Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Síða 18
14
SVEITARSTJÖRNARMÁL
mundi séð fyrir endurbyggingu borga
Evrópu, og megin áherzla á það lögð, að
láta ekkert of gott þykja, nema hið full-
komnasta í tæknilegum og listrænum
efnum svo sem beztur árangur næðist.
Eins og ég gat um að framan, í sam-
bandi við sýningarskála Belgíu, þá skaraði
hann fram úr um ýmsa hluti, er varða
sýningartækni á skipulagsuppdráttum og
varðandi skipulagsframkvæmdir. Einn
liður i þeirri deild skála þeirra, hafði hlot-
ið nafnið „Sköpun bæjar.“ Á þrem upp-
hleyptum skipulagskortum var sýnt bygg-
ingarhverfi hjá Liége, sem heitir Flémoll-
Haute, þar sem byggður er nýr borgar-
hluti. Á fyrsta kortinu voru sýndar helztu
markalínur hins fyrirhugaða bygginga-
lands, og gerð grein fyrir því, hversvegna
bærinn var þar settur. Er frekari upplýs-
inga var þörf, var ýtt á hnapp í veggnum.
Birtust þá ljósræmur hingað og þangað
um kortið með all ítarlegum upplýsingum
um hvert einstakt atriði og þróun málsins,
en um leið birtust ljósmyndir í réttri nið-
urröðun, til skýringar á texta, næst ofan
við sjálft kortið.
Á öðru korti voru eingöngu sýndar að-
albrautir, þjóðbrautir og vegakerfi innan-
bæjar, en skýringar gefnar af grammó-
fónplötum úr ósýnilegum hátalara.
Þriðja kortið sýndi allt er laut að ibúðar-
byggingum, opinberum byggingum, iðn-
aðarhverfum og staðsetningu þeirra, en
skýringar með sama fyrirkomulagi og á
fyrsta korti. Gaf sýning þessi glöggt yfir-
lit um öll frumatriði og framkvæmd skipu-
lagsuppdráttarins. Ennfremur áætlanir
um kostnað og ýms tæknileg atriði.
Okkur íslenzku þátttakendunum á Par-
ísarsýningunni gafst kostur á því, að heim-
sækja skipulagsmálaráðuneytið franska,
þar sem ráðherrann stofnaði til fyrirlestra-
halds fyrir okkur, og nokkra erlenda gesti.
Var gerð grein fyrir framkvæmd bygg-
ingarmála þar í landi, og nokkrir nýir
skipulagsuppdrættir sýndir, en hlutaðeig-
andi arkitektar gáfu á þeim skýringar.
Fundur þessi var mjög fróðlegur og sýndi
ljóslega hversu föstum tökum Frakkar taka
á skipulags- og byggingarmálum sínum.
Nokkrum dögum síðar var okkur boðið
til smábæjar utan Parísar, þar sem franska
byggingarmálaráðuneytið hefur á sinn
kostnað byggt tilraunabæ, eingöngu með
verksmiðjuunnum smáhúsum frá Frakk-
landi, og þeim þjóðum öðrum, er slík hús
framleiða. Gengum við ítarlega í gegnum
bæ þenna og skoðuðum hverja húsagerð
fyrir sig, en fjarri fer því, að við mundum
vilja telja hús þau, er við sáum þar, með-
mælaverð til innflutnings hingað til lands,
enda hefur nú þegar fengizt reynsla hér
í þeim efnum, með innflutningi sænsku
timburhúsanna, sem einnig voru sýnd á
þessum stað.
Ekkert þessarra svokölluðu „prefabrica-
ted“ húsa gætu komið til mála á íslandi,
svo svara myndi kostnaði, í samanburði
við hérlenda byggingarstarfsemi, þótt þau
kunni máske að vera heppilegt úrlausnar-
atriði fyrir bæi, sem eiga í erfiðleikum
vegna húsnæðisvandræða, en þá eingöngu
sem bráðabyrgðalausn, og meðan verið er
að byggja varanlega mannabústaði á rúst-
um þess, sem eyðilagt hefur verið í styrj-
öldinni.
Hin franska sýningarstjórn, og hlutað-
eigandi stjórnarvöld, sýndu okkur fslend-
ingunum hina mestu vináttu og gestrisni.
Vildu þeir í hvívetna greiða veg okkar og
uppfylla óskir í þeim efnum, sem við
hefðum hug á að kynna okkur í byggingar-
málum, utan þess, sem sýningin hafði upp
á að bjóða. Létu þeir okkur í té farartæki
og örugga leiðsögu kunnáttumanna, til
þeirra staða, innanbæjar og utan, sem
eitthvað fróðlegt var að sjá í byggingar-
málum.
Áður en ég lýk máli mínu vil ég enn á
ný koma nokkrum orðum að þátttöku fs-
lendinga í Parísarsýningunni. Eins og gef-
ur að skilja, og að framan getur, höfðum
við ekkert það fram að færa, sem kalla
mætti nýjung í sýningartækni eða stór-
viðburði í byggingarframkvæmdum. En i
heild var þátttaka okkar smekklegt lítið
nafnspjald, til þess að minna á hið unga