Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Side 66

Fréttatíminn - 14.03.2014, Side 66
M inningarsýningin „In Me-morium – Óli G. Jóhanns-son“ opnaði í Tveimur hröfnum listhúsi, við Baldursgötu 12, á fimmtudaginn. Óli G. Jóhannsson var fæddur og uppalinn á Akureyri en átti ættir sínar að rekja til Húnvetninga. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1966 og nam síðan viðskiptafræði í eitt ár við Háskóla Íslands. Eftir það fékkst hann við ýmis störf, meðal annars; kennslu, gjaldkerastörf, blaða- mennsku og sjómennsku. Óli var mikill aflvaki í myndlistar- lífi á Akureyri. Hann var einn af stofnendum Myndlistarfélagsins sem átti stóran þátt í að Myndlistar- skólinn komst á legg. Þá stofnaði Óli ásamt eiginkonu sinni, Lilju Sigurðardóttur, Gallerý Háhól árið 1974 en það var fyrsta einkarekna galleríið á Akureyri. Óli var sjálfmenntaður mynd- listarmaður og vann árum saman að myndlist sinni í hjáverkum. Eftir sjóslys í Barentshafi 1996 lét hann loks draum sinn rætast, það er að helga sig alfarið ástríðu sinni sem var myndlistin. En ásamt myndlist- inni átti hestamennskan hug hans allan og sinnti hann því áhugamáli af krafti alla sína tíð. Óli átti langan og farsælan mynd- listarferil. Hann setti upp fjölmarg- ar einkasýningar og tók þátt í ótal samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Frá árinu 2006 var Óli samningsbundinn hjá alþjóðlegu galleríi, Opera-Gallery, og sýndi á þess vegum víðs vegar um heiminn. Fyrsta einkasýning hans á vegum gallerísins var í London og seldist sú sýning nánast upp á opnuninni. Í framhaldinu sýndi Óli á vegum Opera-gallerísins til að mynda í New York, Mónakó, Míami, Dúbaí, Singapúr og Seúl og naut mikillar velgengni. Þegar Óli féll frá, langt fyrir aldur fram, árið 2011 voru framundan mörg spennandi verkefni tengd myndlistinni. Meðal annars sýning í Franciacorta á Ítalíu, New York og Moskvu. Síðasta sýning Óla á Ís- landi var nýlega opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar þegar hann kvaddi. Jónas við flygilinn Tónleikaröðin Við slaghörpuna í hálfa öld heldur áfram í Salnum sunnu- daginn 16. mars klukkan 12. Þá mun sópransöngkonan Auður Gunnarsdóttir mæta ásamt leikkonunni Ragnheiði Steindórsdóttur. Sem fyrr situr Jónas Ingimundarson við flygilinn. Tónleikar verða með sérstöku sniði því auk Auðar flytur Ragnheiður öll íslensku ljóðin og íslenskar þýðingar á þeim erlendu ljóðum sem sungin eru í þýðingu Reynis Axelssonar. Siðlausir söngvar Dómkórinn í Reykjavík og Kór Mennta- skólans í Reykjavík flytja Carmina Burana eftir Carl Orff á tvennum tón- leikum í Langholtskirkju á sunnudaginn, klukkan 17 og 20. Alls taka yfir 100 manns þátt í flutningnum í kirkjunni. Með kórunum syngja einsöngvararnir Hallveig Rún- arsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór, og Jón Svavar Jósefsson bas- sabaritón. Einnig koma við sögu nokkrir drengir úr Skólakór Kársness. Stjórnandi á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti en hann er stjórn andi beggja kóranna.  Tveir hrafnar MinnasT Óla G. Aflvaki myndlistar- lífs á Akureyri Óli innan um verk sín. Auður Gunnars- dóttir.  MyndlisT helGa oG helena í TýsGalleríi Réttar konur á réttum stað á réttum tíma Helga og Helena opnuðu Týsgallerí til að auka aðgengi almennings að myndlist og kynna hana sem fjárfestingarleið. Þær hafði báðar lengi dreymt um að opna gallerí og að starfa saman er með því skemmtilegra sem þær hafa gert. h elga Óskarsdóttir og Hel-ena Hansdóttir Aspelund eru báðar menntaðar í myndlist en hafa sýslað við ýmis- legt í gegnum tíðina. Listin hefur þó alltaf verið rauði þráðurinn í lífi þeirra beggja. „Það eru af- skaplega fáir sem finna leið til að lifa einungis af myndlist. En samt sem áður var sú ákvörðun að fara í myndlist það besta sem ég gat gert. Myndlist er svo góður grunn- ur út í lífið því hún gefur manni sérstakt viðhorf til lífsins og hæfi- leika til að komast af,“ segir Helga sem tekur að sér verkefni tengd vefsíðugerð auk þess að reka galleríið. Einnig hafa þær báðar fengist við kennslu en þær luku diplómanámi frá LHÍ í kennslu- fræði, þó ekki á sama tíma. „Já, við erum mjög svipaðar að þessu leyti. Fórum sama menntaveg en höfum tekið alls konar hliðarbeygjur. Það hefur samt alltaf blundað í mér að reka gallerí. Ég hef alltaf verið að reyna að leita að hlutum sem bjóða upp á nýja sýn á hversdags- leikann,“ segir Helena sem rekur ferðaskrifstofuna Helenatravel auk gallerísins. Listamenn með mótaða sýn Leiðir þeirra lágu svo saman í júní 2013 þegar Helenu vantaði vefsíður fyrir ferðaskrifstofuna og leitaði til Helgu. „Við könnuðumst við hvor aðra úr þessari mynd- listarsenu en ekkert meira en það. Svo þegar við byrjuðum að vinna sama þá var ekkert aftur snúið. Það var alltaf svo gaman í vinnunni hjá okkur að við sáum að við yrðum að halda áfram,“ segir Helga. Það rennur upp fyrir þeim ljós þegar þær uppgötva að þær hafa bara þekkst í tæpt ár, en á þeim stutta tíma hafa þær fundið húsnæðið við Týsgötu, opnað dyr gallerísins, sett upp nýja sýningu á fimm vikna fresti og orðið nánar vinkonur. „Jiii, það er rosalegt! Við verðum eiginlega að halda upp á eins árs afmælið,“ segir Helena og þær hlæja saman að hugmyndinni og því hvað allt hafi gerst hratt. „Við vorum bara réttar konur á réttum stað á réttum tíma,“ segir Helga. Listamennirnir sem starfa með Týsgallerí eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það sem þeir eiga sameiginlegt er að vera virkir og auðvitað falla að smekk Helgu og Helenu. Þar má nefna Ásmund Ásmundsson, Steingrím Eyfjörð, Karlottu Blöndal, Söru Riel, Snorra Ásmundsson og Baldur Geir Bragason svo nokkrir séu nefndir. „Það vantaði sýningar- tækifæri fyrir alla þessa frábæru starfandi listamenn,“ segir Helga. „Já,“ segir Helena, stefnan var strax að velja starfandi myndlistar- menn með mótaða sýn, fólk sem sýnir og sannar að það er að búa til myndlist og er traustsins vert. Maður sér alveg hverjir eru að þessu í alvöru og hverjir ekki.“ List fyrir alla „Núna ætlum við að kynna verk- efni með verkum eftir frábæra listamenn á góður verði. Við feng- um 9 myndlistarmenn til að búa til fjölfeldi, lítil þrívíð verk í 5 eintök- um hvert. Þetta er okkar leið til að auka aðgengi að myndlistarkaup- um. Við viljum auka kúltúr fyrir myndlistarkaupum því myndlist er, ólíkt skrautmunum, góð fjár- festing til framtíðar,“ segir Helena. „Einmitt,“ segir Helga, „og okkur finnst mikilvægt að kaupendur átti sig á þessum mun. Og svo auð- vitað því hvað hún er nærandi og góð viðbót við tilveruna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Helga og Helena eru sérstaklega ánægðar með staðsetningu gallerísins við Týsgötu 2. Þar sé góður straumur fólks, Reykvíkinga og ferðamanna, þrátt fyrir að vera í hliðargötu. Börkur er samstarfsverkefni Ragnars og Siggu Soffíu og er vandað símahulstur úr eðalvið með útskornum myndum sem verja símann þinn fyrir hnjaski K ra ft av er k Fæst á iPhone 4, 4S, 5, 5S og Samsung Galaxy S4 • Verð kr. 5.400 • Ótal myndir í boði www. minja.is • facebook: minja • Skólavörðustíg 12 Ragnar Kristjánsson, hönnuður og teiknari: „Árangurslaus leit að vönduðu og fallegu hulstri á símann minn kveikti þessa hugmynd.” Sigga Soffía, söngkona og teiknari: “Ég er söngfugl sem elskar að teikna. Fyrir mér er myndlist hugleiðsluverkfæri.” 66 menning Helgin 14.-16. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.