Fréttatíminn - 11.04.2014, Page 35
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –
Í S L E N S K U R
GÓÐOSTUR
ógurlega skotin í honum,“
segir Kristín brosandi.
Bókstaflega gaf símann
Elías tekur til við að viðra
vangaveltur sínar: „Ég hef
velt því fyrir mér hvort hún
sé nokkuð svo einhverf. Það
vantar til dæmis í hana allan
verkfræðilegan þankagang.
Allir karlmenn í minni ætt
eru kerfishugsuðir. Mér
finnst hún oft heldur ekki
taka mig nógu bókstaflega,“
segir hann en Kristín bendir
á að athyglisbresturinn hjá
henni hafi líka sitt að segja.
Hún rifjar þó upp dæmi þar
sem hún tók hlutunum mjög
svo bókstaflega. „Ég var í
partíi og þar sem hópurinn
var að fara í bæinn og myndi
eitthvað dreifast bendir vin-
kona mín á vin minn við
hliðina á mér og segir mér
að gefa honum símann minn.
Mitt fyrsta verk er þá að
draga upp símann og rétta
honum, sem auðvitað var gap-
andi hissa og skildi ekki af
hverju ég var að gefa honum
símann minn,“ segir Kristín
sem hefur sannarlega húmor
fyrir eigin misskilningi.
Þriggja ára sonur þeirra
er byrjaður á leikskóla og
virðist eiga frekar gott með
samskipti en engu að síður
er fylgst með því hvort hann
sýni einkenni einhverfu.
„Það er alltaf gert þegar börn
eiga eldra systkini með ein-
hverfu og mér finnst það bara
alveg eðlilegt. Hann er með
seinkaðan málþroska en ég
hef samt litlar áhyggjur af
honum. Ég hef orðið vitni að
svo fallegum augnablikum á
leikskólanum þar sem hann
fær hópknús frá hálfri leik-
skóladeildinni. Hann nær vel
að tengja við hin börnin og
leikur sér við þau. Hann vill
samt ekki að þau fari of mikið
inn á hans rými. Eldri bróðir
hans sem er einhverfur lék
sér alltaf einn úti í horni og
þeir eru mjög ólíkir,“ segir
Kristín.
Rekinn inn í miðjum fyrirlestri
Hún rifjar upp að sem barn
vildi hún helst fá að vera ein
í friði og vissi til að mynda
fátt verra en fjölmennar
veislur. „Það var þekkt á mínu
heimili að í jólaveislum læsti
ég mig alltaf inni í herbergi,
en hurðin var brotin upp og
mér sagt að koma fram og
heilsa fólki,“ segir Kristín.
Elías hefur aðra sögu að segja.
„Ég hef alltaf kunnað vel við
mig í veislum og var í raun
algjört partíljón. Ég kom mér
oft fyrir meðal fólks og fór að
halda fyrirlestra um eitthvað
sem ég hafði lesið um. Fólki
fannst þetta kannski sniðugt
til að byrja með en ég var svo
rekinn inn í herbergi í miðjum
fyrirlestri.“
Bæði eru þau sannfærð um
að fjöldi fólks í samfélaginu
sem komið er á fullorðinsaldur
sé á einhverfurófinu jafn-
vel þó það hafi aldrei fengið
greiningu. „Ég held að það
séu sumir á okkar aldri sem
myndu frekar láta draga úr sér
allar tennurnar án deyfingar
en að láta greina sig með ein-
hverfu,“ segir Elías og er hann
til að mynda handviss um að
þriðji hver prófessor við há-
skólann sé með Asperger. „Ég
vil reyndar ganga svo langt
að segja að allir sem eru með
skapandi hugsun, hvort sem
það eru listamenn eða fræði-
menn, séu á einhverfurófinu,“
segir hún.
Þau eru bæði stolt af því
að vera einmitt eins og þau
eru og þótt það verði stund-
um árekstrar í félagslegum
samskiptum þá er það bara
þannig. Að viðtali loknu þurfti
aðeins að finna tíma og stað
fyrir myndatöku. „Ég hef ekki
forsendur til að ákveða þetta,“
segir Elías þegar ég hef sam-
band við hann síðar vegna
myndatökunnar en Kristín
gekk svo í málið. Þetta tókst
allt að lokum.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
viðtal 35 Helgin 11.-13. apríl 2014