Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 8
V ið höfum ákveðna staðalímynd af hjartasjúkdómum sem miðast við karlmanninn. Kennslubækur eru líka skrifaðar út frá þessari staðalímynd og allar rannsóknir á hjarta- og æðasjúk- dómum framan af miðuðust við karlmenn. Þessir þættir hafa ýtt undir það að við lítum á hjartasjúkdóma sem óalgenga hjá konum þó þeir séu mjög algengir þegar tölfræðin er skoðuð,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, formaður Go Red á Ís- landi og sérfræðingur í hjarta og æða- sjúkdómum. „Í almennri umræðu er ekki óalgengt að talað sé um að þessi eða hinn karlinn hafi fengið hjartaáfall en konur virðast forðast að tala um það. Þeim virðist finnast það skammarlegt og kenna sjálfum sér um því oft er hægt að tengja sjúkdóm- inn við lífsstíl og áhættuþætti. Konur fara frekar í felur með sinn hjartasjúkdóm á meðan karlar virðast vera opinskárri.“ Karlar og konur finna ólík einkenni en virðast auk þess upplifa þau og tjá á ólíkan máta. „Verkurinn hjá konum öðruvísi en þessi skólabókaverkur sem við þekkjum hjá körlum. Konur tala um þreytu og magaverki frekar en þyngsli fyrir brjósti sem leiðir út í handlegg. En einkennin eru reyndar oft þau sömu en kynin virðast orða hlutina á ólíkan hátt. Konur tala frekar um þyngsli eða mæði frekar en verk. Þannig að þetta er líka spurning um tjáningarform.“ Þórdís Jóna segir konur yfir höfuð ekki gera sér grein fyrir eigin áhættu, einkenni sjúkdómsins séu oftar óljósari hjá konum en körlum og því tefjist greiningarferlið oft. „Heilbrigðisstarfsmenn eiga það auk þess til að tengja einkenni kvenna við eitt- hvað annað en hjarta og æðasjúkdóma. Þegar konur kvarta yfir brjóstverk er hjartverkur ekki það fyrsta sem okkur dettur í hug, við hugsum jafnvel frekar um vöðvabólgu. Þessu þarf að breyta. GoRed er alþjóðlegt átak sem við höfum unnið að síðustu fimm árin og gengur út á vitund- arvakningu. Við viljum benda konum á, og starfsmönnum heilbrigðisstéttanna, að hjarta og æðasjúkdomar eru helsta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Við viljum beina því til kvenna að þær fylgist með sínum áhættu- þáttum og viti hver einkennin eru.“ Samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar eykst tíðni áhættuþátta hjá konum eftir 50 ára aldur, sem er hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki og ofþyngd. Helstu einkenni bæði karla og kvenna eru þyngsli eða verkur fyrir brjósti, óþægindi eða verkur milli herðablaða, í hálsi, kjálka eða maga, verkur sem kemur við áreynslu og hverfur við hvíld, stöðugur verkur fyrir brjósti sem stundum fylgir kaldur sviti og ógleði. Helstu einkenni kvenna sem karlar tala minna um eru óútskýrður slapp- leiki eða þreyta, óeðlilegt kvíðakast og meltingartruflanir. Þórdís Jóna segir bestu forvörnina út lífið fyrir alla þegar kemur að hjarta-og æðasjúkdómum vera fyrst og fremst að reykja ekki, borða hollan og góðan mat, aðallega fisk, grænmeti og gróft kornmeti. Hreyfa sig reglulega, ekki endilega hlaupa maraþon, heldur stunda reglubundna hreyfingu. Auk þess sé mikil- vægt að láta skoða blóðsykur, blóðþrýsting og kólesteról. Þetta reglubundna eftirlit er hægt að fá hjá heimilislækni eða í áhættu- mati hjá Hjartvernd. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  VitundarVakning konur og hjartasjúkdómar Hjartasjúkdómar algengasta orsök dauðsfalla hjá konum Jafn margar konur og karlar deyja árlega úr hjartasjúkdómum en konur virðast forðast að tala um hjartaáföll á meðan karla eru opnari fyrir umræðunni. Einkenni kvenna eru önnur en þau sem karlar finna fyrir, en auk þess nálgast kynin umræðuna og einkenni á ólíkan hátt. Átakið GoRed miðar að því að breyta staðalímynd okkar af hjartasjúkdómum. Átakið er alþjóðlegt langtíma- verkefni sem hófst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu árið 2004 og hefur verið haldið á Íslandi frá árinu 2009. GoRed dagurinn verður haldin í Kringlunni laugardaginn 22. febrúar, klukkan 14. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 28 75 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz GLK 220 CDI með 7 þrepa 7 G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu. Verð frá 7.590.000 kr. Öflugi sportjeppinn Mercedes-Benz GLK er ríkulega búinn og einstaklega öflugur sportjeppi. Hann er búinn hinu háþróaða 4MATIC aldrifskerfi sem tryggir framúrskarandi aksturseiginleika og aukinn stöðugleika, jafnt á bundnu sem óbundnu slitlagi. 4MATIC er ávallt virkt og bregst strax við breyttum akstursaðstæðum, t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. Dráttargetan er heil 2.400 kg og hann eyðir aðeins 6,1 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs. Þórdís Jóna Hrafn- kelsdóttir, formaður Go Red á Íslandi. Konur tala um þreytu og maga- verki frekar en þyngsli fyrir brjósti sem leiðir út í hand- legg. Hjartaþræðingarað- gerð á Landsspítal- anum. Ljósmynd/Hari. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is GÆÐAMÁLNING Mako pensill 50mm 225 Deka Gólfmálning grá 3 lítrar 4.295 Deka Spartl LH. 3lítrar 1.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar 6.690 LF Veggspartl 0,5 litrar 795 DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 6.995 Deka Pro 4. Veggja- og loftamálning. 10 lítrar 5.795 GÓÐ Þ VOTTA HELDN I Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter 1.895 Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett 1.595 8 fréttir Helgin 21.-23. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.