Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 10
Rannsókn ÞolenduR hamfaRa fá ekki viðeigandi langvaRandi meðfeRð
Margir eftirlifendur snjóflóðanna
enn með áfallastreitu
Í nýrri rannsókn kemur fram að eftirlifendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri sem féllu árið
1995 þjást frekar af almennum svefnvandamálum og streitutengdum sjúkdómum svo sem lang-
vinnum bakverkjum, mígreni og magasárum en viðmiðunarhópurinn. Edda Björk Þórðardóttir,
doktorsnemi í lýðheilsuvísindum, segir niðurstöðurnar benda til þess að þolendur hamfara fái
ekki viðeigandi langvarandi meðferð.
e ftirlifendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri, sem féllu árið 1995, þjást frekar
af almennum svefnvandamálum
og streitutengdum sjúkdómum
svo sem langvinnum bakverkjum,
mígreni og magasárum en við-
miðunarhópurinn í rannsókn Eddu
Bjarkar Þórðardóttur, doktors-
nema í lýðheilsuvísindum við Há-
skóla Íslands.
Hátt hlutfall þolenda snjóflóð-
anna
þjáðist enn af
einkennum áfalla-
streitu 16 árum eftir hamfarirnar,
samanborið við erlendar rannsókn-
ir, eða um 15 prósent. Rannsóknir
sem gerðar voru árið 1996 og 2007
sýndu nánast sömu niðurstöður, að
sögn Eddu. „Í þeim rannsóknum
var tíðni áfallastreitu mjög svipuð
og gefur það vísbendingar um að
fólk hafi ekki fengið viðeigandi
meðferð við áfallastreitu á þessum
tíma. Við stöndum okkur mjög vel
í að veita sálræna skyndihjálp og
aðstoð fljótlega eftir hamfarir, eins
og eftir gosið í Eyjafjallajökli og
jarðskjálftana á Suðurlandi, en til
langs tíma þarf að setja fjármagn í
að tryggja fólki aðgang að gagn-
reyndri meðferð við áfallastreitu,“
segir Edda.
Skortur á langtímameðferð
Hún bendir á að rannsóknir sýni að
sérhæfð hugræn atferlismeðferð við
áfallastreitueinkennum skili góðum
árangri. „Erlendar rannsóknir sýna
að fólk sem þjáist af áfallastreitu
notar meira af svefnlyfjum og kvíða-
lyfjum en samanburðarhópar og
sækir meira heilbrigðisþjónustu, en
þar er oft ekki verið að ráðast að rót
vandans. Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin, WHO, hefur til að mynda
bent á að bæta þurfi þjónustu við
þolendur hamfara til langs tíma.
Niðurstöður úr rannsókn minni
sýna að þær ábendingar eiga jafn-
framt við hér á landi,“ segir Edda.
Að sögn Eddu er áfallastreita
eðlileg afleiðing áfalls fyrst eftir
áfallið. Yfir 90 prósent þolenda
nauðgunar upplifi til að mynda
einkenni áfallastreitu fyrst eftir
nauðgun. Hjá flestum, minnka þó
einkennin talsvert á fyrstu mán-
uðum eftir áfallið. Ef áfallaeinkenni
eru enn til staðar ári eftir áfallið
virðast þau ekki lagast nema fólk fái
viðeigandi meðferð, að sögn Eddu.
„Fólk sem þarf virkilega á aðstoð
að halda eftir hamfarir og áföll sem
valda sál-
rænum erfið-
leikum skortir oft
aðgengi að sálfræðiþjónustu. Ég tel
að vandinn sé fyrst og fremst sá að
við niðurgreiðum ekki sálfræðiþjón-
ustu. Hver tími hjá sálfræðingi kost-
ar um og yfir 10 þúsund krónur og
sérhæfð hugræn atferlismeðferð við
áfallastreitu tekur að meðaltali tólf
tíma hjá sálfræðingi. Þar að auki er
aðgengi að sálfræðingum ábótavant
víða um land. Við þyrftum að koma
sálfræðiþjónustu inn í heilsugæsl-
una svo aðgengi að sálfræðingum
sé tryggt og þjónustan sé á við-
ráðanlegu verði,” segir Edda.
Börnin rannsökuð næst
Fáar rannsóknir hafa kannað líðan
þolenda hamfara til jafn langs
tíma og rannsókn Eddu og eru
niðurstöður hennar því mikilvæg
viðbót við alþjóðlegar rannsóknir.
Markmið rannsóknarinnar var að
meta andlega og líkamlega heilsu
þolenda snjóflóðanna í Súðavík og á
Flateyri þar sem 34 létust árið 1995
en fáar rannsóknir hafa kannað
langtímaáhrif hamfara á heilsu eft-
irlifenda. Edda sendi spurningalista
til þeirra sem bjuggu í Súðavík og
á Flateyri árið 1995 og voru orðnir
fjögurra ára þegar flóðin féllu. Til
samanburðar sendi hún sambæri-
legan spurningalista til íbúa sem
bjuggu á Breiðdalsvík og í Raufar-
höfn sama ár, svæða sem stafar
engin hætta af snjóflóðum.
Niðurstöðurnar birtast í fyrstu
grein af fjórum í doktorsverkefni
Eddu. Hún vinnur nú að næstu
grein þar sem hún mun greina áhrif
hamfaranna á þau sem voru börn
á þeim tíma sem snjóflóðin féllu.
Þá mun hún einnig skoða hvaða
þættir spá fyrir um áfallastreitu hjá
þolendum snjóflóðanna og í síðustu
greininni mun hún skoða sérstak-
lega tengsl áfallastreitu og svefns.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Snjóflóð féllu í Súðavík og á
Flateyri árið 1995 þar sem
34 létu lífið. Áfallastreita er
eðlileg afleiðing áfalls fyrst
á eftir eftir. Hjá flestum,
minnka þó einkennin tals-
vert á fyrstu mánuðum sem
líða. Ef áfallaeinkenni eru
enn til staðar ári eftir áfallið
virðast þau ekki lagast nema fólk fái viðeigandi meðferð. Rannsókn Eddu Bjarkar
Þórðardóttur bendir til þess að eftirlifendur snjóflóðanna hafi ekki fengið hana.
Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is
Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís
og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís
og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Öflug fjáröflun
fyrir hópinn
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
3
2
87
4
10 fréttaskýring Helgin 14.-16. mars 2014