Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 16
stílnum sem einkennir kvosina og allir gætu farið um allt gangandi eða hjólandi. En hann er fljótur að benda á að þetta séu ekki raun- hæfir draumórar. „Það koma dagar í Reykjavík þar sem það eru bara mestu jaxlarnir sem pakka sér ekki inn í bíl. En samt sem áður er mín drauma Reykjavík borg sem heldur karaktereinkennum sínum. Við verðum að vernda húsin í mið- bænum og fara varlega í nýbygg- ingarnar. Mér finnst að það megi alveg brúa bilið milli gamalla húsa með eftirlíkingum í stað nýrra húsa sem eru ekki í gamla stíln- um. Ég er mjög hrifinn af gamla hafnarsvæðinu og er hræddur um að það sem á að byggja við Vestur- bugtina verði mikið úr stíl við það sem er þar núna. Þar að auki finnst mér mikilvægt að starfsemin við höfnina fái að halda sér en það hefur sýnt sig erlendis að hafnar- starfsemi og íbúabyggð fari ekki endilega vel saman.“ Þróun húsnæðismála er Halldóri ofarlega í huga. „Ég finn það að ungt fólk hefur miklar áhyggjur af húsnæðismálum í borginni. Og það virðist líka hafa áhuga á skipulagsmálum, fólk vill þéttari borg sem auðvelt er að ferðast um án þess að eiga endilega bíl. En þétting byggðar er líka þétting byggðar í úthverfum. Það er nú þegar búið að opna Úlfarsárdalinn svo ég tel okkur geta byggt upp enn stærra hverfi þar en nú stend- ur til. Það er líka ákveðinn hópur fólks sem vill frekar búa utan við miðbæinn og auk þess er miðbær- inn mjög dýr kostur. Það er auð- vitað eitt það sem þig dreymir um að gera og svo er það hitt sem þú getur gert. Ég vil leggja áherslu á að veita ungu fólki sem er að byrja að búa báða valkostina. Að hafa val er mjög mikilvægt.“ Fjölskyldubíllinn Sjálfur er Halldór mikill fjöl- skyldumaður. Býr í Holtunum, er giftur með þrjú uppkominn börn, en yngsti sonur hans er 17 ára. Sem þýðir að hann er löngu hættur að skutla í leikskólann. „Ég er samt ekkert búinn að gleyma stússinu í kringum börnin og þess vegna legg ég áherslu á að tala um „fjölskyldubíl“ frekar en „einkabíl“. Reykvíkingar eru að nota bílinn fyrir fjölskylduna, þú þarft að koma börnunum í skólann, á æfingar, versla og allt það sem þarf að gera þegar maður rekur fjölskyldu. Auðvitað er draumur að geta gengið allt en það eru bara mjög fáir sem hafa kost á því. Sjálf- ur geng ég mjög mikið og væri alveg til í að þurfa ekki að nota bíl, en raunveruleikinn er annar.“ Halldór er talsmaður fjölbreytt- ara skólakerfis og finnst að það ætti að auðvelda rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skóla. Hann telur í sjálfu sér ekki óraunhæfan kost að lækka eða afnema gjöld leikskólanna, eins og Vinstri græn leggja til, en er ekki sam- mála stefnunni. „Borgin má eiga það að leikskólagjöldin eru með því lægsta sem þekkist. En viljum við lækka það frekar? Ég myndi frekar lækka útsvarið í áföngum því þannig spannar lækkunin mun lengri tíma heldur bara þann sem börnin eru í leikskóla og gagnast þá þar að auki öllum.“ Hægri eða vinstri Ein ástæða þess að Halldór telur sig góðan kost fyrir Reykvíkinga er vegna reynslunnar sem hann hefur úr sveitarstjórnun. „Það er mikið um skurðgröft í sveitar- stjórnarmálum, svo ég er vanur þeim. Það er ekki hægri eða vinstri skoðun á því hvernig maður grefur skurð. En það er hægri eða vinstri skoðun á því hver grefur skurðinn. Ætlar þú að kaupa gröfurnar og ráða mannskap í vinnu eða býður þú verkið bara út? Að mínu mati væri hægt að gera miklu meira af því að bjóða verk út. Reykjavík er svo aftarlega á merinni miðað við önnur sveitarfé- lög þegar kemur að því að innleiða nýjungar í rekstri. Reykjavík reynir að gera allt sjálf í stað þess að nýta kosti einkamarkaðarins. Það vantar allan drifkraft, hagræðingu og nýsköpun. Borgin hirðir meira að segja sorpið sitt sjálf og ég hugsa að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem gerir það. Það liggur við að borgin reki sjoppur.“ Það er auðvitað ekki hægt að tala við Halldór án þess að spyrja hann út í lista flokksins og þá staðreynd að þrjú efstu sætin skipa karlar. Saknar hann ekki kvennanna? „Mér finnst umræðan mjög skiljan- leg. Þegar ég var spurður út í upp- röðun þá sagðist ég bara vilja vera í fyrsta sæti og bað svo viðkomandi um að hafa jafna kynjaskiptingu í huga. Sjálfur hef ég alltaf unnið fyrst og fremst með konum í póli- tík. Í Sambandi íslenskra sveitarfé- laga tók ég strax upp þá vinnureglu að allar nefndir væru kynjaskiptar. Mér finnst jöfn kynjaskipting skipta mjög miklu máli, en ég réð ekki niðurstöðum prófkjörsins. Flokkur- inn vill jafna kynjaskiptingu en að- ferðafræðin við prófkjörið er bara ekki þannig.“ Endurnýjunin Halldór hafði verið bæjarstjóri Ísafjarðar í 12 ár haustið 2010 þegar hann flutti til Reykjavíkur. Auk þess að fara í mastersnám stofnaði hann ferðaþjónustufyrir- tæki fyrir vestan sem sérhæfir sig í kajakferðum um Ísafjarðardjúp og veitingahús með systkinum sín- um sex. Allt þetta segir hann hafa verið hluta af nauðsynlegri sjálfs- endurnýjun. „Ég var bara búinn með ákveðið tímabil í lífi mínu. Ég þurfti að takast á við eitthvað nýtt. Við systkinin ákváðum að nýta jörðina í Ögri, sem við erfðum eftir foreldra okkar, og opnuðum þar lítinn „slow food“ veitingastað sem er opinn yfir hásumarið. Hafliði bróðir er frábær kokkur svo það eru hæg heimatökin. Við eldum úr hráefni nánasta nágrennis og tínum jurtir á svæðinu. Ég get sagt þér að lambalærið sem við eldum það er engu líkt,“ segir Halldór með nostalgíu í augum. Saknar hann Vestfjarða? „Ef það er eitt- hvað sem ég sakna þá er það fólkið og svo sakna ég foreldra minna. Ég hugsa til þeirra hvern einasta dag en þau féllu bæði frá þegar ég bjó fyrir vestan. Mamma og pabbi stefndu alltaf á að búa í Reykjavík. Þau voru bæði fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp en fluttu með mig nýfæddan til Reykjavíkur og fyrstu æviár mín bjó fjölskyldan við Framnesveg. Svo veiktist afi, við fórum vestur til að aðstoða hann með búið og í framhaldinu tóku foreldrar mínir við búinu. Ég ólst því upp í Ögri í hópi 6 systkina sem eru miklir vinir mínir í dag. Ég get alltaf farið þangað ef nos- talgían er mikil og þá tekið eina kajakferð í leiðinni.“ Það gæti reyndar orðið lítið af kajakferðum fyrir vestan í nánustu framtíð því Halldórs býður tímafrekt starf í höfuðborginni. „Jú, það er satt, en ég get alltaf farið í kajakferðir í nágrenni Reykjavíkur, hér er nóg af frábærum svæðum til þess.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is É g hef alltaf verið það heppinn að hafa fengið að gera það sem mig langar til að gera, og mér leið vel í bæjarstjórninni á Ísafirði. Það var bara kominn tími til að hleypa nýjum að. Hefðir þú spurt mig á þessum tíma hvort ég færi aftur í pólitík þá hefði ég þvertekið fyrir það. Ég ætlaði aldrei aftur í pólitík. Eftir að ég flutti til Reykja- víkur var skorað á mig að taka slaginn fyrir alþingiskosningar og ég hafði engan áhuga. Landspólitíkin hefur bara aldrei heillað mig. En í framhaldinu var nefnt við mig að fara í borgarmálin. Þá var áhug- inn nú ekki lengi að kvikna. Það er þetta nærumhverfi sem heillar mig og innan þess eru mörg verkefni sem mig langar að takast á við,“ segir Halldór sem hafði verið bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í 12 ár þegar hann venti kvæði sínu í kross haustið 2010 og flutti til Reykjavíkur. Eins og Halldór bendir sjálfur á er hann ekki mjög þekktur meðal ungra kjósenda í Reykjavík. „Ætli það sé ekki vegna þess að ég kem úr sveitarstjórnarpólitíkinni og það er nú kannski ekki það sem unga fólkið hefur mestan áhuga á. Þar eru aðrar áherslur en í landspólitíkinni, sem rata minna í sviðsljósið. Ef ég hefði verðið öðrum málefnum, eins og til dæmis þeim sem núverandi borgarstjóri er í, þá væri ég nú örugglega þekktari. Draumar og veruleiki Draumaborgin hans Halldórs væri aðeins veðursælli en Reykjavík. Hún væri í gamla Ætlaði aldrei aftur í pólitík Halldór Halldórs- son vill verða borgarstjóri Reykjavíkur. Hann hefur búið stóran hluta ævinnar á Ísafirði svo margir spyrja sig hvaða erindi hann eigi í borgarstjór- astólinn. Hann er viss um að hann eigi þangað fullt erindi. Nýbúinn að endurnýja sjálfan sig og tilbúinn í slaginn. „Borgin má eiga það að leikskólagjöldin eru með því lægsta sem þekkist. En viljum við lækka það frekar? Ég myndi frekar lækka útsvarið í áföngum því þannig spannar lækkunin mun lengri tíma heldur bara þann sem börnin eru í leikskóla og gagnast þá þar að auki öllum,“ segir Halldór Halldórsson. Mynd Hari  halldór halldórsson oddviti sjálfstæðisflokksins í reykjavík Ljósin skína í Björtuloftum Ferming á hæstu hæðum Hörpu Fáðu tilboð: veislur@harpa.is eða 528 5070 Við sjáum um að útfæra fermingarveisluna með þér. Hvort sem þú kýst hádegisveislu, hlaðborð, síðdegiskaffi, kvöldverð eða eitthvað allt annað. Úrvals aðstaða, glæsilegir salir og hagstætt verð — og útsýnið er innifalið. Br an de nb ur g 16 viðtal Helgin 14.-16. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.