Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 46
46 matur & vín Helgin 14.-16. mars 2014  vín vikunnar Tukulu Fairtrade Cabernet Sauvignon Gerð: Rauðvín. Þrúga: Cabernet sauvignon. Uppruni: Suður- Afríka, 2011. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.590 kr. (750 ml) Umsögn: Fairtrade- rauðvín frá Suður- Afríku, líkt og vínið hér að ofan. Hörku Cabernet sauvignon með dökkum berja- tóni. Örlítið eikað. Santa Digna Chardonnay Reserva Gerð: Hvítvín. Þrúgur: Chardonnay. Uppruni: Chile, 2012. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.229 kr. (750 ml) Umsögn: Þetta Fa- irtrade vín kemur frá Chile en er frá hinum vel þekkta spænska framleiðanda Torres. Þetta er klassískt óeikað Chardonnay, ferskt með sítrus og smá greipbragði. Place in the Sun Sauvignon Blanc Fairtrade Gerð: Hvítvín. Þrúgur: Sauvignon blanc. Uppruni: Suður- Afríka, 2011. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúðunum: 1.799 kr. (750 ml) Umsögn: Þetta er mjög létt vín, þurrt með sítrus. Afbragðs lystauki en passar líka með mjög léttum mat, einföldum fisk- réttum og skelfiski. Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Fairtrade-vínum Fairtrade-vörur Fairtrade í matvörubúðum Viltu taka þetta alla leið? Það er ekki bara í Vínbúðunum sem hægt er að verða sér úti um Fairt- rade-vörur. Í matvöruverslunum er hægt að finna eitt og annað þó stundum þurfi að gramsa smá stund. Fairtrade-vörur er oftast að finna í heilsurekkum búðanna. Fréttatíminn leit við í Lifandi markaði, Krónunni og Melabúð- inni og kannaði úrvalið. Í mars er lögð áhersla á að kynna lífræn vín og Fairtrade-vín í Vínbúðunum. Í kynningu Vínbúðanna á Fairtrade er það skýrt þannig út að smábændur í fátækum löndum stofna með sér samvinnufélag. Verðið fyrir vörur þeirra er fyrirfram ákveðið og allt að 60 prósent af áætlaðri uppskeru er greidd fyrirfram. Fairtrade vínræktendur þurfa að greiða vinnufólki sanngjörn laun og tryggja heilbrigt vinnuumhverfi. Alls eru 47 framleiðendur Fairtrade-víns í heiminum. Þar af eru 26 í Suður-Afríku og 11 í Chile. Í Chile eru þeir sjö. Langstærsti markaðurinn fyrir þessi vín er í Evrópu, í Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Alls seldust 21,8 milljón flöskur af Fairtrade-vínum árið 2012. Kannski munu fæst okkar láta það ráða valinu í Vínbúðunum hvort vínin eru Fairtrade-vín en það er hins vegar ágætt að vita hvaðan og hvernig vínin koma til okkar. Place in the Sun kemur frá Zonnebloem- framleiðandanum. Við gerð þessa víns eru allar þrúgur keyptar á toppverði frá smábændum. Eins og nafnið gefur til kynna kemur vínið frá sólríkum stað sem gefur því djúpan, rauðan lit. Það er vel þroskað með smá berjakeim og eins og Shiraz-þrúgan á að sér þá er þetta vín eilítið kryddað. Vínið passar vel með miklum mat, grilluðu kjöti, bragðmiklum ostum og jafnvel reyktri skinku. 2 1 Margar spennandi kókosvörur er að finna í Lifandi markaði . 2 Rískökur með mjólkursúkkulaði úr Krónunni. 3 Villiblómahunang úr Melabúðinni. 4 Green & Black's súkkulaðið fæst í góðu úrvali í Krónunni. Prófið Spiced Chilli, það er upplifun. 5 Quinoa- kornið er tilvalið í grauta, salöt eða í staðinn fyrir hefðbundnar kornvörur með mat. Nú er tækifæri til að henda út kúskúsinu. 6 Kókosmjöl í Lifandi markaði. 7 Fairtrade- morgunkornið fæst í Lifandi markaði. 8 Hrásúkkulaði Goji-ber úr Melabúðinni. 1 3 4 5 6 8 7 tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is þúsund króna afmælisafsláttur af öllum sófum frá Habitat* 50 Habitat Er ára 50 wilbo tilboðsverð: 3ja sæta sófi 145.000 kr. 2ja sæta sófi 125.000 kr. opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 clayton tilboðsverð: 3ja sæta sófi 175.000 kr. bach tilboðsverð: 3ja sæta sófi 239.000 kr. 2ja sæta sófi 199.000 kr. Drake tilboðsverð:3ja sæta sófi 175.000 kr. Place in the Sun Shiraz Fairtrade Gerð: Rauðvín. Þrúga: Shiraz. Uppruni: Suður-Afríka, 2011. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 1.899 kr. (750 ml) Fairtrade-vín úr sólinni í Suður-Afríku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.