Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Síða 32
28
SVEITARSTJÓRNARMÁL
greiðslu útsvars, sem lagt kann að verða á, eftir að félagi er slitið eða dánar-
búi skipt.
B. Aðilar heimilisfastir erlendis:
1. Þeir, er verið hafa á gjaldárinu starfandi á skipi eða flugfari, skrásettu hér
á landi eða gerðu út héðan, einn mánuð eða lengur eða hafa stundað hér
atvinnu eða dvalizt hér ekki skemmri tíma á gjaldárinu. Nú hefur aðili ekki
dvalizt hér svo lengi, og er hann þá samt sem áður útsvarsskyldur, ef hann
hefur hér a. m. k. 3 þús. kr. tekjur.
2. Þeir, er reka hér atvinnu í landi eða landhelgi á gjaldárinu, svo sem verzlun
og hvers konar viðskipti, sjávarútveg, fiskverkun, iðnað, hafa hér laxveiði
fyrir atvinnu eða laxár á leigu, afot af jörð eða lóð, eiga hér arðbærar eignir,
þar með talin verðbréf, sem vextir eða arður er greiddur af hér á landi, o.s.frv.
3. Erlend tryggingarfélög.
Aðili, sem hefur dvalizt hér svo lengi, að hann verður útsvarsskyldur, skal
bera útsvar í hlutfalli við það, hve dvalartími hans er mikill hluti úr ári. Ef
aðili stundar hér atvinnu, rekur hér atvinnu eða á hér eignir, þá skal einungis
leggja á þá atvinnu, er hann hafði hér á landi á gjaldárinu, eignir hans hér og
tekjur af þeim.
tJtsvör erlendra tryggingarfélaga skal miða við skattskyldar tekjur þeirra
hér á landi á útsvarsárinu og iðgjöld þess árs af tryggingum, er þau hafa tekizt
á hendur fyrir milligöngu umboðsmanna sinna hér.
III. KAFLI
Hvar leggja skal á gjaldþegn hvern og hvaða sveit fœr útsvar hans.
5- gr-
Utsvar skal jafnan leggja á gjaldþegn þar, sem heimildir eru fyrir, að hann
eigi lögheimili, er niðurjöfnun fer fram, eða hafi átt samkvæmt manntali næst á
undan niðurjöfnun. Nú leikur vafi á rnn lögheimili manns eða úrslit um það bíða
dómsúrskurðar, og skal þá leggja á aðila þar, sem hann dvelur, er niðurjöfnun fer
fram. Kröfuréttur á útsvarsgreiðslu hans þar fellur J)ó niður, ef dómsúrskurður
fellur eða fullnægjandi upplýsingar koma á annan hátt fram um, að hann eigi lög-
heimili annars staðar, enda sé þá lagt á hann útsvar i þeirri sveit. Ef óvissa er á
um lögheimili manns, sem lögskráður er á skip eða flugfar, sem gert er út hér á landi,
telst dvalarsveit hans í þessu sambandi þar sem skipið eða flugfarið er gert út.
Það skal vera aðalregla, að í heimilissveit gjaldþegns sé útsvar lagt á allar
eignir hans og tekjur á útsvarsárinu. Þó má leggja á hann í annarri sveit, enda sé
þá ekki lagt á hann að því leyti í heimilissveit.
1. Ef hann hefur heimilisfasta atvinnustofnun, svo sem útibú, utan heimilis-
sveitar sinnar.
2. Ef hann hefur utan heimilissveitar sinnar ábúð á jörð eða jarðarhluta, leigu-
liðaafnot af landi, þó ekki fylgi ábúðarréttindi að lögum, þar með talin laxveiði-,
selveiði- og rekaréttindi. Enn fremur ef um fasteign, tekjur af fasteign eða
hvort tveggja er að ræða.
3. Ef hann er erlendis búsettur, en rekur atvinnu hér á landi, stundar hér atvinnu
eða dvelst hér á gjaldárinu, á einum stað eða fleirum, svo að útvsarsskyldur
verði, sbr. 4. gr. B. Á hverjum stað má þó aðeins leggja á þær eignir, sem hann
á þar, og þær tekjur, sem þar er aflað, eða með tilliti til dvalartíma hans.