kenna að þau eru ekki jafn æst og þau voru til að byrja með. „Ohhhh, nei pabbi, ekki aftur Pollapönktón- leikar“,“ segir Heiðar og allir fara að skellihlæja. „En svo er ég líka að Framhald á næstu síðu 28 viðtal Helgin 11.-13. apríl 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.