Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Page 23

Fréttatíminn - 14.03.2014, Page 23
Rótsterkt kaffi hefur lítið í hina svokölluðu orkudrykki að gera og matvælayfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa meiri áhyggjur af þessari nýju kyn- slóð koffíndrykkja en þeim sígildu. kaffi og kóladrykkir eru annars vegar. Sjálfsagt lenda allir, sem neyta koffíns að stað- aldri með kaffi- eða kók- drykkju, einhvern tímann í því að innbyrða of mikið magn og finna þá fyrir örari hjartslætti. Aðeins of mikið koffín þykir þó ekki líklegt til þess að skaða hjartað. Læknum hefur til að mynda ekki tekist, þrátt fyrir fjölda rannsókna, að sýna fram á samhengi milli hóflegrar notkunar á koffíni og hjartasjúkdóma. Michael Taylor, hjá FDA, segir í samtali við The Guardian að þessir nýju orkudrykkir hafi farið langt út yfir öll mörk sem áður þekktust í koffínmagni og drykk- irnir séu víðs fjarri kaffi, tei og súkkulaði. Hann segist hafa fengið fyrir- spurnir um hvort eftirlitið muni setja aldurstakmark á neyslu kaffis þannig að fólk þyrfti að sýna skilríki þegar það kaupir sér kaffi á kaffihúsum. Hann segist telja þá hugmynd óraun- hæfa en að fólk verði að gera greinarmun á hefð- bundnu koffíndrykkjunum og nýrri kynslóð orku- drykkja. Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að merkja þurfi sérstaklega alla drykki sem innihalda meira en 150mg af koffíni á hvern lítra. Merkingin er eftir- farandi: „Inniheldur mikið koffín. Ekki ætlað börn- um, barnshafandi konum Orkudrykkirnir njóta vaxandi vinsælda, ekki síst hjá ungu fólki sem virðist sjaldnast gera sér grein fyrir hversu mikið koffín er í hverri dós. eða konum með barn á brjósti.“ Þetta viðbragð markar ákveðin skil í neyslusögu koffíns enda eiga orkudrykkirnir ekki sögulega eða menningarlega tengingu eins og kaffi og te. Þá er koffínmagnið líka alla jafna mun óhóflegra í orkudrykkj- unum en kaffisvelgir mættu þó vera meðvitaðari um hversu mikið koffín þeir láta í sig dag- lega þótt enn sé líklega langt í að kaffipakkar verði merktir með sérstökum varúðarorðum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is BARCELONA OG ALICANTE FRÁ 18.990 KR FLUG TIL wowair.is SÓLAR Netkórinn SYNGJUM STYRKINN INN — TA K T U H R AU S T L E G A U N D I R — SYNGDU „HRAUSTA MENN“ OG SENDU INN MYNDBAND ARION BANKI STYRKIR HVERJA INNSENDINGU Í NETKÓRINN Br an de nb ur g / L jó sm yn d: H ör ðu r S ve ins so n — S K R Á Ð U Þ I G — WWW.MOTTUMARS.IS/NETKORINN fréttaskýring 23 Helgin 14.-16. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.