Fréttatíminn - 14.03.2014, Qupperneq 82
Þ órarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, á sæti í inn-leiðingarhópi verkefnisins Betri heilbrigðisþjónusta 2013 til 2017. Hann segir áætlanir um heimilislækni fyrir alla íbúa landsins, styttri biðtíma eftir heim-ilislækni og frjálsara rekstrarform innan heilsugæslunnar langþráðar en að
áframhaldandi niðurskurður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafi dregið úr þeim
eldmóðinn. „Það er mjög óheppilegt að skera eigi niður hjá Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðins um 100 milljónir og hækka komugjöldin um 20 prósent þegar verið er að fara
í umfangsmiklar breytingar, svo ég taki milt til orða. Það er eins og önnur höndin viti
ekki hvað hin er að gera og það veldur okkur áhyggjum. Til að innleiðing á svo stórum
breytingum geti átt sér stað þurfa að koma til peningar,“ segir hann.
Þórarinn segir þó jákvæð teikn á lofti því nú séu í fyrsta sinn gerðar breytingar á
íslenska heilbrigðiskerfinu með framtíðarsýn í huga. „Þessar breytingar núna snúast
ekki um að slökkva elda, heldur að skapa framtíðarsýn. Ég er fulltrúi lækna í
þessu ferli og það er mikilvægt að við fáum að setja okkar sjónarmið fram
því læknar á Íslandi hafa skoðanir á því hvernig heilbrigðiskerfið eigi
að virka.“
Skortur á heimilislæknum
Eigi þjónustustýring að verða að veruleika og takast að beina
þeim 13.000 heimsóknum sem ekki eiga erindi á Bráðamóttökuna
á heilsugæsluna þarf fyrst að leysa ýmis vandamál innan hennar,
að sögn Þórarins. „Það vandasamasta er skortur á heimilis-
læknum. Það er réttur fólks að hafa sinn heimilislækni sem
það treystir og getur leitað til. Staðreyndin er sú að í dag leita
margir til Bráðamóttöku með minniháttar áverka eða veikindi
og bíða kannski í fjóra tíma á meðan þangað streymir einnig
fólk í bráðri lífshættu sem auðvitað er í forgangi. Aðrir leita á
Læknavaktina við Smáratorg og hitta aldrei sama lækninn.
Fólk fær betri þjónustu ef það hefur sinn heimilislækni
sem veitir toppþjónustu. Heilbrigðisráðherra
er sömu skoðunar og því fögnum við en
eigi þessar áætlanir að ganga upp
þarf að fjölga heimilislæknum.“
Þórarinn bendir á að enn sé
staðan sú að þegar auglýst
sé eftir heimilislæknum
séu hverfandi líkur á að
sérfræðingur með þá
menntun sæki um.
„Yfirleitt eru sérnáms-
læknar ráðnir. Þeir
eru í námi og því
ekki alltaf á staðn-
um og þurfa á
handleiðslu að
halda . Á r ið
1996 var hver
einasta staða
heimilis-
læknis á Ís-
landi setin
og erfitt að
fá vinnu. Nú
er alveg búið
að snúa þessu
við.“
Bæta þarf
kjörin
Stétt heimilislækna
er að eldast og í dag
eru aðeins fjórir yngri en
40 ára starfandi á Íslandi
og telur Þórarinn að eftir
fimm til sex ár verði staðan
orðin mjög slæm. „Við verðum
að vona að þeir eldri vilji vinna
áfram til sjötugs en hætti ekki 67
ára. Til að fá ungu sérfræðingana til
að vilja vinna hér á landi og þá eldri til
að flytja heim aftur þarf að bæta kjörin
hressilega. Árið 2009 voru launin lækkuð að jafnaði um 15 prósent. Læknar sem
samþykktu það ekki fengu uppsögn. Mánuðina á eftir voru margir sem hættu vegna
óánægju. Nú eru liðin fimm ár og á hverju ári fáum við bréf um að ekki sé hægt að leið-
rétta þessa aðgerð.“
Þórarinn segir mikinn áhuga á sérnámi í heimilislækningum en ekki nógu margar
stöður fyrir alla þá sem vilja. Þó sé það mikið áhyggjuefni hversu fáir stefni að því að
vinna hjá stærsta vinnuveitandanum, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að námi
loknu. Í könnun sem gerð var meðal fólks í sérnámi í heimilislækningum kom í ljós að
einungis 12 af 40 vilja vinna þar og þar af eru aðeins þrír sem myndu vilja fara í fulla
stöðu.
Einkarekstur öllum til góða
Ólíkt öðrum sérgreinalæknum, er heimilislæknum ekki heimilt að opna sína eigin stofu
en gangi fyrirhugaðar breytingar eftir verður það heimilt síðar á þessu ári.
Þórarinn segir þetta brýnt réttlætismál hjá stéttinni. „Innan einkarekstrar
skapast faglegur sjálfsákvörðunarréttur og læknar geta straumlínulagað
starfsumhverfi sitt og haft áhrif á kjör og með hverjum þeir vinna. Verði
frjálslegra rekstarform að veruleika tel ég að fleiri snúi til baka frá út-
löndum. Slíkt myndi leiða til betri þjónustu við sjúklinga.“
Árið 2008 var gerður samningur um sjálfstæðan rekstur heilsugæslu-
stöðva sem að mati heimilislækna markaði tímamót. „Svo kom hrunið
og samningurinn var settur ofan í skúffu og hefur verið þar síðan en
við vonum að úr rætist á þessu ári. Samkeppni í heilbrigðisgeiranum er
öllum til góða, sérstaklega notendum þjónustunnar.“
— 10 — 14. mars 2014
Margir leita
á Bráða-
móttöku með
minniháttar
áverka eða
veikindi og
bíða kannski
í fjóra tíma á
meðan þangað
streymir einnig
fólk í bráðri
lífshættu sem
auðvitað er í
forgangi.
ilislækningum undir 50
ára aldri 93 talsins en eru í
dag 47, þar af voru 14 þeirra
yngri en 40 ára en eru í dag
fjórir. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Félagi íslenskra
heimilislækna eiga um 40
prósent af þeim ríflega 200
heimilislæknum sem starfa
hérlendis eftir að hætta
störfum á næstu tíu árum
vegna aldurs.
Þegar þjónustustýring
kemur til framkvæmda
munu notendur heilsu-
gæslunnar eiga rétt á þjón-
ustustjóra, sem í f lestum
tilfellum verður heimilis-
læknir, og verða þjónustu-
teymi mynduð til að mæta
þörfum sjúklingahópa. Þá
er stefnt að því sjúkling-
um verði sinnt innan skil-
greindra tímamarka hjá
heilsugæslunni.
Fyrr í vikunni kynnti
heilbrigðisráðherra breyt-
ingarnar fyrir fulltrúum
sjúklinga- og aðstandenda-
félaga og sagði við það tilefni
að þó íslensk heilbrigðis-
þjónusta komi jafnan vel út í
alþjóðlegum samanburði
sýni greiningarvinna sér-
fræðinga að margt megi
bæta og að ýmsu þurfi að
breyta til að samhæfa betur
þjónustu við notendur, draga
úr sóun og auka skilvirkni.
Undirbúningur breyt-
inga á heilbrigðiskerfinu
hafa staðið yfir í nokkur ár
og eins og fram kemur í við-
tali við heilbrigðisráðherra á
þessari opnu telur hann ekki
verði erfitt að framkvæma
þær á sama tíma og skorið
er niður hjá Heilsugæslunni.
Þvert á móti sé nauðsynlegt
að ræða skipulagsbreyting-
ar í þjónustu sem hefur verið
skorið hart niður.
Meðal annarra breytinga
á heilbrigðiskerfinu á næstu
þremur árum er einkarekst-
ur innan heilsugæslunnar
og eins og kemur fram í máli
formanns Félags íslenskra
heimilislækna er slíkt brýnt
réttindamál meðal stéttar-
innar og telur hann mögu-
leika á slíku rekstrarformi
notendum þjónustunnar til
góða. Í viðtali hér á opnunni
við Guðbjörgu Vignisdóttur,
sem stundar sérnám í heim-
ilislækningum í Svíþjóð,
kemur fram að kerfið þar sé
hannað þannig að allir hafi
sömu möguleika á góðri
heilbrigðisþjónustu og að vel
fylgst með því að allir sinni
sínum verkefnum.
Kristján Þór Júlíusson heil-
brigðisráðherra segir þjón-
ustustýringu koma til fram-
kvæmda að fullu þegar
heilsugæslan verði í stakk búin
til að taka á móti þeim fjölda
sem henni er ætlað. Ekki sé þó
hægt að svara hvort það verði
á þessu ári heldur þurfi verk-
efnið að komast lengra áður en
slíkt er metið. Hann er bjart-
sýnn á að breytingarnar leiði
til þess að fleiri heimilislækn-
ar fáist til starfa en leggur þó
áherslu á að gera þurfi töluleg-
an grunn um þörf á mannafla
til framtíðar. „Það gengur
ákveðin mantra hér um það
vanti lækna og að við séum að
tapa fólki úr landi og svo fram-
vegis, án þess að það liggi nein
tölfræði að baki þeim fullyrð-
ingum eða þeirri umræðu. Ég
er ekki að draga úr mikilvægi
þess að við sjáum hér fjölgun
í tilteknum starfsgreinum en
heilt yfir held ég að ástandið sé
ekki með þeim hætti að hér sé
allt að fara til fjandans.“
Nú eru til tölur, til dæmis um
hækkandi meðalaldur heimilis-
lækna?
Já, já, mikil ósköp en á sama
tíma bendi ég á að höfum við
aldrei verið að mennta jafn
marga í heimilislækningum og
um þessar mundir eða um 100
manns hér og erlendis. Það
eru bæði plúsar og mínusar í
þessu en það er eins og eng-
inn treysti sér til þess að ræða
það á þann veg að við séum í
þokkalegum málum. Ég held
að flesta hafi rekið í rogastans,
í ljósi umræðunnar síðastliðið
haust, þegar 25 sóttu um 12
stöður deildarlækna á Land-
spítalanum. Miðað um um-
ræðuna eins og hún var hefði
enginn átt að sækja um. Fólk
ræðir þetta oft meira af tilfinn-
ingu en staðreyndum.
Verður ekki erfitt að fara í þess-
ar breytingar í niðurskurði?
Nei, ég held að á þessum tíma
sé það beinlínis nauðsynlegt
að ræða skipulagsbreytingar
í þjónustu sem hefur verið
skorin mjög hart niður. Fá við-
spyrnu og tækifæri til að auka
framleiðni og fá meira fyrir
hverja krónu.
Þarf ekki að setja meiri fjár-
muni í heilsugæsluna til að
þetta gangi upp?
Ég væri ekki í neinum vand-
ræðum með að eyða fleiri krón-
um í heilbrigðisþjónustuna en
fjárlög leyfa en eftir þeim þarf
að fara í hvívetna. Þetta eru
verkefni sem allir eru sammála
um að takast verði á við. Það er
búið að sitja yfir þessu í mörg
ár og skrifa ýmsar skýrslur og
úttektir. Nóg er komið af slíku
og tími til að taka það besta úr
þeim tillögum og framkvæma.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
Nauðsynlegar breytingar þrátt fyrir niðurskurð
Réttur allra að hafa heimilislækni
Þórarinn Ingólfsson er formaður Félags
íslenskra heimilislækna. Hann segir að bæta
þurfi kjör heimilislækna hressilega til að þeir
sem vinni í útlöndum vilji flytja aftur til Íslands.
Ljósmynd/Hari.