Fréttatíminn - 21.02.2014, Side 38
með osta, bakkelsi, sætindi, fisk og kjöt,
blóm, krydd og hvaðeina. Í þessum búðum
má fá flest það besta úr gömlu matarhefð-
unum og margt af því sem stórmarkaðir ráða
illa við að bjóða upp á; vörur sem of fáir vilja,
vörur sem eru árstíðarbundnar (og enginn
veit hvað á að vera í hillunum þegar þær fást
ekki); vörur sem krefjast sérstakrar með-
höndlunar (eru viðkvæmar) og vörur sem
eru of dýrar til að falla að einföldum mæli-
kvarða stórmarkaðarins; sem í raun getur
bara metið mat á einni mælistiku — er hann
dýr eða er hann ódýr. Það er hugmynd dags-
ins um góðan mat og slæman; hvernig kemur
hann við budduna. Og þegar mælistikan er
svona einföld; þá er vegurinn greiður og þró-
unin getur orðið hröð. Í raun hefur maturinn
okkar umbreyst æ ofan í æ frá þeim tíma að
Pasteur markaði leiðina frá hefðbundinni
matarmenningu og að iðnvæðingu matarins.
Gamla matarmenningin er í dag eins og
gömul spor eða antík innan í og utan við nýju
matarmenninguna; eins og uppgert seglskip
innan um öll risaolíuskipin; eins og hestvagn
við hliðina á tuttuguhjóla trukki. Matur eins
og maðurinn hafði lifað á síðustu 7 til 10 þús-
und árin; allt þar til að afi fæddist, fermdist
og giftist ömmu; sá matur er nánast horfinn.
Matarmenning okkar í dag er því splunkuný
— og í raun óreynd; við erum einskonar
tilraunadýr; svolítið eins og geimfarar sem
hafa lent á áður ókunnri plánetu og eru að
venjast við þann mat sem má finna þar og
nýta.
Til að skilja þessa breytingu betur er
ágætt að horfa á mat í einni af sinni einföld-
ustu mynd; vort daglega brauð — og skoða
hvernig blessuðu brauðinu hefur farnast á
umliðnum árum.
Það má vel lesa úr sögu brauðsins ris og
fall mannsandans; hvernig hann rís upp
fagur og fellur síðan flatur. En það má líka
lesa inn í þetta flóknari þráð eða fleiri þræði.
Og í næstu vikum skulum reyna að spinna
þann þráð aðeins.
Menn hafa náttúrlega ekki hugmynd um
hvaða höfuðsnillingur bakaði fyrsta ger-
brauðið fremur en hver það var sem fyrstur
heilsaði með handabandi. Þannig eru flestir
þeir sem mest lögðu til menningar okkur
öllum löngu gleymdir og týndir; fólkið sem
byrjaði að tala, reikna, syngja, teikna, dansa
og segja brandara er jafn óþekkt og það fólk
sem fyrst fór að ljúga, stela, svíkja og pretta.
Öll þessi grunn-element mannlífisns eru arf-
ur sögunnar; þær uppgötvanir sem við hömp-
um hvað mest í kennslubókum hafa í raun
mun minni áhrif á líf okkar og hugmynda-
heim en þessi arfur sögunnar. Og við erum
afkvæmi sögunar; við erum sú menning sem
hefur dregið okkur hingað; hugur okkar er
mótaður af henni og líffærin og meltingin;
bragð- og lyktarskynið; hungur okkar og
löngun til að seðja það; — allt er þetta mótað
af þúsund ára sögu; mörg þúsund ára sögu.
Okkur er að sumu ætlað að lifa eins og for-
feður okkar; þótt nútímamenning segi hið
gagnstæða: Að okkur sé þvert á móti ætlað
að lifa með allt öðrum hætti; finna upp nýjan
og betri lífsmáta og nýjan og betri kost.
En meira um það síðar.
Gunnar Smári
Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
DRAUMAHÓTEL – DRAUMABAÐSTRENDUR – LÚXUS- OG MENNINGAFERÐ
Vikulöng lúxusferð þar sem gist er á mismunandi stöðum á tyrknesku
rivíerunni, Leiguflug til og frá Antalya, 7 gistinætur á 4 og 5 stjörnu hótelum,
ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni ....
TYRKLAND TYRKNESKA RIVIERAN VEISLA FYRIR ÖLL SKILNINGARVIT
OSKA Travel er skandinavískur ferðaaðili með skrifstofu í Noregi.
OSKA Travel er meðlimur í norska ríkistryggingasjóðnum RGF og
veitir því ferðatryggingu samkvæmt lögum. Þessi ferðatrygging
gildir einnig fyrir ferðir frá Íslandi. www.rgf.no
Ferðaaðili: OSKA AS | Postboks 4814 Nydalen | NO - 0422 Nydalen
Org.nr. 995 944 588 MVA. Með fyrirvara um villur og breytingar.
AT
HU
GIÐ
3 Leigu ug með viðurkenndu ugfélagi til og frá Antalya
3 Akstur til og frá hóteli
3 Allar ferðir í loftkældum/-hituðum sérútbúnum
langferðabílum
3 Gisting í 2 manna herbergjum með sturtu eða baði/
klósetti, loftkælingu og sjónvarpi
3 7 gistinætur á 4 og 5 stjörnu hótelum
(stjörnur skv. stöðlum hvers lands)
3 Ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni
3 Upplýsingafundur og kynnisferð
3 Heilsdagsferð Kemer – Pamukkale
3 Heilsdagsferð Pamukkale – Tavas – Antalya
3 Heilsdagsferð Antalya (bæjarferð) og Perge
3 Sérhæfðir enskumælandi fararstjórar
Innifalið í ferðinni eru:
Sérverð frá
49.900,-
á mann
Aðeins með
afsláttarkóða:
ISLK503
www.oska-travel.is Sími 5 711 888
Ferðatímabil og verð fyrir 2014 eru gefin upp í íslenskum
krónum á mann í tveggja manna herbergjum
Flugvöllur KEFLAVÍK (-KEF)
2014 11.03. 18.03. 25.03.
Verð á mann 49.900,- 59.900,- 69.900,-
Hugsanlegt eldsneytisálag og erlent álag sem fer eftir
heimsmarkaðsstöðu eru ekki innifalin í verðinu. Álag, hvers eðlis
sem er, verður aðgengilegt í bókunarferlinu.
Aukalega fyrir eins manns herbergi 20.700,- kr. á mann/viku (ef fáanlegt).
Teikning úr franska dagblaðinu Le Petit Parisien 19. júlí 1908 sem sýnir jarðaber á Les Halles markaðnum í París við upphaf uppskerutímabils jarðarberja.
38 samtíminn Helgin 21.-23. febrúar 2014