Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 6
 Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyR Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 OPNUNARTÍMI HOlTAgöRðUM: Virka daga 1000-1800, Laugardaga 1100–1600 áTTU vON á gesTUM! Mikið úrval svefnsófa dorma.is Skoðaðu úrvalið! SILO SVefnSófI 119.900 fullt verð kr. 139.900 Svefnsvæði 140x190 cm Með rúmfata- geymslu í tungu Stærð: 228x162 H: 83 cm Dökkgrátt slitsterkt áklæði.  Evrópusambandsviðræður FramsóknarmEnn vilja lEggja Fram þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna Reyna að sannfæra Bjarna um viðræðuslit Framsóknarmenn reyna nú að fá sjálf- stæðismenn til að samþykkja að leggja fram þingsályktunartillögu í næstu viku um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins er á sömu skoðun og framsóknarmenn en formaðurinn er enn óákveðinn. Sjálfstæðismenn íhuga að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, á fundi þeirra í Brussel í júní síðastliðnum þegar Íslendingar tilkynntu um hlé á viðræðum við Evrópusambandið. F ramsóknarflokkurinn rær nú öllum árum að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess að samþykkja að leggja fram þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið og vill utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, leggja hana fyrir Alþingi á þriðjudag. Stærsti hluti þingflokks Sjálf- stæðisflokksins vill gera hið sama en heimildir Fréttatímans herma að Bjarni Benediktsson, for- maður flokksins, hafi ekki tekið endanlega ákvörðun. Tvö sjónar- mið takist á. Annars vegar gangi ákvörðun um viðræðuslit í berhögg við stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á síðasta lands- fundi þar sem segir að „aðildar- viðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu“. Sú ályktun var keyrð í gegn á landsfundi af miklu harð- fylgi til þess að reyna að sætta ólík sjónarmið innan flokksins. Auk þess geri stjórnarsáttmálinn ekki ráð fyrir viðræðuslitum heldur sammæltust flokkarnir um að gera hlé á aðildarviðræðum og halda þeim ekki áfram nema að undan- genginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt sjónarmiðið er hávært innan flokksins, að með því að slíta við- ræðum séu aðildarviðræður úr sögunni á kjörtímabilinu og þar með málið allt. Það þyki vandræða- legt fyrir ríkisstjórnina að hafa það svona hangandi yfir og heiðarlegra hreinlega að slíta viðræðunum. Ekki þykir ólíklegt að Bjarni muni fallast á þau rök og samþykkja að leggja fram þingsályktunartillögu um viðræðuslit. Evrópusinnar í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins eru enn á þeirri skoðun að ljúka eigi við aðildarvið- ræður. Þeir segja að ákvörðun um að slíta viðræðum gangi í berhögg við landsfundarályktun flokksins og munu greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu um viðræðu- slit. Þeir eru þó í minnihluta í þing- flokki Sjálfstæðisflokks, einungis tvö af nítján, Ragnheiður Ríkharðs- dóttir og Vilhjálmur Bjarnason, og mun þingsályktunartillagan því hljóta stuðning mikils meirihluta þingmanna þótt þau greiði atkvæði gegn henni, því stjórnarþingmenn eru 38 talsins. Þjóðin vill kjósa Til að flækja málið frekar er skýr þjóðarvilji fyrir því að almenn- ingur fái að kjósa um það hvort við- ræðum verði haldið áfram. Þá vill ríflega helmingur ljúka aðildarvið- ræðum, samkvæmt skoðanakönn- unum þó svo að einungis þriðjung- ur sé hlynntur aðild. Innan Sjálfstæðisflokksins eru alvarlegar vangaveltur um það hvort ríkisstjórnin eigi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. Ekki verði spurt hvort fólk vilji halda viðræðum áfram – heldur verði einfaldlega spurt hvort fólk vilji að Ísland gangi í Evópusambandið. Niðurstöður úr slíkri þjóðar- atkvæðagreiðslu yrðu síðan nýttar til þess að ákveða hvort slíta skuli viðræðum eða halda þeim áfram. Ekki er vilji fyrir því hjá sjálfstæð- ismönnum að láta slíka þjóðarat- kvæðagreiðslu fara fram samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor því sveitarstjórnarmenn yrðu ósáttir við að fókusinn færi þá allur á ESB í staðinn fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar sjálfar. Þjóðaratkvæða- greiðslan yrði þá haldin ein og sér en einungis þarf 8 vikna fyrirvara til að boða til hennar. Þá hefur verið rætt um að með fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá muni þjóðin fá heim- ild til að óska eftir því að þjóðar- atkvæðagreiðsla fari fram um til- tekin mál að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Með því að samþykkja slíka breytingu á stjórnarskránni verði þjóðinni þar með færð heim- ild til að taka til sín aðildarmálið og krefjast um það þjóðaratkvæða- greiðslu. Bæði Bjarni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra hafa hins vegar sagt að erfitt sé fyrir ríkisstjórn að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusam- bandinu þegar báðir flokkarnir telji að Íslandi sé betur komið utan þess. Þá greinir hins vegar á um hvernig best sé að leiða málið til lykta, hvort slíta beri viðræðum – en til þess þarf þingsályktunartil- lögu – eða fresta þeim einungis áfram. Ósáttir við utanríkisráðherra Samkvæmt heimildum Frétta- tímans eru sjálfstæðismenn hins vegar langt frá því sáttir við mál- flutning Gunnars Braga Sveinsson- ar í umræðum á Alþingi um nýút- komna skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðna, þar sem hann sagði meðal annars að ESB væri „í raun ekki í stakk búið til að taka á móti velmegandi ríki eins og Íslandi og eiga samninga um aðild á jafnræðisgrundvelli.“ Þeir segja ljóst af öllum málflutn- ingi utanríkisráðherra að hann vilji slíta viðræðum og eru margir ósáttir við að skýrslan skuli hafa verið kynnt með þeim hætti sem raunin varð. Í stað þess að tryggja málefnalega og fræðilega umræðu um skýrsluna með því að fá höf- unda hennar til þess að kynna hana hafi henni verið lekið til aðila andsnúnum aðild, samtakanna Nei Ísland og Morgunblaðsins. Þannig hafi umræðan mótast að sjónar- miðum Evrópuandstæðinga strax frá fyrstu stundu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Úr stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar: Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins 2013 um aðildarviðræður: Landsfundur telur að hagsmunum Ís- lands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ályktun flokksþings Fram- sóknarflokksins 2013 um aðildarviðræður: Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópu- sambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. 6 fréttaskýring Helgin 21.-23. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.