Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 28

Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 28
GeitaStofninn J óhanna Bergmann Þorvalds-dóttir rekur langstærsta geitabú landsins og það eina í geitfjár- rækt. Hún fékk fyrstu geitina sína fyrir 24 árum eftir að hafa dreymt um að eiga geitur frá því hún var barn. Þá var ekki planið að fara út í ræktun enda fór allur hennar tími í sauðféð, kýrnar og barneignir, en þau hjónin eiga 6 börn. En í dag á hún 190 geitur og von er á 200 kiðlingum í vor. „Íslenskir bændur voru nú ekkert sérlega hrifnir af geitum þegar ég var að alast upp. Þær þóttu erfið dýr sem skemmdu allt sem þær komu nálægt. Það er nú enn hljóð- ið í mörgum bændum, þeim þykja þær óalandi, óferjandi og óætar og komi þess vegna ekki til greina sem húsdýr,“ segir Jóhanna sem býr enn í Hvítársíðu í Borgarfirði þar sem hún ólst upp. Gjaldþrot Þegar ég setti mig fyrst í samband við Jóhönnu í Háafelli var hún í óðaönn að undirbúa vörur fyrir matarmarkaðinn sem haldinn var í Hörpu í byrjun mars. Það var gott hljóð í henni en við ákváð- um að spjalla saman um geitarækt og nýtingu afurðanna eftir markaðinn. En þegar ég hringi í hana næst er annað hljóð í henni. Ég næ í hana þar sem hún er á bílaverkstæði í Borgar- firði. „Bíllinn er að gefast upp og ég fæ hvorki yfirdrátt né lán hjá bankanum til að kaupa nýjan. Ég get auðvitað ekkert verið án bíls. Það er svo tæpt hjá okkur núna að við erum komin til gjald- þrotaskipta,“ segir Jóhanna og henni er mikið niðri fyrir. Jóhanna átti orðið töluvert margar geitur árið 1999 þegar Sigurður Sig- urðarson, dýralæknir á Keldum, setti sig í samband við hana og bað um að taka að sér fjórar geitur f rá Sólheimum í Grímsnesi. Þessar fjórar geitur voru af Þerneyjarkyninu, þær síðustu á landinu sem geymdu erfðaefni kollóttu geitarinnar og gul-og brúngolsóttan lit. „Sigurður hafði samband við mig þar sem hann leitaði að bónda sem byggi á garnaveikisvæði og væri til í að taka þær að sér. Ég fékk viku til að hugsa mig um hvort ég vildi bjarga þessum 4 síðustu geitum úr stofninum. Mér fannst ekki hægt að segja nei, annars hefði stofninn dáið út. Svo ég tók sénsinn.“ Glötuð þekking Jóhanna ákvað að snúa sér alfarið að ræktun geita. „Nú er ég með 50 kollótt og brún- og gulgolsótt dýr. Á sama tíma hef ég aflað mér mikillar þekkingar á íslensku geitinni sem var lítil þegar ég byrjaði. Ég hef látið kryfja fjöldann allan af dýrum til að þekkja sjúkdóma þeirra og auðvitað lært inn á afurðirn- ar. Ef ég hefði ekki tekið þessar koll- óttu geitur að mér þá hefði þeim verið slátrað og engar til í dag. Ef mínar fara í slátrun í haust þá verða um það bil 10 eftir sem ég hef selt frá mér síðustu ár.“ Ef Jóhanna fer í gjaldþrot munu þær 190 geitur sem hún á núna, auk 200 kiðlinga sem fæðast í vor, verða slátrað. 190 fullorðin dýr af 850 fullorðnum dýrum, það er um 22% hlutfall af ís- lenska stofninum. „Í gegnum tíðina hef ég spjallað við alla ráðherra sem hafa komið og farið, og stundum farið heim með svona eina milljón í hvert skipti, en það dugar rétt fyrir viðhaldi. Maður fær náttúrlega ekki mikla innkomu í byrjun þegar maður er að koma ein- hverju á fót. Og geitin fær ekki sömu styrki og önnur húsdýr hérlendis,“ segir Jóhanna. Erum skyldug til að vernda geitina Samkvæmt Ríó-sáttmálanum, sem Ísland er aðili að síðan 1992, er okkur skylt að vernda íslensku geitina þar sem hún er stofn í útrýmingarhættu. Stofninn telur um 850 skráð dýr en til að komast úr hættu þarf stofninn að telja að minnsta kosti 1000 huðnur. Það hefur fallið í hlut Bændasamtakanna að fylgja vernduninni eftir en þau eiga að kynna íslensku geitina fyrir almenn- ingi, hafa eftirlit með ræktun stofnsins og vinna allar skýrslur tengdar ræktun- inni. Þeir geitabændur sem hafa skrár yfir allar sínar geitur og skila skýrslum hvert ár hafa rétt á stofnverndunar- framlagi sem Bændasamtökin úthluta. Þetta framlag, sem ríkinu er skylt að veita svo stofninn deyi ekki út, var 6.500 krónur á ári fyrir hverja skýrslu- færða geit, upp að 20 geitum, fyrir 3 árum, en hefur nú verið lækkað niður í 4.200 krónur. Ég stend og fell með geitunum mínum Íslenski geitastofninn telur um 850 geitur og er í útrýmingarhættu. Samkvæmt Ríó-sáttmálanum frá 1992 ber stjórnvöldum að vernda stofninn. Nú horfir svo við að framtíð 22% hins íslenska geitastofns er óljós þar sem rekstur stærsta ræktunarbúsins er kominn í þrot. Bóndinn segist ekki geta starfað án utanaðkomandi stuðnings, en geitin nýtur ekki sömu stöðu og sauðkindin þegar kemur að styrkveitingum. Sérfræðingar eru sammála um að nýting afurða geitarinnar sé lykilatriði þegar kemur að því að viðhalda stofninum. Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, bóndi á Háafelli í Hvítársíðu, hefur unnið að því síðastliðin 20 ár að bjarga íslenska geitastofninum og aflað mikillar þekkingar á þeim tíma. Sú vinna virðist ætla að verða til einskis því 190 fullorðin dýr og 200 kiðlingar munu fara í slátrun í haust ef ekki kemur til styrkveitingar. Aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra hefur ekki áhyggjur af slátruninni. Formaður erfðanefndar land- búnaðarins telur ólíklegt að nokkur maður fari út í geitfjárrækt, breytist ekki viðmót stjórnvalda. Ólafur Dýrmundsson hefur haldið utan um þessa vinnu síðastliðin 25 ár. „Það er auðvitað mjög slæmt að framlagið hafi verið skert og að ekki sé hægt að veita framlag fyrir fleiri en 20 geitur en þetta eru einfaldlega þeir fjármunir sem við höfum. Það sem ég tel vera lykilatriði fyrir framtíð geitar- innar og það sem myndi rétta stofninn við, er að nýta afurðir hennar til fram- leiðslu. Afurðirnar verða að komast á markað.“ Illa nýttar afurðir Helmingur tekna sauðfjárbænda er til kominn vegna ríkisstuðnings. Það má því velta því fyrir sér hvort geitabænd- ur eigi að njóta sama stuðnings. Ólafur Dýrmundsson telur það vel koma til greina. „Hérlendis miðast bein- greiðslur til sauðfjárbænda við afurðir. Ef geitfjárbændur færu inn í þetta styrkjakerfi yrðu þeir að sýna fram á einhverja framleiðslu. Og það gæti verið mjög gott þar sem það er mikil- vægt að virkja nýtingu afurðanna til að lyfta upp stofninum. Stofn varðveitist alltaf best ef afurðir hans eru nýttar,“ segir Ólafur. Afurðir geitarinnar eru kjötið, ullin, tólgin og síðast en ekki síst, mjólkin. Jóhanna á Háafelli annar ekki eftir- spurn, hvorki eftir kjötinu né ostunum sem hún framleiðir úr mjólkinni. Hún fór með 13 kassa af kjöti á matar- markaðinn í Hörpu fyrir nokkru og kom með 2 kassa til baka. Hún vinnur þar að auki sápur og krem úr tólginni og selur svo stökur og ull. Ullin af ís- lensku geitinni er reyndar það góð að þegar nýtt skoskt kasmírkyn var ræktað var notað til þess erfðaefni úr íslensku geitinni. Kostir geitamjólkur hafa verið þekktir frá örófi alda. Hún er mjög holl og þeim kostum gædd að í hana vantar próteinið sem veldur svo mörgum mjólkuróþoli. „Ég hef látið ógeril- sneydda geitamjólk til þó nokkurra Íslenski geitastofninn er lítill, lokaður erfðahópur sem telur um 850 dýr. Hann er elsti geitastofn Evrópu en t alið er að stofninn hafi borist hingað með landnámsmönnum frá Noregi og verið án innblöndunar í 1100 ár. Vitað er að stofninn hefur gengið í gegnum nokkra flöskuhálsa og tvisvar hefur stofninn farið niður fyrir 100 dýr svo vitað sé, 1883-85 og í kringum 1960. Flest hefur geitfé verið tæplega 3000 árið 1930. Síðan skráningar hófust hefur íslenski geitfjárstofninn lengst af talið innan við 1000 dýr. Varnarlínur vegna sauð- fjárveikivarna eru taldar hafa aukið á einangrun hópa innan stofnsins og takmarkað flæði erfða- efnis á milli hópa. Upp úr 1960, þegar fækkaði verulega í stofninum, var farið að greiða opinberan stofnverndarstyrk fyrir vetrarfóðraðar geitur og síðari ár hefur verið greiddur styrkur fyrir skýrslufærðar geitur, að hámarki 20 geitur í hjörð. Tekið úr „Verndaráætlun fyrir íslenska geitfjár- stofninn“ sem unnin var af Birnu Kristínu Baldursdóttur og Jóni Hallsteini Hallssyni fyrir Erfðanefnd land- búnaðarins 2012. Framhald á næstu opnu Ef Jóhanna fer í gjaldþrot mun þeim 190 geitum sem hún á núna, auk 200 kiðlinga sem fæðast í vor, verða slátrað, það er um 22% hlutfall af íslenska stofninum. Ljósmyndir/Hari 28 fréttaskýring Helgin 14.-16. mars 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.