Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Síða 10

Fréttatíminn - 14.02.2014, Síða 10
Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 5 0 3 Staðalímyndir kynjanna í kennslubók í þjóðfélagsfræði hafa verið til umræðu undan- farna daga. Fréttatíminn fékk sérfræðing í kynjafræði til að rýna í kennslubækur Námsgagna- stofnunar og komst að því að hún endur- speglar engan veginn þá samfélagsmynd sem birtist nemendum í námsbókaflóru stofnunarinnar.  Námsbækur samfélagsmyNd skólabarNa Umtöluð þjóðfélagsfræðibók endurspeglar ekki flóruna s ú kynjaumræða sem spunnist hef-ur um námsbók í þjóðfélagsfræði undanfarna daga endurspeglar ekki þá samfélagsmynd sem birtist almennt íslenskum skólabörnum í náms- efni sem kennurum stendur til boða að nota til kennslu. Þetta eru niðurstöður skoðunar Fréttatímans á þeim náms- bókum sem Námsgagnastofnun hefur gefið út og eru í notkun. Blaðamaður fékk Svandísi Önnu Sigurðardóttur, kynjafræðing hjá Háskóla Íslands, til að rýna stuttlega í bækurnar með sér í ljósi þeirra gagnrýni sem stofnunin hefur fengið vegna kennslubókar í þjóðfélags- fræði. Bókin Þjóðfélagsfræði eftir Garðar Gíslason hefur verið mikið til umræðu síðustu daga eftir að Sveinn Arnarson birti gagnrýni á hana í pistli á vefsíðunni Akureyri vikublað. Hann tekur dæmi af myndbirtingu að konu í fæðingu í gyllt- um pinnahælum sem og brot úr texta um kynhlutverk sem honum finnst alls ekki endurspegla þau jafnréttislegu gildi sem viljum að börn okkar nemi í skólum. Þá birti foreldri barns í 2. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu mynd á Facebook af eyðufyllingar- verkefni í íslensku þar sem börnum var kennt að nota niðrandi orð um dregin af húðlit fólks: „Svartir menn kallast negrar og gulir menn kallast mong- ólar“. Fram hefur komið í fjölmiðlum að eyðufyllingarverkefnið sé ekki gefið út á vegum Námsgagnastofnunar heldur var ljósrit sem umsvifalaust var tekið úr notkun í skólanum eftir að umræðan kviknaði. Enginn á tvo pabba „Það virðist helst vera þjóðfélagsfræði- bókin sem má gagnrýna, en hún hefur einmitt verið mikið til umræðu á síðustu dögum,“ segir Svandís Anna. „Það virðist sem verið sé markvisst að passa birting- armyndir í námsbókum, hlutfall kynjanna er að mestu jafnt og fólk af öðrum upp- runa en íslenskum og svart fólk sést víða sem og t.d. fólk í hjólastól og þess háttar,“ segir Svandís Anna. „Það sem helst má gagnrýna í fljótu bragði er að öll börnin sem sögurnar fjalla um í bókunum sem eiga foreldra eiga mömmu og pabba og/ eða afa og ömmu þótt stundum sjáist að- eins eitt foreldri. Það á enginn tvo pabba í þeim bókum sem ég skoðaði,“ segir Svandís Anna. „Námsgagnastofnun leggur mikla áherslu á að jafnrétti í sinni víðustu mynd birtist í því námsefni sem stofnunin gefur út,“ segir Ellen Klara Eyjólfsdóttir, ritstjóri og kynningarstjóri Námsgagnastofnunar. „Námsgögn eru framleidd í takti við þær línur sem menntamálaráðuneytið leggur með aðalnámsskrá og höfum við til að mynda útbúið sérstakan gátlista fyrir höf- unda til þess að tryggja að áherslur aðal- námsskrár séu til grundvallar í öllu okkar námsefni, þar með talið áherslur á sviði jafnréttis,“ segir hún. Endurskoðun stendur yfir Sigrún Sóley Jökulsdóttir ritstýrir endurskoðun á bókinni umtöluðu, Þjóðfélagsfræði, sem framundan er. Hin gagnrýna umræða um bókina nú kemur henni eilítið á óvart í ljósi þess að allar kannanir sem Námsgagnastofnun hefur gert undanfarin ár sýnir mikla ánægju meðal kennara með bókina. „Við fögnum hins vegar þessum ábend- ingum og munum taka mið af þeim við þá endurskoðun bókarinnar sem nú stendur yfir,“ segir Sigrún Sóley. Texti bókarinnar er með ágætum, en fyrst og fremst eru það myndirnar í bókinni sem má gagnrýna. Í henni eru fjölmargar teikningar sem sýna konur nær alltaf í stuttu pilsi og háum hælum með þrýstinn vöxt. Þess má einnig geta að í bókinni birtist stór mynd af Agli Einarssyni, sem kallar sig Gillz, á upphafssíðu kaflans með yfirskriftinni: Hvað er að vera Íslendingur? Þess má geta að myndin var sett inn við síðustu endurskoðun bókarinnar, árið 2009, og hafði Egill þá þegar hlotið mikla gagnrýni fyrir kven- fyrirlitningu sem sögð var endur- speglast meðal annars í bók hans, Biblía fallega fólksins, sem kom út árið 2006 og hafði meðal annars eftirfarandi setningu að geyma: „The bottom-line er samt: Ef þú ert myndarlegur þá þarftu ekki bíl til þess að ná þér í kellingar – en það skemmir ekki fyrir. Ef þú ert ljótur og langar að tappa af í kellingar þá geturðu fengið þér flottan bíl og náð þannig í kell- ingar. Það er að segja ef þú ert álfelgaður og græjaður í drasl.“ Ellen Klara segir að myndin hafi fyrst og fremst verið valin vegna fánans sem Gillz var með á bakinu sem þótti lýsandi fyrir yfirskrift kaflans. Gillz-málið svokallaða hafi ekki komið upp fyrr en eftir bókin var komin út. Konur sem landnámsmenn Flestar samfélagsfræðibækur sem kenna sögu hafa verið endurskoð- aðar í þeim tilgangi að auka hlut kvenna. Í bókinni Landnámið í bókaflokknum Komdu og skoð- aðu er konu landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar, Hallveigu Fróðadóttur, til að mynda gert jafn- hátt undir höfði og honum, jafnt í texta sem myndskreytingu. Þá eru frásagnir af landnámskonunum Auði djúpúðgu og Þorgerði og sagt frá því hvernig konur námu land. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatíminn.is Myndskreyting úr bókinni Þjóðfélagsfræði þar sem flestar teikningar af konum sýna þær í háum hælum með þrýstinn barm og rass, og helst mínípilsum eða aðsniðnum kjólum. 10 fréttaskýring Helgin 14.-16. febrúar 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.