Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 34
S keggi Ásbjarnarson var einn dáðasti barnakennari landsins, þjóðþekktur vegna útvarpsþátta sinna fyrir börn og
óeigingjarnt starf sitt í þágu æskunnar. Hann
var hlaðinn lofi í minningargreinum eftir að
hann lést þann 6. ágúst 1981, þá sjötugur, og
sögðu margir að það hefði verið blessun að
kynnast Skeggja. Nú hefur komið í ljós að þó
hann hafi verið mikið ljúfmenni í garð sumra
þá níddist Skeggi kynferðislega á sumum nem-
endum sínum, ungum drengjum, sem hann
kenndi í Laugarnesskóla.
Skeggi var einhleypur og barnlaus, og
lengst af starfaði hann sem kennari við Laug-
arnesskóla í Reykjavík, eða frá 1943 til 1977.
Þar vakti hann fljótt athygli fyrir að helga
kennarastarfinu alla sína krafta og rækta það
af einstakri kostgæfni, ekki aðeins á skóla-
tíma heldur einnig á kvöldin og um helgar,
og var hann alltaf tilbúinn til að aðstoða nem-
endur. Hann var sagður brautryðjandi á sviði
leiklistar í Laugarnesskóla og reif upp leik-
hússtarfið þar svo um munaði þegar hann hóf
störf. Skeggi þýddi, staðfærði og jafnvel samdi
leikrit fyrir börnin, teiknaði og málaði sjálfur
leikmyndina, farðaði nemendurna fyrir verkin
og ýmist valdi eða samdi sönglögin í leikrit-
unum sem voru sett upp.
„Skeggi Ásbjarnarson var vakinn og sofinn í
hlutverki lærimeistarans og uppalanda. Kenn-
arastarfið var honum köllun,“ segir Markús
Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri og
útvarpsstjóri, í minningargrein í Morgun-
blaðinu. Skeggi kenndi bæði fyrirmyndar-
nemendum sem síðar áttu eftir að láta til sín
taka í samfélaginu, á borð við Styrmi Gunn-
arsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins,
Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, Stein-
unni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrverandi borgar-
stjóra, og Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóra í
Reykjavík, en einnig kenndi hann lakari bekkj-
um – börnum sem komu úr fátækrahverfunum
í nágrenni Laugarnesskóla, höfðu laka félags-
lega stöðu og ótraust bakland.
Um margra ára skeið hafði Skeggi, meðfram
kennarastarfinu, umsjón með barnatímum í
Ríkisútvarpinu og varð brátt vinsæll útvarps-
maður. Börn voru reglulega gestir í barnatím-
anum og þótti það mikill vegsauki að koma
fram í barnatímanum hjá Skeggja. Framboð
af barnaefni á þessum tíma var af skornum
skammti og þótti það því heilög stund á mörg-
um heimilum þegar Skeggi hóf upp raust sína
í útvarpinu. Hann starfi einnig um árabil sem
flokksstjóri í vinnuskóla Reykjavíkur og lék
undir á orgel í barnaguðþjónustum í Laugar-
neskirkju, en afþakkaði vinsamlegast að fá
greiðslu fyrir. Hann hafði sterka stöðu í sam-
félaginu, mikil virðing var borin fyrir honum
og því starfi sem hann sinnti með börnum.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Skuggahliðar
barnakennarans
Um miðbik
síðustu aldar
var Skeggi
Ásbjarnarson
átrúnaðar-
goð íslenskra
barna. Hann
sá um barna-
tímann í
Ríkisútvarpinu
og naut
mikillar hylli
sem kennari
í Laugarnes-
skóla og
var það mál
manna að
hann hefði
tileinkað líf
sitt starfi með
æsku landsins.
Skeggi Ásbjarnarson undir-
býr leiksýningu í Laugarnes-
skóla um 1960 og sminkar
einn af leikurunum. Ljós-
mynd/Guðmundur Hannesson/
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Úr minningar-
greinum í
Morgunblaðinu
Ágúst 1981
Hann kom sér upp kerfi, sem var
í því fólgið, að nemendur fengu
sérstaka viðurkenningu fyrir að
ná ákveðnum árangri í hverri
grein. Þessi viðurkenning var fal-
lega lituð stjarna á stóru spjaldi.
Það var okkur mikið kappsmál
að ná öllum stjörnunum eftir
veturinn. Ef erfiðlega gekk að
ná þessu árangri átti Skeggi það
til að bjóða þeim, sem áttu við
þann vanda að stríða heim til
sín til þess að taka sérstakt próf
í þessum stjörnuleik og bauð
upp á appelsín og kex. Það þótti
vegsemd og virðingarauki að
vera boðinn heim til Skeggja.
Styrmir Gunnarsson
Ég tel það mikið lán fyrir
Laugarnesskóla að leið Skeggja
skyldi liggja þangað. Starf hans
við skólann verður seint full-
metið.
Þorsteinn Ólafsson
Hann lék undir við barnaguðs-
þjónustur mínar í Laugarnes-
kirkjunni, um áratugs skeið eða
meir, en fékkst aldrei til að taka
nokkra greiðslu fyrir. Þetta var
honum líkt. Sú þjónusta var
honum víst „guðsþjónusta”, sem
hann hafði einskæra ánægju af
að taka þátt í.
Garðar Svavarsson
Í ógleymanlegum „kaffitímum“ í
löngu frímínútum las hann nýjar
þýðingar sínar á sögunum um
Karl Blomquist leynilögreglu-
strák og kannaði viðbrögð rétta
aldurshópsins áður en bækurnar
voru gefnar út. Okkur var falið
að lesa upp eða að farið var í
spurningakeppni sem tekin var
upp á segulbandið. Síðan komu
skólaleikritin og barnatímar í
útvarpinu.
Markús örn Antonsson
Ég tel að ég eigi það honum
að þakka, að ég skuli eiga
alveg flekklaust líf. Skeggi var
nefnilega meira en kennari. Hann
tamdi sér að vera faðir bekksins
Steinar Benediktsson
– fyrst og fre
mst
– fyrst og fre
mst
ódýr!
1499kr.pk.
Verð áður 2
499 kr.pk.
Neutral þv
ottaefni, 7
,3 kg
DÚNDUR
40%afsláttur
TILBOÐ!
Framhald á næstu opnu
34 úttekt Helgin 14.-16. mars 2014