Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Page 72

Fréttatíminn - 11.04.2014, Page 72
72 heilsa Helgin 11.-13. apríl 2014  Heilsa Þrír nýir jurtadrykkir eru komnir á markað É g las um Femarelle og leist vel á að prófa hormónalausa meðferð. Ég hef tekið Femarelle inn í nokkra mánuði og er búin að endurheimta mitt fyrra líf,“ segir Eva Ólöf Hjaltadóttir, 71 árs. „Mér hafði ekki liðið nógu vel í svolítinn tíma og var farið að finnast óþægilegt að vera mikið innan um fólk og orðin svolítið þunglynd af vanlíðan. Mér fannst ekki gott að vera í hávaða og hafði því einangrast félagslega,“ segir hún. Eva Ólöf er með sykursýki og skjaldkirt- ilssjúkdóm og svitnaði því mikið þó hún hafi ekki reynt á sig. „Ég þurfti að skipta um bol þrisvar sinnum á dag og var líka alltaf sveitt á höfðinu,“ segir Eva sem í dag líður miklu betur og fer daglega í sund og með hundinn í göngutúr og sækir félagsvist og bingó vikulega. „Eftir að ég hafði tekið Ferm- arelle inn í sex mánuði hætti ég að svitna og er núna í sama boln- um allan daginn og er hætt að finna fyrir verkjum. Það besta er að börnin mín og tengdabörn hafa orð á því hvað ég sé orðin lífleg og hress. Ég finn til meiri gleði þegar ég hitti barnabörnin mín því ég get veitt þeim meiri athygli en áður. Að auki hef ég misst 11 kíló án þess að reyna það sérstaklega. Ástæðan er sú að mér líður betur og ég get hreyft mig óhindrað. Ég er svo ánægð með Femarelle hylk- in að ég mæli með þeim við allar vinkon- ur mínar.“ KYNNING Nýtt líf með Femarelle Eva Ólöf Hjaltadótt- ir hefur í nokkra mánuði tekið inn náttúrulega lyfið Femarelle fyrir konur á breytinga- skeiði. Árangurinn er mjög góður og svitakóf og verkir heyra sögunni til. Eva fer nú daglega í gönguferðir og nýtur lífsins betur á allan hátt. Eva Ólöf hafði fundið til vanlíðunar vegna áhrifa breytingaskeiðsins en líður mun betur í dag eftir að hafa tekin Femarelle inn í nokkra mánuði. Fermarelle er náttúruleg vara, unnin úr soya og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. Hitakóf, nætursviti, skapsveiflur og verkir í liðum og vöðvum eru algeng einkenni tíðahvarfa. Drykkir úr hvönn og bragðbætt lúpínuseyði Lúpínuseyðið vin- sæla hefur fengið yfirhalningu og er nú fáanlegt í minni flösku með betra bragði. Svarti Haukur, sem framleiðir lúpínuseyðið, hefur einnig sett á markað þrjár tegundir af drykkjum úr hvönn. Ætihvönn er ein þekktasta lækningajurtin sem vex hér á landi og er talin hafa margs konar jákvæð áhrif á heilsuna. V ið ákváðum að breyta aðeins til og bjóða upp á lúpínuseyðið með betra bragði og auk þess setja á markað fleiri heil- næma drykki úr íslenskum jurtum,“ segir Haukur Magnússon, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Svarti Haukur. Síðustu tvö ár hefur það fram- leitt lúpínuseyði eftir uppskrift Ævars Jóhannessonar en hann og fjölskylda hans framleiddu seyðið og gáfu fólki til heilsubótar. „Lúpínuseyðið var alltaf selt í tveggja lítra flösku og mörgum fannst það ekki nógu bragðgott og hreinlega gátu ekki drukkið það þótt fólk tryði á mátt seyðisins. Nú er það fáanlegt í hálfs lítra flöskum og við höfum bætt við það engifer, sítrónu og sætt það með stevíu,“ segir hann. Samhliða þessari breytingu á lúpínuseyðinu setti Svarti Haukur á markað þrjár tegundir af jurtadrykk úr hvönn. „Þetta er kærkomin viðbót við alla þá drykkjaflóru sem er fáanleg því þó úrvalið sé gott þá hefur vantað jurtadrykki. Ætihvönn er ein merkasta íslenska lækningarjurtin og ég endaði á því að búa til þrjá drykki úr hvönn sem eru eins í grunninn en í mismun- andi útfærslum,“ segir Haukur. Allir þrír drykkirnir innihalda, auk hvanna- rinnar, engifer, sítrónu og stevíu. Einn þeirra inniheldur einnig bláber, annar túrmerik og peru, og sá þriðji spín- at og myntu. „Hver drykkur er því hlaðinn hollu hráefni úr náttúrunni, en hvorki viðbættan sykur, né rotvarnar- efni er að finna í drykkjunum,“ segir hann. Haukur bendir á að þó þessir drykkir séu seldir í handhægum hálfs lítra umbúðum sé það ekki ætlunin að fólk drekki alla flöskuna í einu líkt og gosdrykk. „Hver flaska dugar í um þrjá daga, er geymd í ísskápnum og seyðið tekið inn eins og hvert annað vítamín.“ Hann bendir á að ætihvönn hafi verið notuð til lækninga allt frá landnámi. „Rannsóknir á Raunvísinda- stofnun hafa sýnt að í hvönn eru efni sem verka á bakteríur, veirur, sveppi og jafnvel á krabbameinsfrumur auk efna sem virðast örva ónæmiskerfið. Ætihvönn hefur verið notuð við melt- ingartruflunum svo sem krampa og vindi í meltingarfærum og gegn kvilla í lifur. Hvönnin hefur verið talin góð til að losa slím úr öndunarfærum og verið notuð við bronkítis og brjóst- himnubólgu og öðrum lungnakvillum. Hvönnin er ennfremur talin virka vel gegn tíðu þvagláti, blöðrubólgu, háls- bólgu, kvefi og flensu,“ segir Haukur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hver flaska dugar í um þrjá daga, er geymd í ísskápnum og seyðið tekið inn eins og hvert annað vítamín. Lúpínuseyðið er nú fáanlegt með betra bragði, en auk þess eru komnir á markað þrír drykkir úr hvönn sem eru útfærðir á mismunandi hátt. Ljósmynd/Svarti Haukur MARGSKIPT GLER - fyrir alla! VERÐ FRÁ: 17.900 kr. 40%afsláttur prooptik.is KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS Getum bætt við okkur verkefnum, fullt af verkefnum 800 1120 hringdu frítt í síma:

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.