Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 62
Dans-
inn
hefur
ólgað
í blóði
Frikka
síðan
í æsku
og nú eru
draumar
hans að
rætast.
Þetta er
vissulega
heilmikið
puð og hjá
okkur reynir
þetta sér-
staklega
á axlir og
mjaðmir.
DANS Friðrik ÁrNASoN DANSAr zúmbA um heimiNN
Arabíunætur létu
drauminn rætast
Síðan í æsku hefur Friðrik Árnason látið sig dreyma um að geta starfað í kringum dans og haft
lífsviðurværi af þeirri list. Þegar hann flutti til Stokkhólms hellti hann sér út í zúmba fitness. Í
þeim dansi kynntist hann Aminu El Mallaha. Þau náðu vel saman og hafa þróað zúmba-dans undir
áhrifum arabískrar tónlistar og nú stendur þeim til boða að zúmba um heiminn.
F riðrik Árnason byrjaði að æfa sam-kvæmisdansa þegar hann var aðeins fjögurra ára og síðan hefur hann þráð
að lifa og starfa í kringum dans. Draumur-
inn er að rætast núna, eftir að hann kynntist
vinkonu sinni Aminu El Mallaha. Þau hafa
þróað saman zúmba-dans undir arabískum
áhrifum og vakið slíka athygli að þeim stend-
ur til boða að sýna og kenna víðsvegar um
Evrópu og í Bandaríkjunum. Frikki, eins og
hann er kallaður, segist varla enn trúa þessu
og í hamingjuvímu þarf hann reglulega að
klípa sig til þess að fullvissa sig um
að hann sé ekki að dreyma.
„Ég hætti að dansa þegar ég
var sextán ára,“ segir Frikki
sem stundaði dans sem keppn-
isíþrótt og flutti meðal annars í
eitt og hálft ár til Ástralíu ásamt
dansdömu sinni þar sem þau
kenndu dans, æfðu og kepptu.
„Þetta gekk mjög vel en
ég hætti eftir Ástral-
íudvölina vegna þess
að álagið var orðið of
mikið.“ Frikki byrjaði
síðan aftur að dansa þeg-
ar hann kynntist zúmba-
fitness. „Ég fann mig bara
einhvern veginn algerlega
í þessu.“
Eftir Ástralíu ævintýr-
ið fór hann í háskólanám í
listrænni stjórnun í Mílanó
en þegar kærastanum hans
bauðst vinna í Stokkhólmi
elti hann ástina þangað. Og
þar byrjaði zúmba-boltinn
að rúlla.
„Í Stokkhólmi kynntist ég
Aminu, við fórum að vinna saman og þró-
uðum Arabian Nights zúmba-dansinn og þá
yfirtók dansinn eiginlega allt hjá mér.
Við þróuðum þetta út frá tónlist frá Mið-
Austurlöndum en við erum bæði blönduð.
Ég er að hluta til Indverji því mamma mín
er frá Indlandi og var ættleidd til Íslands
sem ungbarn. Amina er líka með austur-
lenskt blóð í æðum, því hún er að hluta til
Egypti, þannig að þarna kemur þessi mikli
áhugi okkar á austurlenskri tónlist og dans-
hefð. Við vinnum gríðarlega vel saman og
það var okkur hvatning þegar við fundum
fyrir miklum áhuga á þessari gerð tónlistar í
zúmba-kennslunni.“
Blaðamaðurinn spyr hvort zúmba sé ekki
bara einhvers konar leikfimi en það er víst
ekki tilfellið. „Þetta er vissulega heilmikið
puð og hjá okkur reynir þetta sérstaklega á
axlir og mjaðmir og við erum búin að stúdera
mikið hvernig má laga þennan dans að þessu
líkamsræktarformi og gera þetta aðgengi-
legt fólki sem sækir fitness danstíma eins
og zúmba. Við notum bara arabíska popp-
tónlist og magadansinn tengist þessu líka
en mamma Aminu er magadansari og hefur
kennt hann um allan heim í 30 ár.“
Frikki segir þau hlakka mjög til framtíðar-
innar en framundan eru ferðalög hjá þeim um
Evrópu þvera og endilanga í sumar þar sem
þau munu sýna Arabian Nights og þá hefur
þeim einnig verið boðið að taka þátt í stórri
zúmba-uppákomu í Bandaríkjunum í haust.
Frikki og Amina ætla að frumflytja Arabi-
an Nights í World Class í Laugum á laugar-
daginn og dansinn byrjar að duna klukkan
13.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Frikki og Amina kynntust við zúmba-kennslu í Stokkhólmi, náðu strax vel saman og þróuðu saman zúmba-dansinn Arabian Nights.
TóNliST JuSTiN TimberlAke Treður upp í kórNum í kópAvogi
Sextán þúsund manna tónleikar daginn eftir Menningarnótt
„Húsið tekur átján eða nítján
þúsund manns en við viljum fara
varlega og hafa nóg pláss. Með því
að hafa þetta sextán þúsund manna
tónleika getum við verið með
veitingasvæði, útisvæði og salerni
án þess að troða fólki út í öll horn,“
segir Ísleifur Þórhallsson, tónleika-
haldari hjá Senu.
Í gær var tilkynnt að poppstjarn-
an Justin Timberlake heldur tón-
leika í Kórnum í Kópavogi 24. ágúst
næstkomandi. Tónleikarnir verða
hluti af tónleikaferðalagi hans um
heiminn. Athygli vekur að þeir eru
daginn eftir Menningarnótt. „Þetta
ætti að verða ansi hressileg helgi
í skemmtanalífi landans,“ segir Ís-
leifur.
Miðasala hefst fimmtudaginn 6.
mars og verður fyrirkomulag henn-
ar kynnt á næstu dögum. Ísleifur
upplýsir þó að selt verði á þrjú svæði
í húsinu; gólf, stúku A og stúku B.
Hann segist telja að verðið eigi eftir
að koma fólki skemmtilega á óvart.
Verða einhver upphitunaratriði?
„Það lítur út fyrir að það verði
upphitunaratriði og ég býst við að
það verði íslenskur artisti. Það eru
þegar komnar nokkrar beiðnir frá
áhugasömum,“ segir Ísleifur. -hdm
Justin Timberlake mun koma fram á
stórtónleikum í Kórnum í Kópavogi í
ágúst. Mynd/NordicPhotos/Getty
Kjóll kr. 12.900
Frábær verð og
persónuleg þjónusta
Túnika
5.990 kr.
Ljóðskáldið og listmálar-
inn Bjarni Bernharður
hefur sent frá sér tvær
nýjar bækur Tímablik
og Tímaspor. Þetta eru
þriðja og fjórða bókin í
ljóðbókaúrvali Bjarna og
marka tímamót á ferli
hans þar sem hann hefur
ákveðið að snúa baki
við ljóðinu og helga sig
alfarið málverkinu. „Ég
verð 64 ára á þessu ári
og það er að síga inn á
síðasta korter lífs míns.
Á þessum tímamótum er
mér ljóst að ég er aðeins
skammt á veg kominn
með það sem ég ætlaði
mér með málverkið. Ég
hef þó ákveðnar hug-
myndir um umfang þess
sem þarf að ljúka áður
en minn hinsti dagur
rennur upp – og því má
ég engan tíma missa,“
segir Bjarni. Bækurnar
eru myndskreyttar með
olíu- og akrylmálverkum
höfundar sem lætur
hér reyna á hvort ljóð
og myndverk hans eiga
samleið.
Bumbudansari
í Tjarnarbíói
Dansverkið „Dansaðu fyrir
mig“ var frumsýnt í Tjarnarbíói
á fimmtudag en verkið var
frumsýnt á Akureyri í fyrra.
Verkið er þannig til komið að
Ármann Einarsson hafði í fimm-
tán ár dreymt um að dansa
samtímadans á sviði. Hann fékk
því son sinn, Pétur og unnustu
hans Brogan Davison, sem
er dansari og danshöfundur,
til þess að hjálpa sér að láta
drauminn verða að veruleika.
Niðurstaðan varð „Dansaðu
fyrir mig“ en Pétur segir verkið
ekki síst áhugavert þar sem
faðir hans „er með virkilega
myndarlega bumbu og hefur
aldrei nokkurn tímann hlotið
formlega danskennslu.“
Svanasöngvar Bjarna
62 dægurmál Helgin 21.-23. febrúar 2014