Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 30
Elskuð, dáð og eftirsótt F Foreldrar skipta vitaskuld mestu máli í lífi afkvæma sinna en ekki má vanmeta hlutverk ömmunnar. Hún heldur utan um sitt fólk og er til staðar þegar á þarf að halda, elskuð, dáð og eftirsótt vegna þeirra strauma sem hún gefur frá sér – og afinn fær mola sem af gnægtaborði hennar falla í umgengni við smáfólkið. Hlýja ömmunnar hefur reyndar verið vegsömuð í gegnum tíðina – mjög að verð- leikum – en hlutverk hennar breytist eins og annarra. Ömmur nútímans eru í fullri vinnu utan heimilis en þær eru engu að síður fyrsti kostur foreldra ef aðstoðar er þörf, hvort heldur er að sækja barn á leik- skóla, sitja yfir því veiku, gæta að kvöldi eða taka í nætur- eða helgargistingu. Dásemdin er hins vegar sú að það þarf ekki sérstakt tilefni til samvistanna. Svo ég tali aðeins út frá reynslu okkar hjóna, en við eigum átta barnabörn á aldrinum eins til ellefu ára, sækja þau í samvist- irnar við ömmuna vegna þess að hún er gefandi í samskiptum, les fyrir þau og syngur, bakar, föndrar og heldur kósí- kvöld. Ógleymdar eru fjöruferðir til að skoða kuðunga og skeljar og labbitúrar að andapollinum svo fuglarnir fái sitt. Afinn fylgir með í pakkanum, aðstoðar eftir þörfum og gætir þess að eiga nóg af teikniblöðum og vatnsliti í skúffu. Hann er enn fremur sendur í bakaríið ef splæsa skal snúðum á hópinn og hefur jafnframt það hlutverk að búa til kakó. Eftirsóknarverðast er þó að fara með ömmu og afa í sveitina – og amman er spurð hvort það megi. Það mátti um liðna helgi. Þá hélt helmingur barnabarnanna okkur félagsskap – og sá um að halda okkur ungum frá föstudegi til sunnu- dags – tvö systkinapör, fjögurra ára gutti og sjö ára stóra systir annars vegar og þriggja ára gutti og níu ára stóra systir hins vegar. Strákarnir sofnuðu á leiðinni, bundnir í sína barnastóla. Við öðru var ekki að búast. Við höfum áratuga reynslu af því að bera sofandi börn úr bílum. Dreng- irnir sváfu áfram eftir að inn var komið – en það þýddi óhjákvæmilega að þeir vöknuðu snemma á laugardagsmorgn- inum. Dugðu þá ekki fortölur syfjaðra. Það var kominn dagur að mati sveinanna. Við vissum raunar hvað okkar beið og treystum á að barnaefnið í sjónvarpinu kæmi sterkt inn, jafnvel þótt aðeins sé ein rás í sveitinni. Ungir menn þurfa engu að síður lágmarksþjónustu meðan á teiknimyndaglápi stendur, morgunmat og eitthvað að drekka. Minna þurfti fyrir stelpunum að hafa. Þær eru blessunarlega komnar á þann aldur að sofa lengur á morgnana og sá dásamlegi eiginleiki á bara eftir að batna eftir því sem nær dregur unglingsárum, að minnsta kosti að mati ömmu og afa sem síður þurfa að hafa áhyggjur af þess- um svefnvenjum á virkum dögum þegar foreldrar verða að vekja liðið í skólann. Það breytir ekki því að við höfðum í nógu að snúast báða helgardagana, með fjögur börn á aldrinum þriggja til níu ára. Það vildi til að veðrið var eins gott og það verður í febrúar, sól og svolítið frost. Þeg- ar barnatímanum lauk var ekki annað að gera en dúða ungviðið, klæða það í galla og finna til húfur og vettlinga. Sumar- tólin voru tekin í gagnið þótt svolítið hart væri að lenda á klaka neðan við renni- brautina. Trampólínið var óspart notað en kallaði á deildaskiptingu. Það fara ekki saman hopp þriggja og fjögurra ára annars vegar og sjö og níu ára hins vegar. Guttarnir skutust stjórnlaust til og frá undan heljarstökkum meyjanna og urðu að fá að spreyta sig einir. Ella var hætta á skrokkskjóðum. Þau rúmuðust hins vegar öll í heita pottinum og skutu bæði ömmu og afa miskunnarlaust með vatns- byssum og öðrum tiltækum vopnum. Ég leyfði mér þann munað, þrátt fyrir að vera afi í ábyrgðarhlutverki, að verð- launa mig með einum köldum meðan ég grillaði laugardagsmatinn. Minna mátti það eiginlega ekki vera, enda kallinn með lafandi tungu eftir hopp og hí ungdóms- ins. Amman hefði svo sem getað fengið sér annan, svona til að róa taugarnar, en lét það vera. Bæði vissum við af rauðvíns- flösku sem við áttum í handraðanum en þegar til kom gafst varla tími til að bragða á þeim eðalveigum. Það var kannski eins gott því ballið byrjaði fyrir alvöru aðfararnótt sunnu- dagsins. Þá vorum við minnt á það sem fylgir umsjón smábarna. Þau fá nefni- lega gubbupest, einhvern veginn upp úr þurru. Það henti einmitt yngsta barnið í hópnum. Þá reyndi svolítið á afann – en meira á ömmuna sem tók ástandinu með stöku jafnaðargeði. Litli drengurinn, sem svaf við hlið stóru systur í tvíbreiðu rúmi, gubbaði sem sagt yfir koddann sinn, lakið og sængina. Amman tók sveininn til sín, huggaði hann, klæddi í ný náttföt og fjarlægði lak, kodda- og sængurver. Afinn fékk það hlutverk að koma upp barnarúmi sem við gátum haft hjá okkur. Þegar það var klárt með nýju laki, kodda- og sængurveri vonuðumst við til þess að drengurinn sofnaði. Hann hafði hins vegar varla lagt höfuðið á hreina kodda- verið er hann gubbaði á ný – yfir kodd- ann, sængina og lakið. Amman kippti sér ekkert upp við þetta – öllu vön – huggaði á ný og fann aftur til hreint á barnarúmið. Hún stóð jafnframt klár á næstu gubbusyrpum uns dreng- urinn sofnaði og svaf til morguns. Þá vaknaði hann stálsleginn – sem er meðal undra bernskunnar – þótt amma og afi væru svolítið teygð. Hann var þegar við heimkomu, rétt eins og hin, til í næstu ferð í sveitina. Amma er nefnilega svo góð – og afi svo sem sæmilegur líka. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Gott rval notaðra b la staðnum. Komdu heims kn eða skoðaðu heimas ðuna; www.hyundai.is / notaðir b lar. S mi 575 1200 ALLT AÐ 80% FJ RM GNUN HYUNDAI SANTA FE II CRDI Nýskr 06/2006, ekinn 101 þús. dísil, sjálfskiptur TOYOTA AVENSIS S/D SOL Nýskr 04/2009, ekinn 105 þús. bensín, beinskiptur LEXUS GS300 Nýskr 02/2008, ekinn 62 þús. bensín, sjálfskiptur NISSAN MICRA VISIA Nýskr 06/2012, ekinn 45 þús. bensín, sjálfskiptur HYUNDAI TUCSON 4x4 Nýskr 06/2006, ekinn 136 þús. bensín, sjálfskiptur BMW 320i Nýskr 02/2006, ekinn 145 þús. bensín, sjálfskiptur TOYOTA LAND CRUISER 120 GX Nýskr 06/2006, ekinn 147 þús. dísil, sjálfskiptur VERÐ: 1.990.000 kr. VERÐ: 3.980.000 kr. VERÐ: 1.990.000 kr. VERÐ: 1.390.000 kr. VERÐ: 1.990.000 kr. VERÐ: 4.190.000 kr. HYUNDAI VERÐ 2.550 þús. HYUNDAI NOTAÐIR NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES. Kaupt ni 1 Nr. 120306 Nr. 281081 Nr. 130761 Nr. 130785 Nr. 310046 Nr. 120286 Nr. 120355 30 viðhorf Helgin 21.-23. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.