Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 84

Fréttatíminn - 14.03.2014, Síða 84
Í klínísku leiðbeiningunum felast leiðir fyrir heil- brigðisstarfsfólk til að spyrja fólk hvort það búi við eða hafi búið við ofbeldi í nánu sambandi og hvað beri að gera sé svarað játandi. Leiðbeiningarnar hafa verið innleiddar á heilsugæslum og á Kvenna- sviði Landspítala og spyrja allar ljósmæður sína skjólstæðinga. Mörg ár eru síðan slíkt var innleitt á Geðsviði Landspítala. „Í meðgönguverndinni skap- ast grundvöllur til að traust myndist og undir þeim kringumstæðum þorir fólk frekar að segja frá. Inni á salernum á Kvennadeild Landspítalans eru miðar uppi á veggjum þar sem fólk er hvatt til að leita sér hjálpar búi það við ofbeldi. Við bjóðum fram okkar aðstoð við að beina málinu í réttan farveg,“ segir Valgerður. Erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk að hefja máls á svo viðkvæmu málefni og bendir Val- gerður á að erlendar rannsóknir sýni að helsta hindr- unin sé óöryggi um hvað það eigi að gera ef sjúk- lingurinn svarar játandi. „Eftir opnari umræðu um ofbeldi á undanförnum árum hefur það þó breyst. Að sama skapi eru þolendur viljugri til að tjá sig nú en áður. Oft er fyrsta skrefið það erfiðasta, að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og segja frá,“ segir Ástþóra. Yfirleitt er þétt tímatafla á heilbrigðisstofnunum og því getur orðið röskun ef sjúklingur vill ræða reynslu af ofbeldi því slíkt getur tekið tíma. „Við hér á Kvennadeildinni tökum því eins og öðru tengdu heilsu fólks. Ef ástandið er brátt og ljóst að viðkom- andi býr við ofbeldi og öryggi er ógnað bregðumst við strax við. Þó það þýði röskun á öðru starfi verður svo að vera,“ segir Valgerður.S amkvæmt niðurstöðum könnunar Rann-sóknarstofnunar í barna- og fjölskyldu-vernd árið 2008 hafa 22 prósent kvenna á Íslandi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi. „Þetta eru hrikalegur tölur sem ekki má horfa framhjá,“ segir Ástþóra Kristinsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarstjóri Heilsugæslunnar Hvammi. Hún hefur ásamt Valgerði Lísu Sigurðardóttur, ljós- móður á Kvennasviði Landspítala og klínísks lekt- ors og Páli Biering, dósents í geðhjúkrun, staðið fyrir námskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk um mat og viðbrögð við ofbeldi í nánum sambönd- um. Valgerður og Ástþóra eru sammála um að algengt sé að konur segi í fyrsta sinn á ævinni frá ofbeldi þegar heilbrigðis- starfsfólk spyr þær. Konur sem hafa orðið fyrir eða eru í ofbeldissambandi eru líklegri en aðrar til að leita til heilbrigðisþjónustunnar með hin ýmsu vandamál. Hlutfallið er enn hærra meðal þeirra sem leita sér geðheilbrigðisþjónustu en vísbending- ar eru um að allt að 60 prósent þeirra hafi einhvern tíma orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Hjá körlum sem leita til geðheilbrigðisþjónustu er hlutfallið um þriðjungur og sýna rannsóknir að um 10 prósent karla almennt hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Áhrif ofbeldis geta varað árum saman með alvar- legum afleiðingum á heilsu þolenda. „Of t er það þannig að fólk hefur aldrei talað um ofbeldið og burðast með erfiða reynslu. Ég hef upplifað það sterkt í meðgönguverndinni að konur eru mjög ánægðar með að vera spurðar og að einhver sé tilbúinn að hlusta og trúa þeim. Rannsóknum ber saman um að til að vinna úr áföllum í lífinu verður að ræða þau,“ segir Ástþóra. Að sögn Valgerðar geta afleiðingar ofbeldis á heilsu verið langvinnir verkir, einkenni frá meltingar- og kynfærum, auk ýmissa sálrænna kvilla eins og þunglyndis, kvíða, sektarkenndar og félagslegrar einangrunar sem getur leitt til sjálfsvígs. „Oft eru áhrifin dulin svo fólk áttar sig ekki á að þau séu afleiðing ofbeldis,“ segir Valgerður. — 12 — 14. mars 2014 Sjúkraflutningamenn vilja rafdrifinn búnað vegna álags Árið 2012 voru tæp 30 prósent sjúkraflutningamanna frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna stoðkerfisvandamála. Slökkviliðsstjóri höfuð- borgarsvæðisins segir ástæðurnar einkum aukna þyngd sjúklinga og aukna tíðni sjúkraflutninga. Mikilvægt sé að bregðast við og taka í notkun rafdrifinn búnað. Rannsóknir erlendis sýni að notkun hans minnki líkur á meiðslum sjúkraflutningamanna. Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir L íkamlegt álag sjúkraflutninga-manna hefur aukist verulega á undanförnum árum, stund-um með varanlegum áhrifum á heilsu þeirra. Á árinu 2012 voru tæp 30 prósent sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá vinnu um lengri eða skemmri tíma vegna stoðkerfisvandamála og að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkvi- liðsstjóra höfuðborgarsvæðisins, er það tilkomið vegna nokkurra þátta. „Einn þeirra er aukin þyngd sjúklinga en mikil fjölgun flutninga hefur tví- mælalaust líka haft mikil áhrif þar sem starfsmönnum hefur að sama skapi ekki fjölgað. Við höfum gripið til ým- issa aðgerða til að takmarka áhrif álags á heilsu sjúkraflutningamanna og réð- um til dæmis til okkar íþróttaþjálfara fyrir nokkrum árum sem hjálpar starfs- mönnum að efla styrk og liðleika. Þann- ig reynum við bæði að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál og vinna úr þeim jafnóðum og þau koma upp.“ Jón Viðar segir aðkallandi að á næstu árum verði tekinn í notkun nútímanlegri búnaður við sjúkraflutninga hér á landi. ,,Rannsóknir sýna að með því að nota rafdrifinn búnað þegar álagið er mikið er hægt að minnka líkur á meiðslum, að ekki sé minnst á hversu miklu þægi- legra það er fyrir sjúklinginn.“ Þær sjúkrabörur sem Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins notar taka 160 kíló en nú eru þar til reynslu börur sem taka 230 til 270 kíló. Að sögn Sveinbjörns Be- rentssonar, sjúkraflutningamanns og formanns fagdeildar sjúkraflutninga- manna, eru notaðar rafmagnsbörur víða í Evrópu og Bandaríkjunum með góðum árangri, bæði fyrir sjúklinga og sjúkraflutningamenn. Mikill áhugi er fyrir því hér á landi að fá slíkan búnað. „Þá er rafmagnstjakkur á börunum sem lyftir þeim upp og niður og inn og út úr sjúkrabíl. Slíkt er bæði mun betra fyrir mikið slasaða eða veika sjúklinga og minnkar til muna álag á sjúkraflutn- ingamenn,“ segir hann. Sjúkrabílar og búnaðurinn sem þeim fylgir er í eigu Rauða kross Íslands og er því um sam- starfsverkefni að ræða. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tók saman fjarveru sjúkraflutningamanna árið 2012 og kom þá í ljós að tæp 30 pró- sent þeirra voru frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna stoðkerfisvanda- mála. Meðalfjarvera hvers sjúkraflutn- ingamanns það árið vegna slíkra vanda- mála var 140 tímar. „Þetta vandamál er ekki aðeins bundið við Ísland heldur er þetta svona um allan heim þar sem sjúkraflutningar eiga sér stað. Í Banda- ríkjunum er hlutfallið tæplega 35 pró- sent,“ segir Borgar Valgeirsson sjúkra- flutningamaður. Elías Níelsson hefur umsjón með heilsu og þjálfun hjá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins og segir hann bak- og axlarmeiðsli algengustu stoðkerfis- vandamálin sem sjúkraflutningamenn glími við vegna álags í starfi. „Aðallega eru þetta þreytueinkenni, bólgur og brjósklos. Mikil aukning hefur orðið á axlavandamálum og nokkuð er um að sjúkraflutningamenn fari í aðgerð vegna kalkmyndunar í liðum,“ segir hann. Í nokkrum tilfellum hafa sjúkra- flutningamenn þurft að hætta störfum vegna álagsmeiðsla en einnig eru dæmi um tilflutning þeirra innan slökkviliðs- ins í störf sem eru líkamlega léttari en sjúkraflutningar. „Það að starfsgetan skerðist segir ekki alla söguna því þessi meiðsli geta haft varanleg áhrif á lífs- gæði fólks þó það skipti um starf.“ Vegna aukinnar þyngdar sjúklinga og aukinnar tíðni sjúkraflutninga hefur líkamlegt álag á sjúkraflutningamenn aukist mikið á undanförnum árum. Sjúkrabörur slökkviliðsins taka 160 kíló en nú eru þar til reynslu börur sem taka 230 til 270 kíló. Víða erlendis eru notaðar sjúkrabörur með rafmagnstjakki sem minnka til muna álag á sjúkraflutningamenn. Jón Viðar Matthíasson er slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Hari. Í nokkrum til- fellum hafa menn hætt störfum vegna álagsmeiðsla. Konur sem hafa orðið fyrir eða eru í ofbeldissambandi eru líklegri en aðrar til að leita sér heilbrigðisþjón- ustu. Hópur fagfólks, undir stjórn Páls Biering dósents í geðhjúkrun, samdi klínískar leiðbeiningar um mat og viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum sem hafa nú verið inn- leiddar á nokkrar deildir Landspítala og á heilsugæslustöðvum. Algengt er að konur segi í fyrsta sinn frá reynslu sinni af heimilisofbeldi þegar heilbrigðisstarfsfólk spyr þær. Ofbeldi getur haft langvarandi áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Áhrif heimilis- ofbeldis oft dulin Rannsókn á Slysa- og bráða- móttöku LSH 2007 sýndi að 33,3 prósent kvenna sem þangað leituðu höfðu ein- hvern tíma verið beittar ofbeldi. Ljósmæðurnar Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Ástþóra Krist- insdóttir hafa ásamt Páli Biering, dósent í geðhjúkrun, staðið fyrir námskeiðum fyrir heilbrigðis- starfsfólk um mat og viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum. Ljósmynd/Hari.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.