Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 38
með osta, bakkelsi, sætindi, fisk og kjöt, blóm, krydd og hvaðeina. Í þessum búðum má fá flest það besta úr gömlu matarhefð- unum og margt af því sem stórmarkaðir ráða illa við að bjóða upp á; vörur sem of fáir vilja, vörur sem eru árstíðarbundnar (og enginn veit hvað á að vera í hillunum þegar þær fást ekki); vörur sem krefjast sérstakrar með- höndlunar (eru viðkvæmar) og vörur sem eru of dýrar til að falla að einföldum mæli- kvarða stórmarkaðarins; sem í raun getur bara metið mat á einni mælistiku — er hann dýr eða er hann ódýr. Það er hugmynd dags- ins um góðan mat og slæman; hvernig kemur hann við budduna. Og þegar mælistikan er svona einföld; þá er vegurinn greiður og þró- unin getur orðið hröð. Í raun hefur maturinn okkar umbreyst æ ofan í æ frá þeim tíma að Pasteur markaði leiðina frá hefðbundinni matarmenningu og að iðnvæðingu matarins. Gamla matarmenningin er í dag eins og gömul spor eða antík innan í og utan við nýju matarmenninguna; eins og uppgert seglskip innan um öll risaolíuskipin; eins og hestvagn við hliðina á tuttuguhjóla trukki. Matur eins og maðurinn hafði lifað á síðustu 7 til 10 þús- und árin; allt þar til að afi fæddist, fermdist og giftist ömmu; sá matur er nánast horfinn. Matarmenning okkar í dag er því splunkuný — og í raun óreynd; við erum einskonar tilraunadýr; svolítið eins og geimfarar sem hafa lent á áður ókunnri plánetu og eru að venjast við þann mat sem má finna þar og nýta. Til að skilja þessa breytingu betur er ágætt að horfa á mat í einni af sinni einföld- ustu mynd; vort daglega brauð — og skoða hvernig blessuðu brauðinu hefur farnast á umliðnum árum. Það má vel lesa úr sögu brauðsins ris og fall mannsandans; hvernig hann rís upp fagur og fellur síðan flatur. En það má líka lesa inn í þetta flóknari þráð eða fleiri þræði. Og í næstu vikum skulum reyna að spinna þann þráð aðeins. Menn hafa náttúrlega ekki hugmynd um hvaða höfuðsnillingur bakaði fyrsta ger- brauðið fremur en hver það var sem fyrstur heilsaði með handabandi. Þannig eru flestir þeir sem mest lögðu til menningar okkur öllum löngu gleymdir og týndir; fólkið sem byrjaði að tala, reikna, syngja, teikna, dansa og segja brandara er jafn óþekkt og það fólk sem fyrst fór að ljúga, stela, svíkja og pretta. Öll þessi grunn-element mannlífisns eru arf- ur sögunnar; þær uppgötvanir sem við hömp- um hvað mest í kennslubókum hafa í raun mun minni áhrif á líf okkar og hugmynda- heim en þessi arfur sögunnar. Og við erum afkvæmi sögunar; við erum sú menning sem hefur dregið okkur hingað; hugur okkar er mótaður af henni og líffærin og meltingin; bragð- og lyktarskynið; hungur okkar og löngun til að seðja það; — allt er þetta mótað af þúsund ára sögu; mörg þúsund ára sögu. Okkur er að sumu ætlað að lifa eins og for- feður okkar; þótt nútímamenning segi hið gagnstæða: Að okkur sé þvert á móti ætlað að lifa með allt öðrum hætti; finna upp nýjan og betri lífsmáta og nýjan og betri kost. En meira um það síðar. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is DRAUMAHÓTEL – DRAUMABAÐSTRENDUR – LÚXUS- OG MENNINGAFERÐ Vikulöng lúxusferð þar sem gist er á mismunandi stöðum á tyrknesku rivíerunni, Leiguflug til og frá Antalya, 7 gistinætur á 4 og 5 stjörnu hótelum, ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni .... TYRKLAND TYRKNESKA RIVIERAN VEISLA FYRIR ÖLL SKILNINGARVIT OSKA Travel er skandinavískur ferðaaðili með skrifstofu í Noregi. OSKA Travel er meðlimur í norska ríkistryggingasjóðnum RGF og veitir því ferðatryggingu samkvæmt lögum. Þessi ferðatrygging gildir einnig fyrir ferðir frá Íslandi. www.rgf.no Ferðaaðili: OSKA AS | Postboks 4814 Nydalen | NO - 0422 Nydalen Org.nr. 995 944 588 MVA. Með fyrirvara um villur og breytingar. AT HU GIÐ 3 Leigu ug með viðurkenndu  ugfélagi til og frá Antalya 3 Akstur til og frá hóteli 3 Allar ferðir í loftkældum/-hituðum sérútbúnum langferðabílum 3 Gisting í 2 manna herbergjum með sturtu eða baði/ klósetti, loftkælingu og sjónvarpi 3 7 gistinætur á 4 og 5 stjörnu hótelum (stjörnur skv. stöðlum  hvers lands) 3 Ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni 3 Upplýsingafundur og kynnisferð 3 Heilsdagsferð Kemer – Pamukkale 3 Heilsdagsferð Pamukkale – Tavas – Antalya 3 Heilsdagsferð Antalya (bæjarferð) og Perge 3 Sérhæfðir enskumælandi fararstjórar Innifalið í ferðinni eru: Sérverð frá 49.900,- á mann Aðeins með afsláttarkóða: ISLK503 www.oska-travel.is Sími 5 711 888 Ferðatímabil og verð fyrir 2014 eru gefin upp í íslenskum krónum á mann í tveggja manna herbergjum Flugvöllur KEFLAVÍK (-KEF) 2014 11.03. 18.03. 25.03. Verð á mann 49.900,- 59.900,- 69.900,- Hugsanlegt eldsneytisálag og erlent álag sem fer eftir heimsmarkaðsstöðu eru ekki innifalin í verðinu. Álag, hvers eðlis sem er, verður aðgengilegt í bókunarferlinu. Aukalega fyrir eins manns herbergi 20.700,- kr. á mann/viku (ef fáanlegt). Teikning úr franska dagblaðinu Le Petit Parisien 19. júlí 1908 sem sýnir jarðaber á Les Halles markaðnum í París við upphaf uppskerutímabils jarðarberja. 38 samtíminn Helgin 21.-23. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.