Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 2
Erla
Hlynsdóttir
erla@
frettatiminn.is
bakaðar kjúklingabringur
Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með
ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is
Balti og Lilja stækka við sig
Lilja
Pálmadóttir
og Baltasar
Kormákur
standa í
fram-
kvæmd-
um á
húsi
sínu við
Miðstræti í
Reykjavík.
Höfuðstöðvar Íslands-
banka á einum stað
Íslandsbanki hyggst sameina starfsemi
höfuðstöðva bankans á einum stað, á
Kirkjusandi, en starfsemi höfuðstöðva fer
fram á fjórum stöðum í dag. Sameiningin
felur í sér stækkun húsnæðis á Kirkjusandi
með viðbyggingu við suðurenda bygg-
ingarinnar. Stærsta breytingin mun felast í
flutningi á Upplýsingatækni- og rekstrar-
sviði bankans frá Lynghálsi á Kirkjusand,
en á því sviði starfa um 300 manns.
„Töluverð hagræðing næst með sam-
einingu höfuðstöðvanna á einn stað,
bæði með lægri leigukostnaði og lækkun
rekstrarkostnaðar vegna upplýsingakerfa,
viðhaldi vinnustöðva og rekstri mötu-
neyta,“ segir í tilkynningu bankans. Gert er
ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á seinni
hluta þessa árs og er áætlað að þær standi
yfir í um tvö ár. „Með þessari sameiningu
viljum við byggja upp öfluga fjármálamið-
stöð á besta stað í borginni,“ segir Birna
Einarsdóttir bankastjóri. -jh
Umsókn kvikmyndaleikstjórans
Baltasars Kormáks og Lilju
Sigurlínu Pálmadóttur um
breytingar á húsi þeirra við
Miðstræti 7 í 101 Reykjavík var
samþykkt á fundi umhverfis- og
skipulagsráðs í vikunni.
Baltasar og Lilja sóttu um leyfi
til að byggja kvist á norðurhlið
einbýlishússins. Eins og sjá má
á myndinni sem tekin var á
fimmtudag eru framkvæmdir
þegar hafnar. Erindi hjónanna
fylgdi umsögn Minjastofnunar
Íslands frá því í nóvember á
síðasta ári og umsögn Minja-
safns Reykjavíkur frá 9. janúar.
Í byggingarleyfinu er áskilin
lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Baltasar og Lilja eru sem
kunnugt er búsett að Hofi í
Skagafirði.
SkipulagSmál kirkjuráð vill ekki taka við Skuldugri ÞorlákSbúð
Hugmyndir hafa
einnig verið uppi um
að selja Þorláksbúð
og er Friðrik Páls-
son, eigandi Hótel
Rangár, einn þeirra
sem hefur sýnt
byggingunni áhuga.
Tólf milljónir
hvíla á Þorláksbúð
Þorláksbúðarfélagið, sem stóð að byggingu Þorláksbúðar við Skálholtskirkju, skuldar 12 milljónir.
Kirkjuráð vill ekki taka við skuldugri Þorláksbúð. Vígslubiskup í Skálholti segir að Kirkjuráð verði
að ganga frá sínum málum. Árni Johnsen segir það kosta um 200 milljónir að flytja eða fjarlægja
bygginguna.
S tyr hefur staðið um Þorláks-búð, tilgátuhús sem stendur við hlið Skálholtskirkju, allt
frá því að hugmyndir um húsið voru
kynntar. Nú þegar húsið er tilbúið
verður það ekki tekið í notkun fyrr
ljóst er hver tekur við skuldum
félagsins sem stóð að byggingu þess.
Skuldirnar nema 12 milljónum króna
samkvæmt upplýsingum formanns
þess, Árna Johnsen. Auk Árna sitja í
stjórn félagsins Geir Waage, sóknar-
prestur í Reykholti, og Egill Hall-
grímsson, sóknarprestur í Skálholti.
Raddir hafa verið uppi um að flytja
eða jafnvel selja húsið.
Kristján Valur Ingólfsson, vígslu-
biskup í Skálholti, segir ekki vera á
dagskrá að taka á móti Þorláksbúð
fyrr en Kirkjuráð hafi gengið frá
sínum málum. „Á sínum tíma sam-
þykkti Kirkjuráð að það myndi ekki
taka við Þorláksbúð nema skuld-
lausri og kvaðalausri. Þorláksbúðar-
félagið ber ákveðna ábyrgð því að
það bauðst til þess á sínum tíma að
útvega fjárstuðning við bygginguna.
Þar að auki hefur heldur ekki verið
samið um það hvernig eigi að sjá
um viðhald á byggingunni, en hún
þarfnast nú þegar viðhalds. Í dag
eru skuldir á byggingunni og það
eru ýmis mál í óvissu. Til að mynda
telur Kristín Huld Sigurðardóttir,
forstöðumaður Minjastofnunar, að
það eigi að flytja bygginguna og það
kostar auðvitað peninga líka.“
Árni Johnsen segir það kosta um
200 milljónir að flytja eða fjarlægja
bygginguna og byggja nýja, og að
það komi ekki til greina af hálfu
félagsins. Skuldir félagsins segir
Árni tilkomnar vegna þess að ekki
hafi gefist vinnufriður til að leysa úr
málum félagsins. „Við höfum starfað
í þessu í sjálfboðavinnu og af áhuga-
mennsku en eigum eftir að gera
upp ákveðna kostnaðarþætti því við
höfum ekki fengið frið til að afla fjár
vegna eilífra ásókna frá Eiði Guðna-
syni, Vilhjálmi Bjarnasyni, Þorkeli
Helgasyni og Jóni Hákoni Magnús-
syni. Þessir menn vinna stanslaust
í því að gera hlutina tortryggilega.
Auðvitað ætluðum við að skila hús-
inu til kirkjunnar skuldlausu en það
eru bara of margir púkar á fjósbit-
anum,“ segir Árni Johnsen.
Hugmyndir hafa einnig verið uppi
um að selja Þorláksbúð og er Frið-
rik Pálsson, eigandi Hótel Rangár,
einn þeirra sem hefur sýnt bygging-
unni áhuga. Friðrik staðfesti í sam-
tali við Fréttatímann að hann hafi
lýst áhuga á Þorláksbúð þegar hún
var hálfbyggð. „Já, ég hringdi þá
í Árna Johnsen og sagði honum
að ef til þess kæmi að rífa ætti
húsið eða flytja það þá hefði ég
áhuga.“
Halla Harðardóttir.
halla@frettatiminn.is
Árni Johnsen var einn forvígismanna
við byggingu Þorláksbúðar í Skálholti.
Húsið er tilbúið en hefur ekki verið tekið
í notkun. Árni segir of marga púka á fjós-
bitanum til að vinnufriður hafi gefist til að
klára verkið.
Þegar eru 304 ungmenni
skráð í borgaralega fermingu
Siðmenntar í vor sem jafngildir
7,3% allra ungmenna á ferm-
ingaraldri. Töluverð aukning
hefur átt sér stað milli ára en
í fyrra fermdust 212 borgara-
lega hjá Siðmennt og nemur
aukningin því 44%. „Líklega
eru nokkrar ástæður fyrir
auknum vinsældum. Mögulega
hefur lögskráning félagsins
haft jákvæð áhrif til viðbótar
við góðan orðstír fermingar-
innar. Mestu skiptir að Jóhann
Björnsson, heimspekingur
og kennari, hefur byggt upp
afar vandað námskeið sem öll
ungmennin sækja á 12 vikna
tímabili,“ segir Hope Knútsson,
stofnandi Siðmenntar og for-
maður til fjölda ára. Í vor verða
þrjár athafnir í Háskólabíói
í Reykjavík, tvær í Salnum í
Kópavogi, ein í Hofi á Akureyri
og ein á hverjum eftirtaldra
staða: Fljótsdalshéraði, Höfn í
Hornafirði og Suðurlandi. Bú-
ast má við um að 4.000 gestir
verði við athafnirnar í ár.
Það eru 25 ár síðan boðið var
fyrst upp á borgaralega ferm-
ingu hér á landi. Sextán ung-
menni voru í fyrsta hópnum
en þátttakendum hefur fjölgað
reglulega síðan. Sérstaklega
mikil fjölgun hefur orðið síðan
2010 en þá fermdust 166 ung-
menni borgaralega.
Á námskeiðunum fyrir
borgaralega fermingu er meðal
annars fjallað um gagnrýna
hugsun, frelsi, ábyrgð, mann-
réttindi, samskipti unglinga og
fullorðinna, og fordóma.
SamfélagSmál gríðarleg aukning er meðal ungmenna Sem Skráð eru í borgaralega fermingu
44% fleiri skráðir í borgaralega fermingu
Hope Knútsson segir ánægjulegt hversu mörg ungmenni sækjast í að
fermast borgaralega hjá Siðmennt. Ljósmynd/Hari
Borgin semur við ÍR
Jón Gnarr borgarstjóri og Hjálmar Sigur-
þórsson, formaður Íþróttafélags Reykja-
víkur, undirrituðu í vikunni nýjan samning
til ársins 2020 en samkvæmt honum mun
borgin nú þegar hefja undirbúning að
nýjum æfingavelli á ÍR-svæðinu við Mjódd.
Frjálsíþróttadeild ÍR, sem er ein sú stærsta
í Evrópu, mun áfram reka íþróttahús Selja-
skóla og íþróttahús við Austurberg, en
félagið hefur haft reksturinn með höndum
síðastliðin þrjú ár. Auk þess
er ráðgert að endurskipu-
lagningu íþróttamann-
virkja ÍR í Suður-Mjódd
verði lokið fyrir
1. maí 2014 og
í að í kjölfarið
verði gerður
sérstakur
samningur um
framkvæmdir
og fjármögnun á
svæðinu.
2 fréttir Helgin 21.-23. febrúar 2014