Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 54
54 bíó Helgin 21.-23. febrúar 2014 Dern leikur í Nebraska roskna fyllibyttu sem er mátulega skemmdur og rugl- aður af áratuga drykkju.  Frumsýnd nebraska a lexander Payne er snjall handritshöf-undur og leikstjóri sem hefur verið fastagestur á Óskarnum með myndir sínar og hefur hlotið verðlaun í tvígang, fyrir handrit sín að Sideways og The Descendants. Hann er einnig tilnefndur í ár fyrir handrit Nebraska en myndin fékk sex óskarstilnefn- ingar, meðal annars sem besta myndin auk þess sem Payne er tilnefndur fyrir leikstjórn og Bruce Dern sem besti leikarinn. Dern leikur í Nebraska roskna fyllibyttu sem er mátulega skemmd og rugluð af áratuga drykkju. Sá gamli býr í Missouri en vill óður og uppvægur komast sem fyrst til Nebraska þegar hann fær tilkynningu um að hann hafi unnið milljón dollara í happdrætti og þurfi að vitja peninganna þar. Allt heil- vita fólk sér auðvitað að sá gamli er lentur í svikamyllu en hann gefur sig ekki og sonur hans lætur til leiðast og fellst á að keyra hann á áfangastað. Payne kom sér vel fyrir á Hawaii í The Descendants en er nú aftur kominn út á þjóðveginn en þar hefur hann áður spunnið bráðskemmtilegar þroskasögur laskaðara einstaklinga í About Schmidt og hinni kostu- legu Sideways sem sagði frá pílagrímsferð rauðvínsgutlara um vínekrur Kaliforníu. Ökuferð feðganna gefur þeim tækifæri til þess að eyða tíma saman og kynnast betur og að því leyti getur hún orðið ábatasöm þótt hún komi varla til með að hafa stórkostleg áhrif á fjárhag gamla mannsins. Will Forte leikur soninn sem lætur delluna eftir þeim gamla en hann er þekktastur fyrir frammistöðu sína í Saturday Night Live-þátt- unum og kvikmyndinni MacGruber. June Squibb, Kevin Kunkel, Elizabeth Moore, Glendora Stitt, Angela McEwan og fleiri leikarar koma einnig við sögu ásamt þeim frábæra Bob Odenkirk sem fór á kostum sem lögmaðurinn Saul Goodman í Breaking Bad og gamla harðjaxlinum Stacy Keach. Bruce Dern er gamall í hettunni en hefur ekki látið mikið fyrir sér fara á síðustu árum en hefur þó látið til sín taka í sjónvarpsþátt- unum Big Love á kapalstöðinni HBO. Þá skaut hann upp kollinum í Tarantino-mynd- inni Django Unchained en á löngum ferli hef- ur hann unnið með nafntoguðum leikstjórum á borð við Alfred Hitchcock, Elia Kazan, Bob Rafelson og Hal Ashby. Dern var verðlaunaður fyrir leik sinn í myndinni í Cannes í vor og þar var myndin einnig tilnefnd til Gullpálmans. Leikstjóranum og handritshöfundinum Alexander Payne er einkar lagið að segja hjartnæmar og mannlegar sögur og kann þá einna best við sig á vegum úti. Í Nebraska dustar hann rykið af gamla jaxlinum Bruce Dern og sendir hann í tilgangslaust ferðalag frá Missouri til Nebraska þar sem sá gamli telur milljón dollara bíða sín. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ferð með vafasamt fyrirheit Bruce Dern og Will Forte leggja land undir fót og halda til Nebraska. Gamlinginn hittir kynlega kvisti á flótt- anum.  Frumsýndar ride along og i, Frankenstein Gangavörður og óskapnaður Myndirnar I, Frankenstein og Ride Along eru frum- sýndar á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu leikur Aaron Eckahart óskapnað Vikt- ors Frankensteins sem er enn í fullu fjöri þótt 200 ár séu liðin frá því skapari hans fórst á Norðurpóln- um. Sköpunarverkið hefur nú tekið upp nafnið Adam og berst á vegum Mikaels erkiengils við djöfla sem stefna á heimsyfirráð. Í Ride along leikur Kevin Hart öryggisvörð í grunn- skóla sem dreymir um að verða lögga. Hann fær óvænt tækifæri til að sanna sig þegar harðsnúin lögga, tilvonandi mágur hans, tekur hann upp á sína arma. Óskapnaður Frankensteins er ekki dauður úr öllum æðum.  Frumsýnd allan karlsson er mættur Gamlinginn skríður í bíó Sænska metsölubókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson sló hressilega í gegn og þá ekki síst á Íslandi þar sem bókin seldist í vel yfir 20.000 eintökum. Vinsældirnar urðu til þess að í snatri var gengið í að kvikmynda bókina og nú er hann loksins mættur í bíó, öldungurinn Allan Karlsson og verður sjálfsagt tekið fagnandi. Sænski leikstjórinn Felix Hern- gren leikstýrir myndinni. Hann nýtur mikilla vinsælda og virðingar í heimalandinu ekki síst fyrir sjón- varpsþættina Solsidan sem hann skrifar, framleiðir og leikstýrir auk þess að leika í þeim. Hafi það farið fram hjá einhverj- um fjallar bókin og myndin um Allan sem vaknar á 100 ára afmælisdegi sínum, nennir ekki í eigin afmælis- veislu, skríður út um glugga á elli- heimilinu og lætur sig hverfa. Á flóttanum lendir hann í ævin- týralegum aðstæðum en rekur um leið ótrúlegt lífshlaup sitt þar sem við sögu koma ýmis frægðarmenni undangenginnar aldar, svo sem Franco hershöfðingi, Harry S. Trum- an, Stalín, Maó Tse Tung og Kim II Sung. Flakk öldungsins um Svíþjóð verður því eins konar rússíbanaferð í gegnum 20. öldina, þar sem Allan reynist heldur betur hafa komið við sögu SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 ÉG UM MIG OG MÖMMU (12) SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS REGNHLÍFARNAR FRÁ CHERBOURG (L) SUN: 20.00 – fyrst og fre mst ódýr! – fyrst og fre mst Hámark 4 pakkar á mann meðan birgðir endast! M-E-E-EGA GOTT TILBO Ð 699kr.pk. Verð áður 119 9 kr. pk. Lambi salern isrúllur, 12 s tk. 40%afsláttur www.norræna.is Sími 570 8600 Skemmtisiglingar með Norwegian Cruise Line Feneyar, Grikkland og Tyrkland 15. maí verð frá kr. 265.000 Alaska 21. ágúst verð frá kr. 360.000 Barcelona og Miðjarðarhafið 29. ágúst verð frá 275.000 Feneyjar og Barcelona 13. september verð frá kr. 360.000 Panama og Los Angeles 31. október verð frá kr. 424.000 Karabískahafið og Orlando 14. nóvember verð frá kr. 288.000 Íslensk fararstjórn www.norræna.is sími 570 8600 Valið besta skipafélag í Evrópu síðustu sex ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.