Fréttatíminn - 11.04.2014, Side 30
Veitingar við öll tækifæri
veisluþjónusta
RESTAURANT- BAR
Tapas barinn
Tapas snittur, spjót og tapas í boxi.
Girnilegir smá-borgarar og eftirréttir.
Kíktu á tapas.is, sendu línu á tapa@tapas.is
eða hringdu í síma 551 2344.
Við hjálpum þér að gera þína veislu
ógleymanlega.
fara að ferma um helgina svo það
er bannað að halda útgáfutónleika
á sunnudeginum,“ minnir Heiðar
restina af hljómsveitinni á.
„Í síðustu viku var ég heima tvö
kvöld og það var bara algjört met.
Þá vann ég til sex, eins og venju-
lega, kom svo heim og fór ekkert út
að æfa. Það var mjög óvenjulegt,“
segir Arnar sem trommar í mörg-
um vinsælustu hljómsveitum lands-
ins. „Núna spila ég með Dr. Spock,
Mugison, Ensími, Pétri Ben, Polla-
pönki og svo spila ég líka með Láru
Rúnars, konunni minni, og reyndar
tengdapabba líka, Rúnari Þóris-
syni úr Grafík. Ég mæti auðvitað
miklum skilningi heima fyrir þar
sem við Lára deilum sama áhuga-
málinu. En þetta getur orðið flókið
þegar við þurfum bæði að vera frá
en þar kemur fjölskyldan sterk inn.
Gott bakland skiptir öllu máli,“
segir Arnar og allir jánka því. „En
ég verð að segja fyrir mitt leyti þá
er tónlistin fyrst og fremst áhuga-
mál, ef það koma einhverjar krónur
inn þá er það bara frábært. Ég er
í þessu af því mér finnst það bara
svo hrikalega skemmtilegt. Þess
vegna er maður til í að eyða svo
miklum frítíma í þetta, því þetta
er alltaf jafn gaman,“ segir Arnar
og allir samþykkja það. „Og svo
er bara fullkomið þegar hægt er
að sameina músíkina og fjölskyld-
una,“ bætir hann við.
„Við náðum nú í alveg frábært
sumarfrí síðasta sumar þar sem
við náðum að sameina músíkina
fjölskyldunni þegar við sigldum
með Húna í kringum landið,“
segir Guðni sem deilir öllum hljóm-
sveitunum, nema Pétri Ben, með
Arnari. „Við Arnar hittum hvorn
annan meira en konurnar okkar.
Við vinnum saman allan daginn
og erum saman í öllum þessum
hljómsveitum. Þetta er eins og
hvert annað hjónaband, það kemur
stundum upp pirringur en það er
ekkert til að tala um,“ bætir hann
við og Arnar tekur undir með
hlátursroku.
Þrátt fyrir alla vinnuna sem
félagarnir leggja í tónlistina segja
þeir ekki möguleika að lifa af
henni. „Það væri kannski mögu-
leiki að lifa af í þessum bransa
núna í þessum mánuði fyrir Euro-
vision,“ segir Guðni. „Það er svo
mikið af spiliríi í kringum það. En
maður væri nú svo sem löngu hætt-
ur ef maður væri að þessu fyrir
peningana. Þá værum við kannski
búnir að stofna sveitaballahljóm-
sveit, en við erum bara ekkert þar.
Málið er bara að búa til músík og
hafa gaman af.“
Eurovision frábær vettvangur
fyrir Pollapönk
Lagið „Enga fordóma“ hefur slegið
rækilega í gegn og varla er til það
barn sem ekki kann textann og
ekki það foreldri sem hefur ekki
fengið það á heilann. „Það er auð-
vitað bara frábært,“ samþykkja
allir sem einn. „Þessi tugga er
aldrei nógu oft tuggin. Mér fannst
virkilega gaman að heyra af því um
daginn að það sé verið að nota lagið
á leikskólum til að kenna börnum
um fordóma,“ segir Arnar.
Allir Pollapönkararnir hafa áður
tekið þátt í Eurovision. Halli og
Heiðar með Botnleðju en Guðni og
Arnar með Dr. Spock. Það liggur
því beinast við að spyrja hvort Euro-
vision-draumurinn sé langþráður?
„Það þurfti nú aðeins að draga mig
í þetta fyrst með Dr. Spock. Og
ég skal bara viðurkenna það að ég
hafði smá fordóma fyrir Eurovision.
En þeir eru auðvitað löngu horfnir,“
segir Guðni. „Það eitt að keppa í
músík meikar auðvitað ekkert sens
í sjálfu sér, en ef þú lítur fram hjá
þeirri staðreynd og horfir á þetta
bara fordómalaus þá er þetta bara
gaman,“ bætir Arnar við.
„Þetta er náttúrulega frábær
vettvangur fyrir Pollapönk,“ segir
Heiðar. „Fjölskylduskemmtun þar
sem allir koma saman með snakk
og vogaídífu er kjörið tækifæri til
að koma góðum boðskap á fram-
færi. Því miður erum við öll með
fordóma og áttum okkur bara ekki
á því. Það er frábært að upplifa það í
mínu starfi hvað börn eru fordóma-
laus, það eru auðvitað við foreldr-
arnir sem plöntum fordómum í
börnin. Ég held það sé bara hollt og
gott fyrir alla að horfa inn á við og
velta fyrir sér sínum eigin fordóm-
um. Til dæmis var hann Guðni okk-
ar með fordóma gagnvart Eurovisi-
on en hann áttaði sig sem betur fer
á því,“ segir Heiðar og allir skella
upp úr. „Þetta Eurovision-dæmi er
nú töluvert meiri vinna en ég bjóst
við. Þetta átti að vera létt grín en
nú höfum við fengið prógrammið
í hendur og þetta er bara risa
doðrantur,“ segir Guðni þá og hlær.
„Planið var að gera fjölskylduferð
úr þessu öllu saman en við erum að
sjá það núna að það eigi ekki alveg
eftir að ganga upp. Reyndar fá kon-
urnar að koma með en börnin verða
skilin eftir hjá ömmu og afa,“ segir
Arnar. „Þetta verður bara stans-
laust prógram en við erum nú vanir
því og hlökkum bara mikið til.“
Þegar viðtalinu lýkur setjast fjöl-
skyldufeðurnir við hljóðfærin og
byrja að æfa. En ekki fyrir Euro-
vision heldur fyrir tónleika sem
verða á Akureyri í lok mánaðarins
í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands. Þeir stefna á að æfa
fram eftir kvöldi líkt og þeir gera
flest öll kvöld en það er greinilegt
að þeir hafa gaman af því sem þeir
gera. Enda væru þeir ekki að þessu
annars.
Pollapönkararnir, Haraldur Gíslason, Arnar Gíslason, Guðni Finnsson og Heiðar Örn Kristjánsson, munu halda útgáfutónleika
þriðju plötunnar sinnar, „Be be be Besta Pollapönkið“ í Smáralind næstkomandi laugardag, 12. apríl, klukkan 14.
30 viðtal Helgin 11.-13. apríl 2014