Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 38
Styrkir úr
Tónlistarsjóði 2014
H
N
O
TS
KÓ
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu
1. júlí 2014 til 31. desember 2014.
Hlutverk tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að
kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.
Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og
kynningardeild.
Upplýsingar og umsóknargögn eru að finna á www.rannis.is.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi.
Næst verður auglýst eftir umsóknum
í nóvember 2014 vegna verkefna
á fyrri hluta árs 2015.
Umsóknarfrestur 15. maí 2014
A fkomendur Ketils Greips-sonar, bróður Sigurðar Greipssonar sem kenndur
var við Geysi í Haukadal, hafa ekki
fengið arf eftir Ketil og hefur jörð-
inni Haukadal því ekki verið skipt
milli réttmætra erfingja. Börn
Ketils, sem voru fjögur en eru nú
öll látin, hófu undir lok níunda
áratugarins á liðinni öld að grafast
fyrir um arf sinn. Í ljós kom að
faðir þeirra, Ketill Greipsson, hafði
verið þurrkaður út úr kirkjubókum
og engar heimildir voru að finna
um tilvist hans. Barátta barnanna
fyrst um sinn, snerist því fyrst og
fremst um að sanna tilvist föður
síns, sem loks tókst. Fréttatíminn
er með undir höndum gögn frá
afkomendum Ketils sem sýna fram
á að þau eiga hlut í óskiptu búi
að Haukadal. Barnabörn Ketils
hafa nú tekið málið upp að nýju og
íhuga að leita réttar síns.
Ketill var frumburður Greips
Sigurðssonar og Katrínar Guð-
mundsdóttur, sem bjuggu í Hauka-
dal í Biskupstungum. Hann átti
sex yngri systkini, fimm systur og
einn bróður, Sigurð Greipsson sem
kenndur hefur verið við Geysi.
Ketill kvæntist Þórunni Jóns-
dóttur og eignuðust þau fjögur
börn, Valdimar, Katrínu, Sigríði og
Greip. Ketill fórst með flutninga-
skipi út af Reykjanesi árið 1917, þá
35 ára að aldri. Flest barna Þór-
unnar voru tekin af henni eftir lát
eiginmannsins og þau sett á sveit-
ina því hún var talin ófær um að
sjá þeim farborða. Yngsta barnið,
Greipur, fór til að mynda ársgamall
í fóstur til vandalausra en var tíu
ára sendur til föðurbróður síns,
Sigurðar Greipssonar.
Katrín bjó í óskiptu búi allt
til dauðadags árið 1940. Sam-
kvæmt skjali frá sýslumanninum
á Selfossi frá árinu 1991 verður
ekki séð að dánarbúi Katrínar og
Greips hafi verið skipt eftir andlát
hennar. Í gögnum frá 1923 kemur
hinsvegar fram að fjórar af fimm
systrum Ketils og Sigurðar hafi
selt Sigurði erfðahlut sinn í Hauka-
dal, 4 af 28 hlutum jarðarinnar.
Greipur SiGurðSSon fæddist í Haukadal í Biskupstungum árið 1885 og
kvæntist Katrínu Guðmundsdóttur. Greipur lést árið 1910. Þau eignuðust átta börn en
eitt þeirra fæddist andvana eða lést skömmu eftir fæðingu. Þau sem lifðu hétu Ketill
(1882-1911), Jóhanna (1884-1924), Katrín (1886-1924), Þórunn (1888-1911), Sigríður
(1891-1961), Guðbjörg (1893-1973) og Sigurður (1897-1985).
Telja sig eiga land við Geysi
Afkomendur Ketils Greipssonar, bróður Sigurðar Greipssonar sem kenndur var við Geysi í
Haukadal, telja sig eiga tilkall til hluta jarðarinnar við Geysi. Samkvæmt opinberum skjölum var
dánarbú foreldra Sigurðar, Ketils og fimm systra þeirra aldrei gert upp, en Ketill lést ungur af
slysförum. Börn hans fengu aldrei föðurarfinn.
Níu árum áður hafði Katrín selt
tengdasyni sínum, Kristjáni Lofts-
syni, eiginmanni Guðbjargar, 13 af
28 hlutum jarðarinnar. Árið 1935
seldi Kristján Loftsson Sigurði
Greipssyni helming jarðarinnar.
Árið 1938 höfðu mæðginin Katrín
og Sigurður selt dönskum athafna-
manni, Kristian Kirk, hluta jarðar-
innar sem hann gaf Skógrækt
ríkisins. Öll þessi viðskipti áttu sér
stað án þess að búið hafi verið gert
upp. Börn Ketils höfðu ekki fengið
neinn arf eftir föður sinn.
Árið 1991 leituðu afkomendur
Ketils lögfræðiaðstoðar vegna
hugsanlegs eignarhluta í jörðinni
Haukadal í tengslum við fyrirhug-
uð kaup ríkisins á Geysissvæðinu.
Ekkert varð úr kaupunum. Um
aldamótin kom aftur upp umræða
um kaup ríkisins á Geysissvæðinu
og stofnaði þáverandi umhverfis-
ráðherra, Siv Friðleifsdóttir, nefnd
um málið. Að nýju sendu afkom-
endur Ketils bréf til ríkisins með
tilstuðlan lögfræðings þar sem
ráðuneytinu var tilkynnt um erfða-
hluta í þeim hluta Geysissvæðisins
sem ríkið á ekki. Eins og ljóst er
varð ekkert úr kaupum ríkisins á
Geysissvæðinu.
Í september árið 2012 stofnuðu
landeigendur Haukadalstorfunnar,
að ríkinu undanskildu, Land-
eigendafélag Geysis ehf. Ríkið á
35 prósent af landinu en aðrir 65
prósent. Afkomendur Ketils eru
ekki skráðir meðal landeigenda en
telja sig eiga tilkall til hluta þeirra
65 prósenta sem landeigendafélag-
ið telur sig eiga. Ekkert samband
var haft við afkomendur Ketils við
stofnun félagsins.
Að sögn Vigdísar Greipsdóttur,
dóttur Greips, yngsta barns Ketils,
leituðu faðir hennar og systkini
hans sér lögfræðiaðstoðar með
það fyrir augum að vita réttar-
stöðu sína og fá upplýsingar um
hversu stór hluti landsins tilheyrði
þeim systkinunum. Úr því var
ekki skorið og börn Ketils eru nú
öll látin. Barnabörn Ketils, sem
Fréttatíminn hefur rætt við, hafa
ekki tekið ákvörðun um hvort
leitað verði til dómstóla til að fá
úr því skorið hversu stór hlutur af
Haukadalsjörðinni tilheyri þeim
en hyggjast skoða málið vandlega.
Sigurður Skagfjörð Sigurðsson,
varaformaður Landeigendafélags
Geysis, kannast ekki við málið.
„Við þekkjum ekki þetta mál og
höfum í sjálfu sér enga skoðun á
því. þetta er ekki hluti af okkar
umhverfi í augnablikinu. Þetta
snertir okkur í raun ekki, ef fólk
telur sig eiga kröfu þá sækir það
rétt sinn til viðkomandi yfirvalda
og dómsvalda,“ segir Sigurður.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Afkomendur Ketils Greipssonar í Haukadal hafa ekki fengið arf eftir Ketil sem lést ungur af slysförum. Móðir Ketils lifði frumburð sinn og bjó í óskiptu búi í áratugi. Eftir lát hennar fékk ekkja Ketils engan arf eftir eiginmann sinn né
heldur börn Ketils.
Í hnotskurn
Greipur Sigurðsson lést 1910 og lét eftir sig eiginkonu og sjö börn. Þar á meðal
Ketil.
Ketill Greipsson lést 1911 og lét eftir sig eiginkonu og fjögur börn.
Árið 1914, fjórum árum eftir andlát Greips eiginmanns Katrínar, seldi hún tengda-
syni sínum, Kristjáni Loftssyni, eiginmanni Guðbjargar, 13 hundruð úr jörðinni
Haukadal.
Árið 1923 seldu fjórar systur Sigurðar honum erfðahlut sinn í Haukadal, sem þá var
metinn á fjögur hundruð „að fornu mati“.
Árið 1938 seldu Katrín og Sigurður, sonur hennar, Kristian Kirk hluta jarðarinnar
sem Kirk gaf Skógrækt ríkisins.
Mynd af Geysissvæðinu í Haukadal. Hvíta svæðið er sameign ríkisins og aðila sem
stofnað hafa Landeigendafélag Geysis ehf. Afkomendur Ketils Greipssonar telja sig
eiga tilkall til hvíta landsins
38 fréttaskýring Helgin 11.-13. apríl 2014