Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Side 42

Fréttatíminn - 14.03.2014, Side 42
 GOLD PLATED SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM Um miðjan níunda áratug síðustu aldar komu fjallahjólin til Íslands. Þau komu af svo miklum krafti að um hríð voru nær eingöngu seld hér fjölgíra fjallahjól. Skipti þá engu í hvað kaupandinn ætlaði að brúka hjólið. Það varð að vera fjallahjól. Humar eða kjötfars F yrsti túrinn á nýju fulldemp-uðu fjallahjóli er svipað og að fara út að borða humar með Justin Timberlake í lok ágúst á meðan túr á gamla jálknum er nær því að fá sér kjötfars með Sigmundi Davíð þegar hann fer loksins aftur á íslenska kúrinn. Kannski ekki alvont en svona næstum því. Innreið fjallahjólanna hófst fyrir alvöru með Stumpjumpernum frá Specialized árið 1981 enda fyrsta fjöldaframleidda fjallahjólið í heim- inum og þótt ótrúleg megi virðast er ennþá hægt að fara út í búð og splæsa í nýjan Stumpjumper. Í dag er þó gamli góði stálhlunkurinn frá forsetatíð Vigdísar víðs fjarri. Nú stendur valið á milli þess að fá stellið úr léttum koltrefjum eða áli. Demparanir gera þér kleift að rúlla upp og niður fjöll og firn- indi án þess að missa alla tilfinn- ingu í óæðri endanum og öflugar diskabremsurnar sjá svo til þess að þú húrrir ekki fram af klettum á sömu leið. Tilvalið hjól til þess að tækla snjó og drullu á leiðinni í vinnuna og fara svo lengri leiðina heim. Stumpjumper kemur í mörgum gerðum og kostar frá 359.990. Fjallahjólið er fertugt eða svona hér um bil Fljótlega byrjuðu nokkrir hippanna að smíða hjólin sín frá grunni. Joe Breezer og Gary Fisher hafa oft verið taldir þeir fyrstu til þess að senda frá sér eiginleg fjallahjól. Þeir og nokkrir aðrir kapítalistahippar byrjuðu að framleiða hjól í skúrum hér og þar um Ameríku, aðallega í Kaliforníu. Þeir höfðu ekki undan að sérsmíða hjól. Svo vinsælt varð sportið á skömmum tíma. Það var svo ekki fyrr en 1981 að fyrsta fjöldaframleidda hjólið leit dagsins ljós. Það var bandaríski framleiðandinn Specialized sem setti Stumpjumper hjólið á markað. Það hjól átti stóran þátt í að gera þessa nýju hjólaíþrótt vinsæla. Sérstaklega í Ameríkunni. Svo vinsælt var hjólið að um tíma töluðu óinnvígðir um Stumpjumper- inn sem samnefnara yfir fjallahjól. Á níunda áratugnum varð alger sprengja í fjölgun bæði framleiðenda og notenda. Hér á landi voru t.d. allir – og amma þeirra – með MuddyFox í hjólageymslunni. Fjallahjólaæðið hélt áfram á tíunda áratugnum og helsta þróunin voru demparar. Einhverjar tilraunir voru gerðar með dempara að framan og aftan. En flestir létu sér nægja að dempa að framan. Fyrstu koltrefja- hjólin litu líka dagsins ljós en álið var þó efni áratugarins. Fjallahjólreiðar, í þeim skilningi að hafa gaman af því að hjóla upp og niður fjöll, voru fyrst stundaðar af létt- rugluðum hippum í henni Ameríkuum eða upp úr 1965. Milli marijúanapartía breyttu þeir gömlum hjólum með þykkum dekkjum svo hægt væri að reiða fákinn upp brekkur og hjóla svo eins hratt niður og mögulegt var. Þessir gömlu jálkar, kallaðir klunkerz af hippunum, voru yfirleitt gömul þung hjól með fótbremsum sem búið var að strípa öllu glingri. Koltréfja- og fulldempuð hjól gera sig breið í búðarhillunum en það er samt ekki fyrr en eftir 2010 að báðar gerðir virkilega festa sig í sessi. Diskabrems- ur taka algerlega við af gömlu púð- unum og 29 tommu dekk taka flugið , eitthvað sem bara mestu sérvitringar höfðu áður verið að sýsla með. Það má segja að sagan sé að fara í sinn fyrsta hring því gömlu góðu hipp- arnir notuðu stærri dekk á sína jálka. Þeir vissu líka það sem allir virðast vera að átta sig á aftur að fjallahjól- reiðar snúast aðallega um ferðina. Jafnvel þótt þeir hafi verið útúrskakkir. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is H jólamenningin hér á Fróni hefur sem betur fer þróast í rétta átt upp á síðkastið. Sem þýðir að þeir sem kaupa fjallahjól í dag ætla yfirleitt að hjóla upp fjöll og eða niður fjöll. Í það minnsta ekki bara eftir malbikinu í vinnuna. En það verður ekki neitt til úr engu. Til þess að eitthvað breyt- ist þarf alltaf rugludalla. Ein- hverja sem sjá hlutina öðruvísi. Hvort sem það er að vera fyrstur til að láta sig flakka niður snævi- þakta brekku á morgunverðar- bakka og kalla það snjóbretti. Nú eða reiða gamalt Schwinn-hjól upp á topp á öðru fjalli og húrra svo niður. 1960 1970 1980 1990 2000 H jólreiðar hafa náð mikl-um vinsældum að und-anförnu og sé ég greini- legan mun síðan ég kom hingað fyrst fyrir sjö árum. Sumir segja að ástæðan sé bensínverð, aðr- ir segja heilsuræktaræði en ég held að það sé mun dýpri þrá sem liggi að baki og hinar ástæð- urnar séu einfaldlega afsakanir. Sjáið til, fyrir langa löngu, minnist ég þess óljóst að hjóla um á 16 tommu Raleigh Comm- ando hjóli. Mér fannst það mjög fínt en af einhverjum ástæðum áttu allir aðrir Raleigh Boxer sem var með miklu flottara aftur- bretti og það var hjólið sem mig VIRKILEGA langaði í. Þegar ég var níu ára var BMX komið á göturnar. Mamma og pabbi voru með aðrar hugmyndir en ég (eins og oft vill vera með for- eldra, eins pirrandi og það nú er). Ég fékk að kynnast fyrsta götuhjólinu mínu þegar ég fékk skærrautt Raleigh Ace og þó svo að mig hafi í raun langað í BMX var þetta hjól geðveikt. Mamma bakkaði yfir það á bílnum okkar og þrátt fyrir að ég hafi vonast eftir að fá BMX í staðinn fékk ég eitthvað ódýrt, silfurlitað götu- hjól. Það var fyrsta hjólið sem ég hjólaði á niður í bæ og það bar mig í skólann í nokkur ár áður en ég uppfærði það aftur inn í Ra- leigh fjölskylduna, í þetta sinn fékk ég svart Raleigh Pursuit. Það hjól fannst mér frábært en það kom ekki vel út úr því að vera hjólað inn í bílhurð. Þegar tryggingafélagið afskrifaði hjólið grátbað ég um að fá sparnaðinn minn lánaðan svo ég gæti keypt mér alvöru hjól. E n g u m a ð óvörum: annað Ra- leigh, en ekker t venjulegt þó. Þetta var handgert í Notting- ham úr léttum málmi og hannað fyrir keppni, sem ég var staðráðinn í að stunda. Þó svo að keppnisferillinn hafi aldrei tekist á loft bar þetta hjól mig í skólann, yfir hæstu fjallavegi í Evrópu, lifði af heil- an áratug í London án þess að vera stolið, studdi mig í skamm- vinnum ferli sem hjólasendill og tókst alltaf (einhvern veginn) að koma mér öruggum heim eftir langa nótt. Það er enn hérna í Reykjavík einhvers staðar. Nú, mörgum árum síðar, hef ég hjólað á mörgum öðrum hjól- um, allt frá þeim ódýrustu til hinna dýrustu, en þau hafa öll sömu eiginleika: tvö hjól, keðju, pedala og sömu vélina: mig. Sagt er að maður gleymi aldrei hvernig á að hjóla, en þegar maður er á hjóli gleymir maður hvers vegna maður lærði að hjóla fyrir öllum þessum árum; fyrstu kynnum af frelsinu, þránni til að komast eitthvert annað. Þegar ég horfi á fætur sona minna á fullum snúningi sé ég það, og finn það enn. Prófaðu það ein- hvern tímann, þú munt muna að það er rétt eins og að hjóla. Mamma bakkaði yfir hjólið Stumpjumperinn frá Specialized er með 29 tommu dekkjum og með fullri dempun kostar hann frá 459.990 út úr búð. Raleigh Racer frá miðjum níunda áratug síðustu aldar. David Robertson Formaður hjólreiðanefndar ÍSÍ ritstjorn@frettatiminn.is 42 frítíminn Helgin 14.-16. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.