Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 4
Dýraeftirlitsmaður aftur til starfa
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
NA 10-18 m/s, hvAssAst A-lANDs. sNjókomA
A-til ANNArs skýjAð. hiti um frostmArk.
höfuðborgArsvæðið: NA 5-13 m/s.
skýjAð og hiti 0 til 3 stig.
NA 8-15 og él um N-og A-vert lANDið eN
bjArtviðri s-til. frost 0 til 5 stig.
höfuðborgArsvæðið: NA 5-8 og
léttskýjAð . Frost 0 til 4 stig.
NA 5-15 m/s, hvAssAst Nv-til, sNjókomA eN
bjArtviðri s-lANDs. vægt frost.
höfuðborgArsvæðið: NA 5-8 m/s.
léttskýjAð og Frost 0 til 3 stig.
Norðaustlæg átt, élja-
gangur nyrðra en skýjað
með köflum syðra
Norðaustanátt um helgina með
snjókomu norðan og austantil, þó
léttir aðeins til inn
á milli. suðvestantil
verður bjartviðri, en
kólnar aftur og fystir
um mest allt
land.
2
0 -2
0
3
-1
-2 -4 -3
0
-3
-3 -3 -2
-1
elín björk jónasdóttir
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Algengt er að eldri menn villi á sér heimildir til að komast í samband við unglinga á netinu. Besta forvörnin fyrir börn er sterk
félagsleg staða og aukin sjálfsvirðing. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages
InternetIð tælIng barna
Gífurleg aukning á kyn-
ferðisbrotum á netinu
Tæling á netinu eru nýjar lendur í veiðimennsku, segir Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi.
tæling hefur stóraukist með tilkomu netsins en Ólöf Ásta Farestveit, formaður Barnahúss, segir
kynferðisleg samskipti á netinu vera komin út fyrir öll mörk. Ákveðin börn eru í áhættuhópi og
ábyrgð foreldra er rík.
g uðlaug M. Júlíusdóttir, félagsráðgjafi og verk-efnastjóri hjá BUGL og Barnaspítala Hringsins, hélt fyrirlesturinn „Veiðimennska á nýjum lend-
um“ á afmælisráðstefnu Félagsráðgjafafélags Íslands í
vikunni en hún var auk þess forsvarsmaður forvarnará-
taks gegn nettælingu árið 2010 sem kallaðist „Tæling
á netinu“. Guðlaug segir það aðallega vera stelpur sem
leiti sér aðstoðar eftir að hafa lent í að vera tældar á
netinu en er þess fullviss um að strákar lendi í tælingu
líka. Hún segir ákveðin börn vera í áhættuhópi. „Það
eru börn með slaka sjálfsmynd, börn sem lenda upp á
kant félagslega eða eiga erfitt í skóla, börn sem vantar
viðurkenningu og jákvæða svörun. Þessi börn leita
eftir viðurkenningu og vinskap og einmitt vegna þessa
líður þeim eins og þau beri ábyrgðina þegar „vinskap-
urinn“ gengur of langt. Börnin átta sig ekki á því með-
an þau eru í aðstæðunum að engir venjulegir fullorðnir
menn tala eins og börn eða leita eftir svona vinskap við
börn.“ Guðlaug segir mikilvægustu forvörnina vera að
vera vinur barnanna sinna og tala við þau, um það sem
þau eru að gera á daginn en líka um það sem þau eru
að gera á netinu. Börn eigi í raun að eiga takmarkað
einkalíf. Foreldar eigi að vera forvitnir og virkir í lífi
barnsins, sýna að þeim sé ekki sama.
Tæling er íslensk þýðing á enska hugtakinu „groom-
ing“ og er notað yfir athöfn fullorðins einstaklings
sem setur sig í samband við barn með kynferðislegar
athafnir í huga. Einstaklingurinn reynir að byggja upp
trúnað, traust og vináttu við barnið, yfirleitt með hrósi,
umhyggju og jafnvel gjöfum. Í tilfelli nettælingar nær
fullorðni einstaklingurinn sambandi við barn, stundum
undir fölsku flaggi í nafni vináttu en fer svo að vera
með kynferðislega tilburði og jafnvel gera kröfur um
kynferðislegar athafnir í gegnum vefmyndavél eða að
barnið hitti hann. Þessir einstaklingar nýta sér facebo-
ok eða hverskyns samskiptaforrit til að draga börnin á
tálar. Nettæling var sett inn í almenn hegningarlög árið
2013 og brot á þeim varðar allt að tveggja ára fangelsi.
Fyrirlestur Guðlaugar í vikunni byggði á samtali
milli tólf ára gamallar stúlku og manns á þrítugsaldri,
þar sem maðurinn reyndi að draga stúlkuna á tálar.
Móðir stúlkunnar komst á snoðir um samtalið og
stoppaði það af áður en illa fór. En á aðeins fimm daga
tímabili hafði maðurinn fengið hana til að senda sér
myndir af sér á bikiníi og beðið hana um að hitta sig í
Kringlunni. Guðlaug segir ýmsa þætti valda því að tæl-
ing virki svona vel. „Að hluta til er þetta vegna félags-
legrar hegðunar sem við erum búin að stimpla inn
hjá börnunum okkar. Börnum er kennt að þau eigi að
hlýða fullorðnum og að þau eigi að treysta fullorðnum.
Börnum er kennt að fullorðnir vilji þeim vel. Þetta vita
mennirnir sem draga börn á tálar og hafa vitað það frá
örófi alda. Netið er bara nýjar lendur fyrir þessa aðila.
Áður fyrr þurftu menn að hafa meira fyrir þessu, bæði
landfræðilega en líka til að finna börn sem væru við-
kvæm fyrir. Núna eru þessir menn með jafnvel nokkur
börn í gangi í einu og vinna vinnuna bara heima sér.“
Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, ótt-
ast þróun mála á netinu. Hún segir kynferðisleg sam-
skipti á netinu vera orðin algjörlega markalaus. Tæling
hafi klárlega stóraukist með tilkomu netsins en auk
þess sé hún uggandi yfir nýjum miðlum sem unglingar
með litla sjálfsvirðingu virðast nota í auknum mæli til
að leita eftir viðurkenningu. Þetta sé ný tegund tilfella
þar sem börn senda að fyrra bragði af sér nektarmynd-
ir. „Fyrst var það msn svo facebook en nú eru það aðal-
lega instagram og snapchat sem unglingarnir eru að
nota. Við erum að fá tilfelli líka núna þar sem það á sér
kannski ekki stað tæling heldur senda börnin nektar-
myndir af sér af fúsum og frjálsum vilja. Þetta eru börn
með lélega sjálfsvirðingu sem vilja fá viðurkenningu í
gegnum „komment“ og „like“. Börnin sem koma með
þessi vandamál í Barnahús eru flest undir 14 ára, aðal-
lega stúlkur.“
Olga Ásta segir fræðslu skipta öllu máli og byrja
þurfi mjög snemma. Foreldrar þurfi að kenna börn-
unum sínum sjálfsvirðingu og vera duglegir að hrósa
þeim og hvetja. „Góður grunnur og félagsleg staða
barns er það sem skiptir öllu máli.“
halla harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Niðurstaða álitsgerðar þriggja óháðra
sérfræðinga sem matvælastofnun fól
að skoða mál eftirlitsmanns á sviði
dýrahalds er sú hann hafi ekki gerst
sekur um vanrækslu eða illa meðferð
hrossa, að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá stofnuninni. starfsmaður-
inn kom því aftur til starfa í gær.
Í lok janúar ákvað mAst í samráði við
nýráðinn dýraeftirlitsmann í suður-
landsumdæmi að hann viki tímabundið
frá störfum meðan fram færi skoðun á
ásökunum um að hann hafi ekki á árum
áður ekki gætt að eðlilegum starfshátt-
um við eftirlit með stóðhestahólfum
sem hann hafði umsjón með. sér-
fræðingarnir ræddu við starfsmanninn
og forráðamenn þeirra hrossa sem um
ræðir og dýralækna sem komu að þeim
málum og stóðhestahaldi mannsins. Í
álitinu kemur fram að mat dýralækn-
anna hafi verið að tilfellin sem upp
hafi komið í stóðhestahólfum á vegum
starfsmannsins hafi verið fá og ekki til
komin vegna vanrækslu. -dhe
mikið áhorf á þátt
gísla marteins
Áhorf á sunnudagsmorgun, sjónvarpsþátt
gísla marteins Baldurssonar, tók kipp um
síðustu helgi þegar hann fékk sigmund
Davíð gunnlaugsson forsætisráðherra í
umtalað viðtal.
Meðaláhorf á þáttinn í aldursflokknum
12-80 ára var 12,7 prósent. Fram til þessa
hefur meðaláhorfið verið á bilinu 8-9
prósent. Uppsafnað áhorf á þáttinn var
22,7 prósent. Er þá tekið tillit til endur-
sýninga og fleira.
til samanburðar var meðaláhorf á þátt
mikaels torfasonar á stöð 2, mín skoðun,
4,5 prósent í sama aldursflokki. Uppsafnað
áhorf á þann þátt var 8,1 prósent. Allar
þessar tölur eru fengnar frá rÚV.
Nýr skólastjóri
landakotsskóla
ingibjörg jóhannsdóttir mun taka við af
sölva sveinssyni sem skólastjóri landa-
kotsskóla 1.ágúst næstkomandi. ingibjörg
mun láta af störfum sem skólastjóri mynd-
listakólans í reykjavík en þar hefur hún
starfað síðan 2005. stjórn skólans tekur
sérstaklega fram að reynsla, áhugamál,
bakgrunnur og menntun ingibjargar falli
sérstaklega vel að áherslum skólans, en
landakotsskóli leggur áherslu á skapandi
greinar. ingibjörg hefur til margra ára
verið virkur þátttakandi í umræðum um
þróun listkennslu og listnám sem hluta af
almennu grunnskólanámi auk þess að vera
aðalhöfundur ritsins „Sköpun í skólastarfi“
sem samið var fyrir mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið.
landakotsskóli, sem var stofnaður
árið 1896 og hefur starfað sem sjálfs-
eignarstofnun frá árinu 2005, tekur við
börnum úr öllum hverfum borgarinnar og
nágrannasveitarfélögum.
4 fréttir helgin 21.-23. febrúar 2014