Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 21
í hvert skipti sem við hittumst. Mér finnst það gera sambandið svo mikið betra,“ segir hún. Kalli bætir við: „Fyrstu fimm mínúturnar skipta öllu, hvort sem það er þegar fólk kemur heim eða hittist í bíln- um eftir viðskilnað yfir daginn. Ef það er byrjað illa er erfitt að vinda ofan af því en ef manni tekst að byrja vel þá er auðveldara að halda góðri stemningu.“ Vissi ekki að hún væri feit Þrátt fyrir að nokkuð sé í fæðingu barnsins hefur Tobba nóg fyrir stafni því auk þess að stýra mark- aðsmálum Skjásins leggur hún nú lokahönd á fjórðu bókina sína sem er væntanleg í maí. „Þetta er svona hálf sjálfsævisöguleg bók en er í raun bara safn af skemmtilegum frásögnum úr mínu lífi. Eflaust hugsa margir með sér hvað ég sé rosalega sjálfhverf og hvað ég sé nú að pæla að gefa út ævisögu svona næstum því nýfædd. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleikinn er svo miklu steiktari en nokkur skáld- skapur og ég hef oft verið spurð hvort þessar sögur séu sannar. Það eru líka sumir sem halda að ég hafi fengið allt upp í hendurnar en bókin á sannarlega erindi við ungt fólk því þarna segi ég frá ýmsu mótlæti sem ég hef orðið fyrir og hvernig ég hef unnið með það. Ég var um tíma orðin hundrað kíló en upplifði mig aldrei sem feita. Ég man eftir því að hafa ein- hverju sinni verið að labba heim úr skólanum og einhver kallaði á mig að ég væri ógeðslega feit, og ég var bara svo hissa. Það hafði aldrei neinn sagt það við mig áður og það hvarflaði aldrei að mér að ég væri sérstaklega feit. Mamma var orðin útlærður næringarfræðingur því hún óttaðist svo að ég yrði lögð í einelti en staðreyndin var hins vegar sú að ég var alltaf hressi krakkinn og ef aðrir sögðu eitthvað ljótt við mig þá bara barði ég þá. Einu sinni var ég send til skólastjór- ans út af slíku og þegar ég sagði honum að ég hefði barið strákinn því hann kallaði mig feita sagði skólastjórinn mér bara endilega að gefa honum einn á´ann. Þarna eru líka sögur af kærastamálum, starfi mínu hjá slúðurtímariti og margt sem á eftir að koma á óvart,“ segir Tobba leyndardómsfull. Kalli ætlar að ljúka kjörtíma- bilinu og taka þátt í kosningabar- áttunni en skömmu eftir borgar- stjórnarkosningarnar verður Kalli orðinn pabbi og Tobba orðin mamma. „Maður veit aldrei hvort maður verður gott foreldri. Þetta er skemmtilegt og spennandi þó ég sé líka dauðhrædd. En við erum ánægð og ætlum að gera okkar allra besta,“ segir Tobba. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Atlantsolía leitar að sjálfstæðum rekstraraðila til að reka söluturn við bensínstöð sína að Kópavogsbraut 115. Bensínstöðin að Kópavogsbraut var sú fyrsta sem fyrirtækið tók í notkun og hefur markað sér sterkan sess á markaðssvæði sínu. Við leitum að traustum og ábyggilegum aðila. Mikill kostur væri að þekkja til reksturs sambærilegra stöðva. Umsóknir sendist á johanna@atlantsolia.is fyrir þriðjudaginn 25. febrúar. SÖLUTURN ATLANTSOLÍU REKSTRARAÐILI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.