Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 44
44 heilsa Helgin 21.-23. febrúar 2014 É g ákvað að prófa Femarelle síðasta vetur eftir að hafa lesið frásögn konu í blaði þar sem hún lýsti ánægju sinni með vöruna,“ segir Soffía Káradóttir sem á þeim tíma var að byrja á breytingaskeið- inu en vildi ekki nota hormóna. „Ég fann fyrir hitakófum, fótaóeirð, skapsveiflum, líkamlegri vanlíðan og vaknaði oft upp á nóttunni.“ Eftir að Soffía hafði tekið Femarelle inn í aðeins 10 daga hurfu öll einkenni breytinga- skeiðsins. „Nú fæ ég samfelldan svefn, finn ekki lengur fyrir hitakófum eða fótaóeirð og líður mun betur á allan hátt og er í góðu jafnvægi.“ Soffía mælir hiklaust með Femarelle við vinkonur sínar. „Ein þeirra hætti á horm- ónum og notar Femarelle í dag. Ég mæli með því að allar konur á breytingaaldrinum prófi Femarelle og get ekki ímyndað mér hvernig mér liði í dag ef ég hefði ekki kynnst þessu dásamlega undraefni.“ Virkni Femarelle hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 13 árum. Femarelle er fáanlegt í apó- tekum, heilsuverslunum og í heilsuhill- um stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is og á Facebook- síðunni Femarelle. Femarelle er náttúruleg vara, unnin úr soya og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. Hitakóf, nætursviti, skapsveiflur og verkir í liðum og vöðvum eru algeng einkenni tíðahvarfa. KYNNING Femarelle er dásamlegt fyrir konur á breytingaskeiði Soffía Káradóttir hefur notað Fem- arelle í rúmlega ár og segir árangurinn mjög góðan. Eftir aðeins 10 daga notkun hurfu öll einkenni breytinga- skeiðsins. Fem- arelle er náttúruleg vara, unnin úr soya og hefur virkni þess verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 13 árum. UMBÚÐIR NÁTTÚRULEGA BETRI Það er lítið mál að endurvinna nýju Smjörva umbúðirnar. Þú tekur bara pappann af plastöskjunni og setur í pappírstunnuna. Gámar fyrir plastumbúðir eru á næstu grenndarstöð eða endurvinnslustöð. NÚ Í400gUMBÚÐUM E N N E M M / S IA • N M 61 3 27  Heilsa Friðsæll Febrúar verður settur á sunnudag Hugleiðsluvika í febrúarlok Síðasta vikan í febrúar er tileinkuð friðsæld að þessu sinni þar sem fólk og fyrirtæki kynna hug- leiðslu fyrir almenningi án endurgjalds. Tímaritið Í boði náttúrunnar stendur fyrir Friðsælum febrúar og stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður. Verkefnisstýra segir hugleiðslu vera mikilvægt tæki til að takast á við kvíða, þunglyndi og streitu. Þ að er svo mikill hraði í sam-félaginu og í amstri dagsins gefum við okkur ekki tíma til að staldra við og kyrra hugann,“ segir Gyða Dröfn Tryggvadóttir, verkefnistýra Friðsældar í febrúar – viðburðar sem ætlað er að vekja athygli á hugleiðslu. Friðsæld í febrúar er ætlað að verða árlegur viðburður þar sem athygli er beint að hugleiðslu og þeim ávinningi sem í kyrrðinni felst. „Kvíði, þunglyndi og streita hrjáir æ fleiri og hugleiðsla er tæki sem hægt er að nota til að takast á við þessa kvilla. Hugleiðslan hjálpar okkur að þekkja eigin hug og þar af leiðandi takast betur á við líf okkar, þar sem skiptast á skin og skúrir. Við búum við endalaust áreiti og því er mikilvægt að gefa sér tíma til að staldra við, kyrra hugann og vera til staðar hér og nú,“ segir Gyða Dröfn. Forsvarsmenn Friðsældar í febrú- ar höfðu samband við aðila sem bjóða upp á hugleiðslu á höfuðborg- arsvæðinu og víðar og buðu þeim að vera með. „Við fengum ótrúlega góð viðbrögð og bjuggumst satt að segja ekki við svona góðri þátttöku,“ segir Gyða. Meðal þess sem kynnt verður í vikunni er iðkun SGI búddista, Zen hugleiðsla, jóga Nidra, heilunarhug- leiðsla og Gong slökun. Yfirlit yfir alla viðburðina á finna á vefnum ibn. is/vidburdir/ sem og á Facebook- síðu Friðsældar í febrúar. Guðbjörg Gissurardóttir, ritstýra Í boði náttúrunnar og forsprakki þessarar hugleiðsluviku, ritar um mikilvægi hugleiðslu á vef tímarits- ins og gefur leiðbeiningar fyrir þá sem eru að hefja hugleiðslu: „Komdu þér vel fyrir á stól með góðan stuðning við bakið og hendur í kjöltu eða á lærum. Mikil- vægt er að ganga úr skugga um að maður verði ekki fyrir truflun. Dragðu djúpt inn andann, alveg niður í maga. Á útöndun lætur þú alla spennu líða úr líkamanum. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum eða þangað til þú hefur náð góðri slökun. Beindu athyglinni að öndun- Hugleiðslan hjálpar okkur að þekkja eigin hug og þar af leið- andi takast betur á við líf okkar, þar sem skiptast á skin og skúrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.