Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 12
Í búðaverð á Siglufirði er ríflega fjórfalt lægra en í miðbæ Reykjavíkur, hvort sem um er að ræða 90 fermetra íbúð eða 200 fermetra einbýlishús. Andvirði fjögurra íbúða á Siglufirði duga því fyrir einni íbúð í miðbæ Reykjavíkur, en þessir tveir staðir á landinu voru með hæsta og lægsta fermetraverð íbúðarhúsnæðis á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá. Þá er einungis miðað við þá staði þar sem kaupsamningar voru nægilega margir svo útreikningar væru marktækir. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteigna- skrá var meðalverð á 90 fermetra íbúð í miðborg Reykjavíkur tæpar 30 milljónir í fyrra. Jafnstór íbúð á Siglufirði kostar 7,8 milljónir. Sé það sett í samhengi við laun í landinu má reikna það út að þriggja her- bergja íbúð í 101 kostar jafngildi átta árs- launum kennara fyrir skatt og launatengd gjöld. Rúm tvenn árslaun kennara duga hins vegar fyrir jafn stórri íbúð á Siglu- firði. Íbúð í ódýrasta hverfinu á höfuðborgar- svæðinu, Vöngum í Hafnarfirði, er samt sem áður dýrari en íbúð hvar sem er utan höfuðborgarsvæðisins. Dýrasti staðurinn á landsbyggðinni er Akureyri og munar tæpum tveimur milljónum á meðalverði á 90 fermetra íbúð á Vöngunum og á Akur- eyri. Hið sama gildir um einbýlishúsin, ódýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu er samt sem áður dýrara en dýrasti staður- inn á landsbyggðinni, Akureyri, og munar um tveimur milljónum á einbýlinu. Meðalverð á einbýlishúsi er hæst í mið- borg Reykjavíkur þar sem það kostar rúmar 68 milljónir. Ódýrast er að kaupa einbýli á Siglufirði þar sem meðalverðið á síðasta ári var rúmar 15 milljónir. Nít- jánföld árslaun kennara þarf til að kaupa einbýli í 101 en ríflega fjórföld til að kaupa einbýli á Siglufirði. Næst ódýrasti staður landsins er Ísa- fjörður. Þar kostar einbýlishús rúmar 20 milljónir og 90 fermetra íbúð rétt undir tíu en íbúð í Höfn er nánast á sama verði og á Ísafirði en þar eru einbýlin hins vegar þremur milljónum dýrari en á Ísafirði. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Fasteignakaup MisMunandi verð eFtir sveitarFélöguM Fjórar íbúðir á Siglufirði fyrir eina í 101 Selja þarf fjórar íbúðir á Siglufirði til að eiga fyrir andvirði einnar jafn stórrar íbúðar í miðborg Reykjavíkur og næstum fimm einbýlishús til að geta keypt í 101. Lægsta fermetraverð á höfuðborgar- svæðinu er hærra en hæsta verð á lands- byggðinni. Kaupverð m.v. 90 m2 íbúð Reykjavík Innan Hringbrautar og Snorrabrautar 29.857.000 Hafnarfjörður, Vangur 19.937.000 Akureyri 18.068.000 Akranes 17.030.000 Selfoss 15.550.000 Reykjanesbær 14.202.000 Egilsstaðir 14.125.000 Sauðárkrókur 13.047.000 Höfn 9.956.000 Ísafjörður 9.824.000 Siglufjörður* 7.814.000 *Lægsta verðið þar sem nógu margir samningur voru á fjölbýli. Kaupverð m.v. 200 m2 einbýli Reykjavík Innan Hringbrautar og Snorrabrautar 68.174.000 Hafnarfjörður, Vangur 41.318.000 Akureyri 38.271.000 Selfoss 30.702.000 Reykjanesbær 29.707.000 Egilsstaðir 28.847.000 Sauðárkrókur 28.658.000 Akranes 26.880.000 Höfn 23.625.000 Ísafjörður 20.143.000 Siglufjörður 15.215.000 SIEMENS - Þvottavél WM 12B261DN Vindur upp í 1200 sn./mín. Tekur mest 6 kg. Tækifærisverð: 89.900 kr. stgr. Eva - Borðlampar Hæð: 41 sm. Fáanlegir í hvítu, gráu og svörtu. Tækifærisverð: 6.900 kr. stgr. SIEMENS - Þurrkari WT 46E365DN Tekur mest 8 kg. Krumpuvörn í lok kerfis. Tækifærisverð: 119.900 kr. stgr. Orkuflokkur c SIEMENS - Ryksuga VS 01E1801 1800 W. Sjálfinndregin snúra. 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Tækifærisverð: 13.500 kr. stgr. SIEMENS - Uppþvottavél SN 45D200SK 12 manna. Barnaöryggi. „aquaStop“ flæðivörn. Tækifærisverð: 94.900 kr. stgr. Tækifæri Mars 2014 Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Orkuflokkur 6 Orkuflokkur 12 fréttaskýring Helgin 14.-16. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.