Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Þ Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rök mæla bæði með og móti – eins og í flestum stórmálum. Stuðningsmenn aðildar benda á stöðu okkar með öðrum Evrópuþjóðum og þar sé mikilvægasta markaðssvæði fyrir útflutning á íslenskri þjónustu og vörum. Efnahagsleg atriði vegi þungt og hrun krónunnar hafi orðið til þess að stór hluti íslenskra fjölskyldna sé í skuldafjötrum. Aukinn stöðugleiki fylgi upptöku evru í stað krónunnar og bætt stjórnsýsla vegna aukins aðhalds. Efnahagssamdráttur leiði ekki til gjald- eyriskreppu, verðbólgu og himinhárra vaxta. Þá verði aðgangur að erlendu fjármagni greiðari. Afnám tolla milli Íslands og Evrópusambandsríkja á land- búnaðar- og sjávarafurðum fylgi aðild og aukin tækifæri til útflutnings og full- vinnslu. Andstæðingar aðildar benda hins veg- ar á að henni fylgi framsal á löggjafar- og dómsvaldi en ekki síst snerti aðild forræði Íslendinga á náttúruauðlindum, sjávarútvegi, fiskimiðum, landbúnaði og matvæla- vinnslu í landinu. Sóknarfærin séu fólgin í sjálfstæðum samskiptum við aðrar þjóðir. Íslendingar stóðu höllum fæti þegar Alþingi sam- þykkti, með naumum meirihluta í júlí 2009, að fela þá- verandi ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu, stóðu varla uppréttir í samskiptum við aðra svo skömmu eftir banka- og efnahagshrun. Eflaust hafa þeir sem að samþykktinni stóðu gert sér vonir um að aðild, eða að minnsta kosti umsókn þar um, hjálpaði okkur út úr þrengingunum. Bjartsýnustu þingmenn Samfylkingarinnar, eina stjórnmálaflokksins sem stóð einhuga að aðildarumsókninni, töldu að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum á tiltölulega skömmum tíma. Það var borin von. Einhugur var ekki innan ríkis- stjórnarinnar sem falið var að sækja um. Hún var klofin í afstöðu sinni sem leiddi meðal annars til þess að nokkrir þingmenn annars stjórnarflokksins, Vinstri grænna, yfirgáfu flokkinn. Álykta má, vegna þessa, að umsóknin hafi verið ótímabær enda gengur Evrópusambandið út frá því að ríki sem sækir um aðild sækist í raun eftir því að komast í ríkjahópinn. Um það mátti deila hvað Íslend- inga varðaði árið 2009 – og enn frekar nú eftir að ný ríkisstjórn stöðvaði aðildarviðræðurnar, án þess þó að afturkalla umsóknina. Allt ferlið á síðasta kjörtímabili gekk út á það að kanna hvað væri í pökkum. Stóru pakkarnir, sem innihéldu landbúnaðar- en einkum sjávarútvegsmálin, voru hins vegar aldrei opnaðir – og raunar var ekkert í þá komið. Fyrri ríkisstjórn hægði á ferlinu þegar nær dró þingkosningum í fyrra – og sú sem við tók setti málið á ís. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir: „Gert verð- ur hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusamband- ið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Nú liggur þessi úttekt fyrir. Þar kemur fram að óheppilegt hafi verið að ekki skyldi auðnast að opna og leggja fram samningsafstöðu varðandi fjóra kafla, „ekki síst þar sem ljóst var að reyna myndi á ýmis mikilvæg álitamál hvað þá varðar, þ.e. landbúnaðar- kafla, sjávarútvegskafla, kafla um frjálsa fjármagns- flutninga og kafla um staðfesturétt og þjónustufrelsi.“ „Ætla má,“ segir í úttektinni, „að kaflarnir um frjálsa fjármagnsflutninga og staðfesturétt og þjónustufrelsi tengist málum í sjávarútvegskaflanum og þá sérstak- lega hvað varðar mögulegar takmarkanir við erlendum fjárfestingum í íslenskum sjávarútvegi. Jafnframt er það mat skýrsluhöfunda að erfitt hefði verið að semja út frá þeim áherslum sem lagðar voru í meirihlutaáliti utanríkisnefndar en þar má nefna atriði eins og form- legt forræði yfir auðlindum sjávar, takmarkanir við fjárfestingar og forsvar á alþjóðavettvangi. „Stofnanir Evrópusambandsins hafa,“ segir enn fremur, „vald til þess að setja löggjöf í sjávarútvegsmálum sambands- ins í mjög víðtækum mæli. Þá fer Evrópusambandið eitt með valdheimildir yfir varðveislu auðlinda í sam- eiginlegri fiskveiðistefnu þess.“ Einnig kemur fram í úttektinni að reynsla annarra þjóða sýni að erfitt hafi reynst að fá varanlegar undan- þágur frá sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins enda þýði aðild að land taki upp hins sameiginlega stefnu, þótt hægt sé að fá tímabundnar undanþágur. Ef þetta hefði komið upp úr sjávarútvegspakkanum hefði það að líkindum staðið í mörgum. Hann var hins vegar ófrágenginn þegar hlé var gert. Engar líkur eru á að núverandi ríkisstjórn og meirihluti á Alþingi haldi aðildarviðræðunum áfram á þessu kjörtímabili. Fram kom á flokksþingum beggja stjórnarflokkanna fyrir kosningarnar í fyrra að hagsmunum Íslendinga væri best borgið utan Evrópusambandsins. Í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er heldur ekki nein tímasetning á þjóðaratkvæðagreiðslu, aðeins sagt að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Mat á stöðunni er því að stjórnvöld muni afturkalla umsóknina – og væntanlegra er það heiðarlegra gagn- vart viðsemjandanum en að láta málið hanga í lausu lofti árum saman. Þróist mál svo í framtíðinni að inn- ganga í Evrópusambandið þyki álitlegri en nú ber að kanna afstöðu þjóðarinnar til þess fyrst og leggja síðan í leiðangurinn með traust bakland, liggi það fyrir – en láta vera ella ef meirihluti þjóðarinnar vill hafa það svo. Óumdeilt er síðan að kosið verður um niðurstöðu samninga, komi til þeirra. Stórmál hangi ekki í lausu lofti árum saman Virðing gagnvart samningsaðila Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is SILFUR 50% afsláttur LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Verslunin í Spönginni LOKAR – allt á að seljast GULL 30% afsláttur ÚR 50% af sláttur DKNY - Casio - Fossi l - Dies el 12 viðhorf Helgin 21.-23. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.