Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Page 32

Fréttatíminn - 14.03.2014, Page 32
H in gamalgróna kapalsjónvarps- stöð HBO hefur verið braut- ryðjandi í framleiðslu hágæða sjónvarpsefnis á síðustu árum. Fleiri slíkar stöðvar hafa farið að fordæmi HBO og netveitan Netflix hefur haslað sér völl í framleiðslu sjónvarpsefnis og heldur betur slegið í gegn með stjórnmála- spennuþáttunum House of Cards. Á meðan bandarískir framleiðendur sjón- varpsefnis hafa lagað sig að breyttri tækni og tímum er kvikmyndagerð í Hollywood í sinni sígildu andlegu kreppu og það er af sem áður var þegar bíómyndirnar voru hágæða- efnið og litið var niður á sjónvarps- þætti sem heldur kléna framleiðslu. Nú keppast stór nöfn úr kvikmyndaheim- inum við að setja mark sitt á sjónvarpsmenn- inguna. Kevin Spacey hefur farið slíkum hamförum sem spillti pólitíkusinn Frank Underwood í House of Cards að annar eins sjónvarpsskúrkur hefur ekki sést síðan J.R. Ewing plottaði sig í gegnum fjórtán árganga af Dalls. Þá hefur Steve Buschemi glansað í mafíuþáttunum Boardwalk Empire en þeir þættir eru meðal annars runnir undan rifjum Martins Scorsese og leikstjórinn David Fincher er einn af þeim sem standa að baki House of Cards. Segja má að þessi bylting hafi byrjað fyrir fimmtán árum, 1999, þegar HBO kynnti The Sopranos til sögunnar. Þættirnir voru sérlega vel skrifaðir, frábærlega leiknir og þegar kom að kvikmyndatöku, tónlist og öllum smáatriðum var hver þáttur í raun eins og hágæða bíó- mynd. HBO kom síðar með bannáraþættina Boardwalk Empire sem báru sömu einkenni, sem og vestraþættina Deadwood. Um glæpaþættina Breaking Bad þarf ekki að fjölyrða. Þeir sverja sig í ætt við The Sopr- anos þegar kemur að vönduðu hand- riti, leik og snilldartil- þrifum í kvikmyndatöku og klippingum. Og hvergi var gefið eftir í ofbeldinu í þessum þáttum enda búa kapalstöðvar við meira frelsi en hinar almennu þegar kemur að því að sýna ofbeldi og nekt. Við lifum á tímum þar sem allt er leyfilegt í sjónvarpi og við blasir að flestir vinsælustu þættirnir ganga fram á ystu nöf þegar ofbeldi er annars vegar. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Vinsældir þessa ævintýraþátta eru yfirgengilegar og hér er á ferðinni enn ein rósin í yfirfullt hnappagat HBO. Ofbeldi og nekt eru áberandi en þó í réttum hlutföllum þannig að hvorki skyggir á spennandi söguna eða frábæra frammistöðu helstu leikara. Einn magnaðasti spennuvaldurinn í Game of Thrones er svo vitaskuld að þar er enginn öruggur og lykilpersónur eru drepnar hægri vinstri á meðan áhorfendur fylgjast agndofa með. Hágæðaofbeldi heillar í sjónvarpi Á meðan kvikmyndagerð í Hollywood er stöðnuð, hjakkar í sama farinu og gerir endalaust út á sömu öruggu miðin til þess að draga áhorfendur í bíó stendur gerð sjónvarpsþátta í Bandaríkjunum í meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Snilldarþættirnir Breaking Bad luku farsælli göngu sinni ekki alls fyrir löngu, fólk heldur vart vatni af hrifningu yfir pólitísku spennuþáttunum House of Cards og sjálfsagt eru margir enn að jafna sig og komast yfir hina drungalegu glæpaþætti True Detective sem runnu sitt skeið í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag og á Stöð 2 strax kvöldið eftir. Gæðabylting varð í framleiðslu sjónvarpsþátta í Bandaríkjunum með The Sopranos sem HBO byrjaði að sýna fyrir fimmtán árum. Mafíósarnir þar ruddu uppvakningum, mannætum, barnaræningjum, miskunn- arlausum miðaldaböðlum og krabbameinsveikum dópframleiðanda brautina í frábærum sjónvarpsþáttum sem skyggja á kvikmyndaiðnaðinn sem aldrei fyrr. The Walking Dead Í dægurmenningunni hafa uppvakningar, svokallaðar zombíur, verið hálfgerð minnipokas- rímsli og staðið í skugga vampíra og varúlfa. Þessar heiladauðu og veikburða holdætur hafa þó heldur betur náð vopnum sínum á síðustu árum og njóta gríðarlegra vinsælda í sjónvarpsþáttunum The Walking Dead sem byggja á samnefndum myndasögum. Hér er á ferðinni þvottekta hryllingur með til- heyrandi spennu og djöfulgangi. Framleiðendur slá hvergi af í subbuskap og uppskera samkvæmt því feikilegar vinsældir. True Detective Woody Harrelson og Matthew McConaughey fara á kostum í þessari átta þáttaröð um tvo rannsóknarlög- reglumenn sem rann- saka viðbjóðsleg rán og morð á börnum. Hvergi er slegið af í óhugnaðinum en það allra versta er skilið eftir fyrir ímyndunar- afl áhorfandans með mögnuðum áhrifum sem jafnast á við öflugustu hryllings- myndir. Hannibal Fyrstu þáttaröðinni um þennan geðþekka og vinsæla raðmorðingja sem er gjarn á að leggja sér fórnarlömb sín til munns var vel tekið. Mads Mikkelsen leikur ungan Hannibal í forleiknum að því sem síðar gerist í mynd- unum The Silence of the Lambs, Red Dragon og Hannibal. Hér er blóðinu slett í allar áttir og lítið verið að hlífa áhorfendum við voðaverkum morðingjans. Svæsnustu senurnar taka vissulega á en gagnrýnendur hafa hrósað þáttunum fyrir nánast listræna útfærslu á ofbeldi. Game of Thrones Við lifum á tímum þar sem allt er leyfilegt í sjónvarpi ... RV 0214 Tilboð Verð frá 2.588 kr. Úti- og innimottur á tilboði – úrval af frábærum mottum í mörgum gerðum og stærðum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is 32 úttekt Helgin 14.-16. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.