Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Side 5
Formáli
Þessi skýrsla fjallar um fjárfestingu í hartnær hálfa öld, eða frá 1945-1989.
Áður hafa birst í þessari ritröð um þjóðhagsreikninga sérstakar skýrslur um
einkaneyslu og búskap hins opinbera yfir langt árabil og nú kemur út í fyrsta
sinn hliðstæð skýrsla-þjóðhagsreikningaskýrsla nr. 9- um þriðja meginþátt
þjóðarútgjalda, fjárfestinguna. Tölur um fjárfestingu hafa hins vegar verið
birtar reglulega í ritum stofnunarinnar og forvera hennar. Þannig má nefna
að þjóðhagsreikningaskýrsla nr. 4 fjallar að hluta um fjárfestingu. Þá er í 6.
skýrslunni Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986, sem kom út árið
1988, fjallað um einn hluta fjárfestingarinnar, þ.e. húsbyggingar. En sem
dæmi um mikilvægi húsbygginga má nefna að á árunum 1980-1989 námu
húsbyggingar um 46% fjárfestingarinnar. Af eldra efni má vísa í ýmsar
greinar í tímariti Framkvæmdabankans Úr þjóðarbúskapnum og greinar í
Fjármálatíðindum: 2. hefti 1965, 1. hefti 1968, 3. hefti 1969 og3. hefti 1971.
Greinarnar í Fjármálatíðindum fjölluðu um fjárfestingu áranna 1963-1970 og
voru ritaðar í Efnahagsstofnuninni af Eyjólfi Björgvinssyni.
Fjárfestingin er sá þáttur þjóðarútgjalda sem fyrst var farið að safna
skipulega upplýsingum um. Með lögum frá 24. desember 1953 var Fram-
kvæmdabanka íslands falið að fylgjast með fjárfestingu í landinu og birti
bankinn niðurstöður sínar í riti sínu Úrþjóðarbúskapnum. í 12. hefti ritsins,
sem út kom í júní 1962, var birt skýrsla Framkvæmdabankans um fjárfestingu
áranna 1945-1960. Fjárfestingin 1945-1989 hefur verið mjög breytileg eftir
árum og tímabilum; oftast þó á bilinu 20-30% af landsframleiðslu. í
aðalatriðum má segja að hún hafi verið mest um miðbik tímabilsins, eða frá
1960-1975, en minni til beggja enda ef undan eru skilin nýsköpunarárin eftir
stríð. Pannig var fjárfestingin minni en 20% af landsframleiðslu bæði í
upphafi og lok tímabilsins.
Skýrslan skiptist í 6 kafla, auk töfluhluta og viðauka. Fyrsti kafli fjallar
almennt um þjóðhagsreikningagerð, samhengi fjárfestingar og annarra
þjóðhagsstærða og sögulega þróun skýrslugerðar um fjárfestingu. í öðrum
kafla er fjárfestingin skilgreind og fjallað um samhengi fjárfestingar og
þjóðarauðs. Priðji kafli fjallar um almennalýsinguaðferða. Þarerm.a. greint
frá verðlagningu bygginga og umreikningi fjárfestingar til fasts verðlags.
Fjórði kafli greinir frá heimildum og aðferðum við mat á einstökum
fjárfestingarliðum. í fimmta kafla er fjallað um þróun fjárfestingarinnar
1945-1989. Loks er í sjötta kafla fjallað um hagmælingar.
3