Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 70

Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 70
Rógburður dregur kraft úr reddaranum Róberti  Hjálparsamtök Íslendinga samkeppni á ekki erindi Í Hjálparstarfi Bjarni Víðir Pálmason hjá Mjólkursam- sölunni ber hið óvenjulega starfsheiti spaceman og felst starfið meðal annars í að endurhanna mjólkurkæla með forritinu Spaceman Professional. Bjarni reyndi að skrá sig sem spaceman í símaskránni en þar sem því var hafnað er hann þar nú skráður sem verslanaráð- gjafi. Róbert Guðmundsson stofnaði formlega, ekki alls fyrir löngu, Hjálparsamtök Íslendinga en hann hefur lengi verið iðinn við að rétta náunganum hjálparhönd. „Ég er bú­ inn að vera í þessu síðan 2010 og var í raun strax upp úr hruni farinn að huga að þessum málum og láta gott af mér leiða,“ segir Róbert sem hefur til að mynda bakað af miklum krafti og fært kirkjum á Suðurlandi smákökur fyrir jólin í tuga kílóavís. Neyðin er víða og Róbert vakti fyrst verulega athygli fyrir áramót þegar hann kom Litháanum Ricar­ das Zazeckis sem bjó í bíl við Esju­ rætur til hjálpar. „Ég setti allt á fulla ferð núna um jólin og það er fyrst núna sem ég hef skráð samtökin formlega. Ástandið í þjóðfélaginu er svo slæmt og miklu verra en það þyrfti að vera og þótt við séum að sinna mikilvægu hjálparstarfi úti í heimi þá megum við ekki gleyma því að fólk sveltur hérna á Íslandi.“ Róbert segir róg og kjaftasögur stundum draga úr sér kraft. Ég skil ekki hvað rekur fólk áfram í því að níða af manni skóinn þegar maður er að reyna að láta gott af sér leiða,“ segir Róbert og bendir á að stund­ um líti út fyrir að bullandi sam­ keppni sé í hjálparstarfi á Íslandi. Hann kæri sig þó ekki um að taka þátt í slíku stappi. „Ég tek ekki þátt í neinni sam­ keppni í hjálparstarfi en það mætti halda að sumir séu í bullandi sam­ keppni um styrki enda takmarkað hvað fyrirtæki og stofnanir eru af­ lögufær um. Það eru margir sem leita eftir styrkjum til fyrirtækja. Ekki aðeins hjálparsamtök heldur líka einstaklingar og þá oft fyrir hönd ættmenna sinna. Neyðin er bara svo mikil og það er ömurlegt að horfa upp á þetta án þess að reyna að gera eitthvað í málinu en það dregur óneitan­ lega úr manni kraft þegar reynt er að bregða fyrir mann fæti með kjaftasögum og leiðindum,“ segir Róbert sem ætlar þó ekki að gefast upp. „Ég mun halda áfram að sinna hjálparstarfi svo lengi sem ég dreg andann.“ ­ÞÞ Róbert Guðmundsson kemur víða við á þeytingi sínum á vegum Hjálparsam- taka Íslendinga. Í desember færði hann áfangaheimilinu Draumasetrinu jólamat handa átta manns sem áttu ekki í önnur hús að venda á aðfangadag. Bjarni hefur verið spaceman í fjögur ár  atvinna starf „spaceman“ snýst um að teikna upp mjólkurkæla Þ egar rennt er yfir starfsmannalista Mjólkursamsölunnar sést að þar starfa sölufulltrúar, rafvirkjar, vinnslustjórar og bókarar, en eitt starfs­ heitið sker sig úr. Bjarni Víðir Pálmason ber titilinn „spaceman“ en þegar hann sendir út tölvupóst í nafni fyrirtækisins lætur hann einnig fylgja með að hann sé verslanaráðgjafi, svo ekkert fari nú á milli mála. „Ég veiti ráðgjöf vegna röð­ unar í mjólkurkælana og hvernig sé best að panta í þá. Markmiðið er að minnka rýrnun og halda endursendingum í lág­ marki,“ segir hann. Spaceman hefur verið starfandi hjá Mjólkursamsölunni í tíu ár þó Bjarni hafi aðeins borið titilinn í fjögur ár. Nafnið er dregið af forritinu sem er notað til að teikna upp kælana, Spaceman Professional, en með því má greina vöru­ val frá sölusögu, framlegð, rýrnun og endursendingu. Þrátt fyrir að vera titlaður spaceman í vinnunni ber Bjarni titilinn verslanaráð­ gjafi í símaskránni. „Ég skráði mig fyrst sem spaceman en var sagt að það mætti ekki, líklega því það er enska, og þá breytti ég því í verslanaráðgjafi,“ segir hann. Um forritið Spaceman Professional segir á vef Mjólkursamsölunnar: „Þegar teikning er gerð er vörunum raðað upp með markaðsfræðilegri hugsun. Með spaceman er hægt að hafa áhrif á kaup­ hegðun viðskiptavina. Auka sölu og fram­ legð og koma í veg fyrir háa rýrnun og endursendingar. Spacemanninn kemur í veg fyrir auðar hillur og er haft í huga að kælirinn haldi sölu. Þetta kemur sér líka vel fyrir starfsmann mjólkurkælisins þar sem hann þarf ekki að fylla látlaust á vöru sem selst hratt á meðan vara sem fer of hægt er að taka of mikið pláss.“ Þá heldur forritið heldur utan um sölusögu við­ komandi verslunar, sem er mjög breyti­ leg eftir árstíðum sem og breytingum á markaði. Bjarni sér um verslanaráðgjöfina um allt land og allar búðir með mjólkurkæla geta fengið ráðgjöf. Þegar verslanir óska eftir breytingum býr hann til teikningar út frá sölutölum, og vinnur náið með verslunarstjórum, innkaupastjórum og starfsfólki mjólkurkælanna, og er teikningin vinnuplagg sem hangir uppi í mjólkurkælinum. „Síðasti mjólkurkælir­ inn sem við tókum í gegn var í Krónunni í Lindum sem er einn sá stærsti á landinu. Það var á öskudag og við vorum auðvitað í búningum á meðan,“ segir Bjarni sem fylgir breytingaferlinu eftir frá upphafi til enda: „Ég fer ekki úr búðinni fyrr en allt er tilbúið,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Bjarni Víðir Pálmason, spaceman, við mjólkur- kælinn í Krónunni í Lindahverfi, einn þann stærsta á landinu. Ljósmynd/Hari Bjarni Víðir Pálmason tók þátt í að endur- hanna kælinn í Lindum á öskudag og var að sjálfsögðu í búningi. Ljósmynd/Úr einkasafni myndir á greinarnúmeri Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í dag, föstudag, í 20. sinn. Verðlaunahátíðin verður að þessu sinni tvískipt. Fyrri hlutinn fer fram í Norður- ljósasal Hörpu frá klukkan 12.30. Þar er Jóhanna Vigdís Arnardóttir kynnir og bein útsending verður frá viðburðinum á RÚV.is. Í þessum fyrri hluta verða veitt verðlaun fyrir Tónlistarflytjendur ársins, Tónlistarviðburð ársins, Upp- tökustjóra ársins, Tónlistarmyndband ársins, Plötuumslag ársins, Tónverk ársins, Söngvara ársins og Söngkonu ársins. Önnur verðlaun verða afhent í Eldborg um kvöldið og verður sú athöfn í beinni útsendingu Sjónvarpsins og Rásar 2. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 20.10. Kynnir er Villi Naglbítur og fram koma Emilíana Torrini, Hjaltalín, Skálmöld, Mezzoforte, Valdimar Guðmundsson, Egill Ólafsson, Páll Óskar, Rósa Birgitta Ísfeld og Ragnar Bjarnason. Íslensku tónlistarverðlaunin afhent í dag Sjónvarpskokkurinn Magnús Ingi Magnússon hefur sent frá sér mat- reiðslubókina Eldhúsið okkar – Íslensku hversdagskræsingarnar. Magnús er kunnur fyrir hina frábæru sjónvarps- þætti Eldhús meistaranna á ÍNN og færir nú þekkingu sína og sjarma á prent. Í bókinni tekur Maggi saman uppskriftir að sígildum heimilismat, svo sem kjöt í karrí, fiskibollur, kjötsúpu, plokkfisk, hakkabuff, vínars- nitsel og brauðsúpu. Bókinni fylgir Maggi eftir í þáttum sínum á ÍNN og í þessari viku mátti til að mynda sjá hann matreiða kjöt í karrí, fiskibollur og sitthvað fleira. Og vitanlega lék þetta allt saman í hönd- unum á honum á meðan áhorfendur heima hafa sjálfsagt slefað af hungri. Bókin markar jafnframt upphafið af samstarfi Magnúsar og skopmynda- teiknarans Halldórs Baldurssonar sem myndskreytir bókina af sinni alkunnu snilld. „Það er margt í íslenskri matarhefð og -menningu sem er þess vert að halda í og halda á lofti. Með þessu litla matreiðslukveri langar mig að leggja mitt á vogarskálarnar í þeirri viðleitni og vona að uppskriftirnar komi sem flestum að gagni, ekki síst ungu fólki sem er að hefja sinn búskap,“ segir Magnús. Bókin fæst í verslunum víða um land en einnig á veitingastöðum Magga, Sjávarbarnum og Texasborg- urum. Meistara-Maggi gefur út bók 70 dægurmál Helgin 14.-16. mars 2014 Reykvíkingar! Ekki gleyma að kjósa um betri hverfi kjosa.betrireykjavik.is Virkjum íbúalýðræðið! Opið er fyrir atkvæðagreiðslu 11.-18. mars
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.