Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 19
S VEITARSTJÓRNARMÁL J5 íslenzka lýðveldi, fámennustu sjálfstæðu menningarþjóð Evrópu, sem gerir óvenju háar kröfur um húsakost þjóðar sinnar, en er þó að mestu háð umheiminum um allt byggingarefni. Það var án nokkurs vafa rétt að taka þátt í sýningunni, og betur farið en heima setið, þó ekki væri nema til að sjá og læra hvernig betur mætti gera næst, en i því eigum við enn mikið ólært. Að lokum leyfi ég mér að láta fylgja dóm, er birtist sem forystugrein í aðal- málgagni franska arkitekta-sambandsins, La Journée du Batiment, en greinina rit- aði einn helztu gagnrýnenda um bygg- ingasýninguna, René Clozier arkitekt. — Greinin birtist i málgagni þessu hinn 18. ágúst s. 1. Var hún send utanríkisráðu- neytinu, og er fyrsti dómur um sýningar- deild okkar, sem hingað til hefur borizt. Dómurinn er skrifaður af mikilli velvild og skilningi. Ber hann þess vott, að höf- undur hafi fengið allitarlegar upplýsingar um land og þjóð, og mun meiri en sýn- ingardeild okkar gaf tilefni til sem bygg- ingarmálasýning. En engu að síður er hér um að ræða talsverða landkynningu, þar sem lýst er högum þjóðarinnar með eins konar for- mála að því, sem ísland hefur að bjóða á sviði byggingar- og skipulagsmála, miðað við höfðatölu íbúanna, menningarlegar þarfir og aðstæður. Enda þótt slíkar alþjóðasýningar séu fyrst og fremst ætlaðar tæknilegum sér- málum, fer þó ekki hjá því að þær séu um leið þýðingarmiklar landkynningar, og þótt farið sé allmörgum orðum um land og þjóð í eftirfarandi ritdómi, og hlutfalls- lega minna rætt um fagleg efni, þá er það mikils virði að fá vinsamleg ummæli og fræðandi um land og þjóð, í víðlesnum erlendum blöðum, svo sem hér hefur orðið raunin. En fyrst og fremst er það að þakka þátttöku okkar á þessum vettvangi. Forystugrein úr dagblaði franskra arki- tekta. „La Jurnée du Batiment.“ mánu- daginn 18. ágúst 1947. Alþjóða Skipulags- og byggingar- málasýningin. ISLENZKA DEILDIN Eftir RENÉ CLOZIER arkitekt, S. A. D. G. „Margir Frakkar þekkja eigi Island af öðrum heimildum en hinum fræga róman eftir Pierre Loti, (Á íslandsmiðum). 1 augum þeirra eru Islendingar eins konar hjarðmannaþjóð, áþekkir Löppum, sem hafa það að aðalatvinnuvegi að hjúkra frönskum fiskimönnum. Þeir, sem eigi eru betur uppfræddir, ættu að heimsækja sýningardeild Islands á byggingarmálasýningunni í Grand Pal- aice, og helzt hitt þar að máli einn aðal hvatamann deildar Islands, sendifulltrú- ann íslenzka, herra Kristján Albertsson. Mun þeim þá skiljast hversu rangt þeir hafa haft fyrir sér, og hjá þeim mun vakna þrá til þess að heimsækja ísland, og kynn- ast einni elztu menningarþjóð Norður- landa. Er það eigi um of mælt, því með þessarri litlu og fjarlægu þjóð, langt í norðurhöf- um, hefur varðveizt forn menning, og and- leg afrek frá henni komin, sem gefið gætu henni heitið Hellas Norðurlanda. Á íslandi hefur varðveizt móðurtunga Skandinavíu, sú tunga, er áður fyrr var töluð í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Þar urðu sögurnar til seint á miðöldum, og á íslandi varð til elzta þjóðþing veraldar. Frá Islandi fór Leifur Eiríksson, en hann uppgötvaði Ameríku fjórum öldum á undan Kristofer Kolumbusi. En landið sjálft þarf eigi að öfundast við sögu þjóðarinnar, því það er eitt af undrum veraldar, með egghvössum eldfjöllum, hraunauðnum, mildu loftslagi Golf- straumsins. Þar'eru goshverir og heitar laugar, víðsýni hins tæra lofts, óendan- legar litbreytingar landlags, fljót og foss- ar. Island er land margbreytileikans og gestrisninnar, og það er æ meir að verða ferðamannaland. En landið á einnig dýra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.