Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 16
Margverðlaunað, þriggja binda, verk um mannlíf á millistríðsárunum 1919 – 1939. Lifandi lýsing á landi og þjóð, í máli og nær 2000 myndum, á einhverju mesta umbrotaskeiði Íslandssögunnar. Síðustu 160 settin boðin á 9.900.- í stað 29.900.- á bókamarkaðinum í Laugardal. Verkinu fylgja 40 sérprentaðar myndir úr bókunum og nokkrar tveggja alda gamlar, litaðar þjóðlífsmyndir. Örn og Örlygur - Sími: 898 6658 Netfang: ornogorlygur@gmail.com Árni Björnsson þjóðháttafræðingur ritar hnitmiðað yfirlit um menningar- og atvinnusögu tímabilsins í meginhluta fyrsta bindisins, eins konar ramma utan um verkið og skipar því í samhengi við sinn tíma. M ér finnst ég skynja vís-bendingar um breytt gildismat sem mögulega á eftir að sjást í því sem byggt verður á komandi árum,“ segir Pétur Ár- mannsson, arkitekt og meðlimur í Torfusamtökunum. „Margir hafa óbeit á ríkmannlegri naumhyggju „2007“-áranna og þeirri ofgnótt sem einkenndi þann lífsstíl sem slík hús voru hönnuð fyrir. Ljóst er að það voru bæði mjög góðir hlutir og slæmir gerðir í arkitektúr á hrun- tímabilinu en það er kannski enn of nálægt okkur í tíma til að hægt sé að meta að verðleikum það sem vel var gert þá.“ Hann segir erfitt að fullyrða hvað taki nú við, efnahagur þorra fólks leyfi ekki lengur þann lífsstíl sem tíðkaðist fyrir nokkrum árum, unga kynslóðin þurfi að gera sér að góðu mun minna og ódýrara húsnæði. „Það þýðir samt alls ekki að húsnæði verði nú illa hannað. Góður arkitektúr felst ekki í íburði og óhófi, vel hönnuð smáíbúð getur verið markverðari byggingarlist en rándýrt einbýlishús í yfirstærð,” segir Pétur. Sigrún Birgisdóttir, deildarfor- seti hönnunar og arkitektúrdeildar Listaháskólans, segir hraða hafa einkennt þróunina fyrir hrun og áherslur um gæði byggðar hafi verið aðrar en í dag. „Á þessum tíma var enn í gangi hugsun sem er afsprengi hinnar módernísku hugsunar, en hún fjallaði um að brjóta nýtt land og byggja nýjar stakstæðar byggingar. Innan þessarar hugsunar er mikil áhersla á einkarétt og einkarými. Fyrirtæki fengu landrými án þess að þurfa að gefa eitthvað til baka til samfélagsins og gífurlegt land var brotið undir heimili borgar- búa. Afsprengi þessarar stefnu eru úthverfin í jaðri borgarinnar en sú byggð kallar á gríðarlegt álag á sam- göngukerfi hennar.“ Magnús Jensen er sjálfstætt starf- andi arkitekt og áhugamaður um bíllausan lífsstíl. Hann er sammála Sigrúnu um það að hraðinn hafi verið gífurlegur og telur byggingar og skipulagsmál hafa goldið fyrir það. „Borgartún er dæmi um götu sem hefur byggst þrisvar. Fyrst var Höfðaborgin þarna, svo iðnaðar- hverfi og nú viðskiptahverfi. Þetta er gott dæmi um að það má þróa borg áfram og bæta hana. En það var hins vegar ekki gert. Borgartúnið er bein leið á sléttlendi frá austurenda miðbæjarins inn í Laugardal. Þarna hefði átt að vera mannlífsgata með gott míkróklíma en alls ekki stök hús með ókeypis bifreiðastæðum á milli.“ Magnús segist finna fyrir umræðu núna sem átti sér ekki rými fyrir hrun en telur enn frekari sjálfsskoð- un nauðsynlega. Breyttar áherslur Almenn hugarfarsbreyting virðist eiga sér stað í hönnun og bygg- ingarlist og Ísland fer ekki varhluta af því. Aukin áhersla er nú á þéttingu byggðar en búist er við því að um miðja þessa öld muni 80% jarðarbúa búa í borg. Byggingariðnaðurinn er einn sá mest mengandi í heiminum og reynt er að bregðast við því með vistvænni húsum og hverfum. Stjór- nvöld eru farin að leggja sitt af mörk- um sem sést í breyttum áherslum og í nýju borgarskipulagi. Fólk virðist almennt vera að vakna til vitundar um umhverfi sitt. Sigrún Birgisdóttir segir Listahá- skólann búa nemendur undir breyttar áherslur. „Búsetuskilyrði mannkyns eru að breytast alveg gríðarlega mikið svo borgarþróun er því orðin umhverfismál. Við leggjum líka ríka áherslu á það hér í náminu, að líta ekki á byggingar sem stakar einingar og að góður arkitektúr fjalli um umhverfi sitt, bæði félagslegt og landfræðilegt.“ Samkvæmt viðmælendum er greinilegt að vindar blása í nýjar Hugarfarsbreyting í hönnun og byggingarlist Byggingariðnaðurinn er að taka við sér eftir langa niðursveiflu, en hvað er verið að byggja og hvernig? Viðmælendur skynja allir nýjan tíðaranda eftir hrun sem eigi eftir að formgerast á næstu árum í þéttari byggð og arkitektúr sem hugsar út fyrir rýmið. áttir. Teikn um þessa nýju tíma eru þverfagleg samstarfsverkefni. „Hæg breytileg átt“ er eitt þeirra verkefna sem spegla tíðarandann og spenn- andi verður að fylgjast með þróun þess. Verkefnið er leitt af Hönnunar- sjóði Auroru og er samstarfsverkefni milli Reykjavíkurborgar, Samtaka iðnaðarins, Félagsbústaða, Íbúðal- ánasjóðs og Hönnunarmiðstöðvar, en Sigrún Birgisdóttir verður ráðgjafi þess. Þar er kallað til þverfaglegs teymis, mjög fjölbreytts hóps ungra arkitekta og sérfræðinga, sem munu vinna að tillögugerð fyrir nýjar tegundir af húsnæði og endurskoða hvernig heimili við munum búa okkur í framtíðinni. Vistvæn framtíð? Aðalheiður Atladóttir er arkitekt hjá a2f arkitektum. Hún finnur einnig fyrir hugarfarsbreytingu. Breyttar áherslur sé að finna hjá viðskipta- vinum sem velji nú ódýrari og lág- stemmdari efni en áður og almennt sé sýnd meiri varkárni og nýtni. „Mér finnst fólk líka líta til lengri tíma núna, hugsa meira um viðhalds- kostnað og hámarksnýtingu efn- anna.“ Aðalheiður er einn hönnuða Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, en hann flokkast undir vistvæna bygg- ingarlist og er af mörgum talinn vera tákn um nýja tíma í byggingarlist á Íslandi. „Vistvæn hönnun gengur út á það byggingin sjálf, bæði fram- kvæmd hennar, og svo áframhald- andi rekstur, sé gerð með það í huga að skaða umhverfið sem minnst,“ segir Aðalheiður. Umhverfismeð- vitundin nær til margra samverk- andi þátta. Aðalheiður nefnir sem dæmi efnivið sem þarfnist ekki viðhalds og aðgerðir sem vekji upp umhverfismeðvitund hjá notendum byggingarinnar en þeir eru hvattir til að nota almenningssamgöngur eða hjól, vatnsbrunnar eru á hverri hæð ásamt töflum sem upplýsa um orkunotkun hússins. Tvær aðrar nýbyggingar hafa verið byggðar með þessar hugmyndir að leiðarljósi á Ís- landi, Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ og Snæfellsstofa, gestastof- an í Vatnajökulsþjóðgarði, en nú er fyrirhugað að fleiri byggingar fái um- hverfisvottun, s.s. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Hús íslenskra fræða og nýi Landspítalinn. Megum ekki gefa of hratt í Auðvitað eru það gleðifréttir að byggingariðnaðurinn sé farinn að taka við sér en viðmælendur eru sammála um það að stíga verði varlega til jarðar og varast hrað- ann sem einkenndi árin fyrir hrun. Gífurleg aukning hefur orðið í ferðaþjónustu og ýmsir eru ugg- andi yfir þróun mála þegar kemur að mannvirkjagerð innan hennar. Of mikill hraði og skammtíma- sjónarmið megi ekki ná yfirhönd- inni aftur. „Það hefur margt gott verið gert á þessu sviði á undan- förnum árum, en margt má betur fara. Við verðum að passa okkur á því að þetta verði ekki að bólu og við verðum að vanda okkur. Það þýðir ekki að henda bara einhverju upp í flýti,“ segir Aðalheiður. Sigrún bendir á að fyrir höndum sé að læra af reynslunni og vinna að fleiri rannsóknum, skamm- tímalausnir megi ekki verða að langtímalausnum. „Ísland gæti verið fyrirmyndarland hvað sjálf- bærni og vistvæni varðar, hér eru allir möguleikar til að byggja upp ferðaþjónustu í sátt við samfélag og náttúru, en til þess þurfum við tíma til að þróa ný verkefni. Hér mætti stuðla í auknum mæli að gæði í hönnun og framkvæmd og gefa smærri inngripum ráðrúm og stuðning en ekki að stökkva á stórtækar og umhverfisskaðlegar lausnir. Til dæmis mætti stórauka stuðning við minni ferðaþjóna til uppbyggingar á ferðamannastöð- um.“ Að lokum bendir Sigrún á Fram- haldsskólann í Mosfellsbæ sem dæmi um byggingu nýrra tíma og eins aukna endurgerð gamall húsa, en franski spítalinn á Stöðvarfirði virðist henni mjög áhugavert verk- efni og sömuleiðis endurgerðin á Hótel Egilsen í Stykkishómi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var unninn af a2f arkitektum. Hann þykir vera tákn um nýja tíma í íslenskri byggingarlist. Borgartúnið er dæmi um vanhugsað skipulag, að mati Magnúsar Jenssonar arkitekts. Sæbrautin árið 2008. Uppbygg- ingin í aðdraganda hrunsins ein- kenndist af miklum hraða. 16 fréttaskýring Helgin 21.-23. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.