Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 48
48 bílar Helgin 21.-23. febrúar 2014  ReynsluakstuR FoRd Fiesta Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is 3,6 L/100KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI C02 ÚTBLÁSTUR AÐEINS 94 g HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL KOSTAR FRÁ KR. 3.940.000 Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty Direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð. Bí ll á m yn d: H on da C ivi c 1 .6 i-D TE C E xe cu tiv e. HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL 3,63,3 4,0L /100km L /100kmL /100km Utanbæjar akstur Blandaður akstur Innanbæjar akstur CO2 útblástur 94 g/km Komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth Dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts. Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 www.honda.is HONDA CIVIC 1.4 BENSÍN - BEINSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.490.000 HONDA CIVIC 1.8 BENSÍN - SJÁLFSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.940.000 F ord Fiesta var mest seldi bíll-inn í sínum flokki í Evrópu í fyrra og það var hann líka árið áður. Þetta kemur alls ekki á óvart því þessi bíll hefur allt sem til þarf fyrir einstaklinga og litlar fjölskyldur, hvorki meira né minna. Bíllinn sem ég reynsluók var hefðbundinn Ford Fiesta Trend bensínbíll og er því svo haganlega fyrirkomið að það er engin leið að setja dísil á bensínbílinn, og öfugt. Ekki að ég kannist við að hafa lent í slíku óhappi. Bíllinn var ekki búinn neinum aukabúnaði en var þó búinn öllu sem þarf þó ég væri svolítið spennt fyrir upphitanlegri framrúðu sem hægt er að panta sérstaklega. Þó er hann mjög fljótur að hitna sem skiptir miklu á köldum febrúar- morgnum, ekki síst þegar dagurinn hefst á að keyra barn á leikskóla. Ég ætlaði nú ekki að skrifa það í þennan dóm en rétt áður en ég tók fyrstu beygjuna tók ég sérstaklega eftir því hvað mér fannst blikk-hljóð- ið í stefnuljósinu vera notalegt. Síðar hafði ljósmyndari Fréttatímans sér- staklega á orði hvað honum fyndist einmitt þetta hljóð vera óþolandi. Það kom mér á óvart að þetta skyldi vera svona umdeilt hljóð, en ég stend vitanlega fast á mínu. Ég er alltaf svolítið vandfýsin á liti á bílum og var svo heppin að fá eldrauðan Fiesta til afnota. „Þú færð rauðan, í stíl við úlpuna þína,“ sagði sölustjórinn í Brim- borg en þegar litið er yfir Evrópu eru vinsælustu litirnir hvítur, svartur og grár. Í útliti er hann bara heldur töff, með fallegar línur og gaman að spóka sig á honum, en á síðasta ári var fram- endi Fiesta endurhannaður með góðum árangri. Við hönnun bílsins var lögð á að hann væri eins umhverfisvænn og mögulegt væri, hann er búinn eins lítra EcoBoost-vél, auk Start/stop- tækninnar og honum má leggja ókeypis í bílastæði Reykjavíkurborg- ar sem er ótvíræður kostur. Öryggið skiptir alltaf máli og Fiesta fékk hæstu einkunn í árekstraprófunum, bæði hjá evrópsku og bandarískum umferðaröryggisstofnunum, Euro NCAP og IIHS. Þá er bíllinn búinn ISOFIX-festingum fyrir tvo bílstóla en ekki er pláss fyrir mikið meira í aftursætunum. Lítið farangursrými er líka óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að eiga smábíl en fólk verður vitanlega að forgangsraða eftir eigin þörfum. Hvað stjórntæki varðar er bíllinn með My Key-tækni sem gerir fólki kleift að forrita lyklana með takmörk- um á hámarkshraða og hljóðstyrk hljómtækja, svo dæmi séu tekin, sem líklega hentar best þegar lítt reyndir ökumenn taka við stýrinu. Stóri kosturinn er gott og mjög sanngjarnt verð. Um tíma hugsaði ég með mér að þetta væru fullkomin fyrstu kaup fyrir ungt fólk en eftir að vinur minn, sem ég skutlaði á bílnum, hafði á orði að bíllinn færi mér sérlega vel varð ég að viður- kenna að hann hentar þörfum mín- um og minnar litlu fjölskyldu algjör- lega, og dóttir mín hafði sérstaklega Umhverfisvænn og hlaðinn öryggisbúnaði Ford Fiesta er lipur og fal- legur bíll á góðu verði. Hann er hlaðinn öryggisbúnaði og hefur hlotið hæstu einkunn á öryggis- prófunum. Vegna þess hversu umhverfisvænn hann er má leggja honum frítt í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík. Kröfuhörð börn vilja geta séð vel út um glugga úr aftursætinu og það er sannarlega hægt í Ford Fiesta. Kostir Hagkvæmur Töff hönnun Lipur í akstri Gott verð Umhverfisvænn Frítt í stæði Lítið farangursrými Helstu upplýsingar Ford Fiesta Trend Beinskiptur, 5 dyra Vél 1,0i Hestöfl 100 Togkraftur 170 4,3 l/100 km í blönduðum akstri CO2: 99 g/km Lengd 3969 mm Breidd 1722 mm Farangursrými 290 lítrar Verð frá 2.450.000 kr Framendi Ford Fiesta var endurhannaður á síðasta ári og er bíllinn því enn rennilegri en áður. Ljósmynd/Hari orð á því hvað hún sæi vel út um gluggana úr aftursætinu. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.