Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 62

Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 62
62 ferming Helgin 11.-13. apríl 2014  Fermingarmyndir Facebook-síða Fréttatímans sími: 588 8998 Steinbökuð gæðabrauð að hætti Jóa Fel é g fermdist þann 24. maí 1970 í Nes-kaupstað í Norðfjarðarkirkju,“ segir Fanney S. Jóhannsdótttir, sigur- vegari í fermingarmyndaleik Fréttatímans og var hin glæsilegasta á fermingardaginn eins og sjá má. Leikurinn fór fram á Facebook-síðu Fréttatímans og gekk út á að fólk sendi inn fermingarmyndir af sér. Fanney var ein þeirra sem tók þátt og var dregin út úr pottinum. Hlýtur hún að launum tíu þúsund króna gjafabréf á veitingastaðinn Sushi Samba. Fanney var í stórum árgangi og voru þau 42 sem fermdust þetta árið. Að athöfn- inni lokinni var blásið til veislu á heimili Fanneyjar þar sem móðir hennar hafði bakað fyrir kaffihlaðborð. „Ég man að það var peruterta og líka bananaterta. Þessar kökur voru í miklu uppáhaldi hjá mér. Síð- an voru heimatilbúnar smurbrauðstertur og flatkökur með hangikjöti,“ segir Fann- ey sem var hæstánægð með þessar góðu veitingar. Gestir voru nánustu ættingjar og vinir, kannski 35-40 manns, og gjöfin sem flest fermingarbörn fengu á þessum tíma var armbandsúr. „Ég fékk arm- bandsúr og Kodak-myndavél. Mér er líka minnisstætt að ég fékk Nýja testamentið og það var búið að grafa nafnið mitt í það. Síðan fékk ég hringa og aðra skartgripi og mér barst mikið af skeytum.“ Hún segir að fermingardagurinn hafi verið afar fallegur og fermingarbörnin full gleði og eftirvæntingar að morgni dags. „Þegar ég var unglingur fannst mér reynd- ar þessi fermingarmynd alveg skelfileg en ég hef gaman af henni í dag. Ég sendi hana inn því maður þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér,“ segir Fanney sem síðan þá hefur leitt þrjú börn til fermingar. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Fanney sigurvegari í fermingarleik Fanney S. Jóhannsdóttir er sigurvegari í fermingarmyndaleik Fréttatímans. Hún fermdist í Nes- kaupstað árið 1970 og var fermingunni fagnað með perutertu og bananatertu sem báðar voru í miklu uppáhaldi. Fanney S. Jóhannsdóttir á fermingardaginn, 24. maí 1970. Ég man að það var peruterta og líka banana- terta. Þessar kökur voru í miklu upp- áhaldi hjá mér. Við borgaralegar fermingar hjá Siðmennt hefur skapast sú hefð að valinkunnir einstaklingar haldi ræðu við athöfnina og tali til ferm- ingarbarnanna. Við borgaralega fermingu í Háskólabíói um síðustu helgi kom það í hlut rithöfundar- ins Kristínar Tómasdóttur að halda ræðuna en sjálf fermdist hún borg- aralega árið 1997. Í ræðu sinni hvatti Kristín ferm- ingarbörnin til að gera ekki óraun- hæfar kröfur, hvorki til sjálfra sín né annarra og að brjóta sig ekki niður fyrir mistök. Hún sagði betra að íhuga hvort þau hafi gert sitt besta og geti mögulega gert betur og þannig lært af mistökum. Í ræðu Kristínar kom jafnframt fram að hún hafi þurft að rífast margoft við foreldra sína áður en hún fór að fíla þá og hafi fallið í mörgum prófum áður en hún fann námstækni sem hentaði og varð stúdent. Kristín lauk ræðunni á orðunum „það er enginn fullkominn og það er full- komlega eins og það á að vera.“ Um síðustu helgi var borgaraleg ferming á Flúðum og talaði Þor- grímur Þráinsson þá til fermingar- barnanna og á Höfn í Hornafirði var það íþróttamaðurinn Ólafur Stefán Flóventsson. Kristín Tómasdóttir talaði til fermingarbarna „Það er enginn fullkominn og það er fullkomlega eins og það á að vera,“ sagði Kristín Tómasdóttir í ræðu sinni til fermingarbarna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.