Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 10
Komdu á háskóladaginn! Taktu upplýsta ákvörðun! 1. mars kl. 12 – 16 Egilsstaðir, ME 
19. mars kl. 11 - 13:30. 

 Akureyri, VMA 
20. mars kl. 11 - 13:30.

 Selfoss, FSU 26. mars kl. 10 - 13. 

Ísafjörður, MÍ 
27. mars kl. 11 - 13. Háskóladagurinn um allt land Háskóli Íslands kynnir námsframboð sitt í Aðalbyggingu, Háskólatorgi, Öskju og Háskólabíói.   
Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands verða með námskynningu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Listaháskóli Íslands verður með kynningu á námsbrautum sínum í Þverholti 11. 

 Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna námsframboð háskólanna í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Fríar rútuferðir á milli HÍ, HR og LHÍ (Þverholti). /Háskóladagurinn #hdagurinn É g var ekki þessi týpíski tölvunörd. Ég spilaði ekki tölvuleiki og þegar ég byrjaði hafði aldrei forritað,“ segir Helga Guðmundsdóttir, meistara- fræðinemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, en Helga dúxaði þegar hún lauk grunnnám- inu núna í janúar. „Ég var lengi vel hikandi við að skrá mig í námið og fannst eins og þarna væru bara ein- hverjir strákar með snillingastimpil á enninu og að ég ætti lítið erindi með þeim, sem auðvitað var algjör misskilningur. Fyrst prófaði ég að vinna á tölvuverkstæði og fór á námskeið hjá NTV, Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum, til að fá smá sjálfstraust. Þar gekk mér vel og ég ákvað að fara í námið,“ segir hún en alls liðu fimm ár frá því áhug- inn vaknaði þar til hún lét af verða að skrá sig í tölvunarfræði. Helga vinnur nú að meistaraverkefni sínu í samstarfi við vísindamenn frá Facebook. Í grunnnáminu stund- aði hún rannsóknir fyrir NASA og Google er þegar byrjað að hafa samband. Helga er einnig ein af stofnendum /sys/tra, sem er félag kvenna innan tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík. Ekki alltaf góður nemandi Helga var ekki alltaf góður nem- andi, rétt skreið í gegn um mennta- skólann og fannst námið hund- leiðinlegt. Þegar kom að því að velja háskólafag var tölvunarfræði aðeins eitt þeirra faga sem komu til greina. „Ég var ekkert fullkomlega viss um að þetta væri málið en ég var ágætis notandi og tölvur hafa legið ágætlega fyrir mér. Ef það þurfti að gera eitthvað með tölvu gat ég fundið út úr því. Mér finnst líka heillandi við tölvunarfræðina að það er hægt að tengja hana við hvað sem er. Þó mann langi til dæmis síðar að læra líffræði þá er hægt að tengja það saman. Mögu- leikarnir eru endalausir. Mér gekk strax vel í náminu enda fannst mér það skemmtilegt og ég sinnti því. Það skiptir öllu að maður hafi áhuga á því sem maður er að læra. Á þriðju önn skráði ég mig í mjög erfiðan stærðfræðikúrs, nánast af slysni, og flestir þar voru á þriðja ári í stærðfræði en ég hef lítinn stærðfræðibakgrunn, enda langt síðan ég var í menntaskóla. Ég ákvað bara að taka þessari áskorun, lagði á mig mikla vinnu og stóð uppi með hæstu einkunn á öllum verkefnum og á lokapróf- inu í kúrsinum. Það er svo mikill persónulegur sigur að halda að maður eigi ekki erindi en ganga svo miklu betur en maður þorði að vona. Sagan hefur síðan endur- tekið sig. Ég skráði mig til dæmis í tölvuöryggisáfanga, eina stelpan sem hingað til hefur verið í þeim áfanga, og ákvað að vera ekki hrædd við strákana með snill- ingastimpilinn sem mér fannst vita allt fyrirfram. Þar lærði ég að hakka og hef tvisvar komist í úrslit í Hakkarakeppni HR,“ segir hún en tilgangur keppninnar er að kenna forriturum og yfirmönnum tölvu- fyrirtækja að fyrirbyggja árásir tölvuþrjóta með því að þekkja þær leiðir sem andstæðingurinn notar til að koma í veg fyrir að hann fái sínu framgengt. Alltaf eina stelpan Eftir að Helga tók þátt í hakkara- keppninni síðasta haust fór hún fyrir alvöru að velta fyrir sér stöðu kvenna í tölvunarfræði. „Þar var ég eina stelpan annað árið í röð. Ég hafði líka tekið þátt í forritun- arkeppnum og sá engar stelpur þar heldur.“ Hún var einnig ein í strákahópi þegar hún vann loka- verkefnið sitt í grunnnáminu en þá fór hún í starfsnám við hina virtu Fraunhofer-stofnun í Bandaríkjun- um. Þar vann hún að rannsóknum að sjálfvirkum prófunum á kerfum sem NASA notar til að stjórna gervihnöttum. „Það var sama hvað ég tók mér fyrir hendur, ég var alltaf eina stelpan. Ég hreinlega vildi ekki trúa því að engar aðrar stelpur hefðu áhuga á þessu því mér fannst þetta allt svo skemmti- legt og spennandi. Mér fannst ég Ætlar að sigra heiminn Helga Guðmundsdóttir dúxaði í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík en lokaverkefnið hennar voru rannsóknir fyrir NASA. Henni fannst konur í faginu ekki nægjanlega sýnilegar og stofnaði félag kvenna í tölvunarfræði við skólann. Atvinnutilboðum rignir yfir Helgu en hún vinnur nú að meistaraverkefni sínu í samstarfi við Facebook. Helga Guðmundsdóttir segir að til- gangur félagsins /sys/tur sé „að mynda tengslanet okkar á milli, hvetja hvor aðra og læra eitthvað nýtt saman, auk þess sem við reynum að vera góðar fyrirmyndir út á við.“ Ljósmynd/Hari þurfa að gera eitthvað í málunum, fékk nokkrar stelpur til liðs við mig og við stofnuðum /sys/tur, félag kvenna í tölvunarfræði eða tengdu námi.“ Nafnið /sys/tur er vísun í Li- nux stýrikerfið svo og póstlistann Systers sem frumkvöðullinn Anita Borg stofnaði árið 1987. Póstlist- inn var hugsaður sem tengslanet kvenna innan tæknigeirans. Þegar Anita Borg byrjaði með hann voru 12 konur skráðar en nú er hann heimsins stærsta póstlistasamfélag kvenna í tæknigeiranum. „Það eru 160 konur skráðar í félagið, þetta eru konur á ýmsum stigum í náminu, sumar að byrja og aðrar jafnvel nýlega útskrifaðar, ýmist í tölvunarfræði, hugbúnaðar- verkfræði eða stærðfræði,“ segir Helga sem er formaður félagsins. Við HR hefur markvisst verið reynt að fjölga konum í tæknigreinum en 28% nýnema sem komust inn í tölvunarfræði í haust voru konur. Óhræddar við að kafa djúpt í tæknina „Tilgangurinn er mynda tengslanet okkar á milli, hvetja hvor aðra og læra eitthvað nýtt saman, auk þess sem við reynum að vera góðar fyrirmyndir út á við. Við höldum reglulega fundi, fáum til okkar flottar konur úr atvinnulífinu og grúskum saman í tæknilegum verkefnum. Með þessu viljum við næla okkur í smá forskot og efla sjálfstraustið. Við erum tæknilegar konur og erum óhræddar við að kafa djúpt í tæknina. Umræðan um að það séu ekki nógu margar konur í tæknigreinum felur að einhverju leyti í sér að þar sé eitthvað fyrir okkur að óttast eða að við séum í einhverri undirmannastöðu í þess- um geira. Það er misskilningur sem verður að leiðrétta, því að við erum ekki síður færar.“ Á UT-messunni nú í byrjun febrúar vöktu /sys/tur athygli þar sem þær meðal annars sýndu vélmennið Krúttmund sem þær bjuggu til úr legókubbum og for- rituðu í gegnum tölvu. „Á UT- messunni vorum við að kenna krökkum að forrita. Við sýndum líka dæmi um hvernig hægt er að hakka sig inn á símann hjá fólki. Það er mikilvægt að fólk sjái kon- ur gera skemmtilega og töff hluti, það er ein leið til að leiðrétta þennan misskilning um hlutverk kynjanna í tækni.“ Strákarnir stundum of hjálpsamir Helga segir að stelpum sé heilt yfir mjög tekið af strákunum í tölvunar- fræðinni. „Þeir eru upp til hópa ekki neitt annað en yndislegir. Þegar mað- ur er í vanda eru þeir ekkert nema hjálpsamir en eru stundum aðeins of miklir herramenn. Þeir eiga það til að grípa inn í og redda, sem er ekki endilega það sem maður vill. Þeir vilja samt auðvitað vel og eru líklega ekki meðvitaðir um þetta.“ Helga er 29 ára, á fyrsta ári í meist- aranáminu og komin í samstarf við vísindamenn frá Facebook og banda- ríska háskólanum Cornell vegna lokaverkefnisins. „Ég sérhæfi mig í dreifðum kerfum. Facebook er dæmi um stórt dreift kerfi með gagnaver úti um allt og stóran notendahóp um allan heim. Það er frábær reynsla að fá, strax í meistaranáminu, að glíma við alvöru vandamál sem koma upp í hönnun og rekstri á kerfi af þessari stærðargráðu sem þarf að ráða við gríðarlega mikla umferð. Leið- beinandinn minn, Ýmir Vigfússon lektor í tölvunarfræði, er duglegur að koma nemendum sínum á framfæri. Hann er í samstarfi við ýmsa flotta vísindamenn víðs vegar um heiminn og ég sem nemandi hans fæ að njóta góðs af því. Framhaldsnámið og rannsóknirnar hér við skólann eru á heimsmælikvarða og leiðbeinendur eru með öflugt alþjóðlegt tengslanet. Þannig fá góðir nemendur tækifæri til að koma tánum inn á stærri staði, ýmist í formi beins samstarfs eða með því að fara á ráðstefnur erlendis til að kynna það sem við erum að gera hér.“ Atvinnutilboðunum bókstaflega rignir yfir Helgu og á undanförnum mánuðum hafa til að mynda þrír útsendarar frá Google haft samband við hana. „Þeir eru duglegir að hafa samband við nemendur sem vekja at- hygli á einhvern hátt, til dæmis með þátttöku í forritunarkeppnum,“ segir hún. Helga einbeitir sér nú að nám- inu en er með nokkuð skýrt mark- mið: „Ég stefni á að sigra heiminn. Það er fínt að setja markmiðin hátt.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 10 fréttaviðtal Helgin 21.-23. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.