Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 42

Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 42
anna, t.d. varðandi mannahald og fjárfestingar. Hér er ekki átt við skamm- tímahagnað, heldur núvirtan framtíðarhagnað. Af þessari grundvallarfor- sendu leiðir að gert er ráð fyrir að sá aðili sem er að skoða hvort ákveðin fjárfesting borgi sig hafi við höndina forsendur um tekjur og kostnað í framtíðinni og byggi ákvörðun sína á því hvort ávöxtun þess fjár sem leggja þarf í umrætt verkefni sé nægjanlega góð, þ.e.a.s. hvort hún er betri en ávöxtunarkrafa fjárfestisins. Af ofangreindu leiðir að ákvörðun um fjárfest- ingar hlýtur m.a. að byggjast á áætlunum um eftirtalin atriði: ■ Framleiðslu og verðlag hennar. ■ Verðlag aðfanga. ■ Launakostnað. ■ Hversu mikið magn fastafjármuna þarf til framleiðslunnar og nýting fjármuna sem fyrir eru. (m.ö.o. jaðarframleiðni fastafjármuna). ■ Stofnverð fastafjármuna. ■ Fjármagnskostnað. ■ Skattareglur sem varða fjárfestingar, sérstaklega meðferð fjármagns- kostnaðar og afskrifta, en einnig reglur um fjárfestingastyrki þar sem þeir tíðkast. Það er í flestum tilvikum ljóst í hvaða átt áhrifin af hverjum þessara þátta á fjárfestingaráform ganga. Til dæmis hljóta áform um aukna framleiðslu að leiða til fjárfestingaráforma, nema nægjanlegir vannýttir fjármunir séu til staðar. Ávöxtunarkrafan er oftast talin háð lánskjörum á langtímalánum, en er einnig háð mati fjárfestisins á hve mikil óvissa ríkir um forsendurnar. Þannig er eðlilegt að ávöxtunarkrafan sem fjárfestar í áhættusömum og sveiflu- kenndum rekstri nota við áætlanagerð sé hærri en sú sem er notuð við arðsemismat í grein þar sem búist er við jöfnum hagnaði, því hættan á gjaldþroti er meiri hjá þeim fyrrnefndu. Raunávöxtun ríkisskuldabréfa er gjarnan notuð sem lágmarksávöxtunarkrafa í arðsemisútreikningum, en síðan er bætt ofan á „áhættuþóknun“ eftir því hvers eðlis verkefnið er. Hækkuð ávöxtunarkrafa leiðir að sjálfsögðu til samdráttar í fjárfestingum að öðru óbreyttu því verkefni sem áður voru nægjanlega arðbær hljóta að víkja, standist þau ekki hina nýju kröfu. Aukin útgjöld ríkisins, sem að öðru óbreyttu örva hagvöxt, geta því - ef útgjaldaaukinn er fjármagnaður með innlendum lántökum og vextir hækka fyrir vikið - bolað burtu fjárfestingum fyrirtækja og einstaklinga og dregið úr hagvexti, jafnvel svo að nettóáhrifin af útgjaldaaukningunni verði neikvæð.4 Fjármögnunarmöguleikar skipta einnig máli því sjaldnast hafa fyrirtæki bolmagn til að standa undir verulegum fjárfestingum án öflunar lánsfjár eða hlutafjár. Það hefur margoft verið bent á að fram á síðustu ár hafi lánsfé verið 4 Hér er gert ráö fyrir aö markaðir séu í jafnvægi áður en útgjaldaaukinn kemur til.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fjárfesting 1945-1989

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjárfesting 1945-1989
https://timarit.is/publication/1062

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.