Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 32
28 SVEITARSTJÓRNARMÁL greiðslu útsvars, sem lagt kann að verða á, eftir að félagi er slitið eða dánar- búi skipt. B. Aðilar heimilisfastir erlendis: 1. Þeir, er verið hafa á gjaldárinu starfandi á skipi eða flugfari, skrásettu hér á landi eða gerðu út héðan, einn mánuð eða lengur eða hafa stundað hér atvinnu eða dvalizt hér ekki skemmri tíma á gjaldárinu. Nú hefur aðili ekki dvalizt hér svo lengi, og er hann þá samt sem áður útsvarsskyldur, ef hann hefur hér a. m. k. 3 þús. kr. tekjur. 2. Þeir, er reka hér atvinnu í landi eða landhelgi á gjaldárinu, svo sem verzlun og hvers konar viðskipti, sjávarútveg, fiskverkun, iðnað, hafa hér laxveiði fyrir atvinnu eða laxár á leigu, afot af jörð eða lóð, eiga hér arðbærar eignir, þar með talin verðbréf, sem vextir eða arður er greiddur af hér á landi, o.s.frv. 3. Erlend tryggingarfélög. Aðili, sem hefur dvalizt hér svo lengi, að hann verður útsvarsskyldur, skal bera útsvar í hlutfalli við það, hve dvalartími hans er mikill hluti úr ári. Ef aðili stundar hér atvinnu, rekur hér atvinnu eða á hér eignir, þá skal einungis leggja á þá atvinnu, er hann hafði hér á landi á gjaldárinu, eignir hans hér og tekjur af þeim. tJtsvör erlendra tryggingarfélaga skal miða við skattskyldar tekjur þeirra hér á landi á útsvarsárinu og iðgjöld þess árs af tryggingum, er þau hafa tekizt á hendur fyrir milligöngu umboðsmanna sinna hér. III. KAFLI Hvar leggja skal á gjaldþegn hvern og hvaða sveit fœr útsvar hans. 5- gr- Utsvar skal jafnan leggja á gjaldþegn þar, sem heimildir eru fyrir, að hann eigi lögheimili, er niðurjöfnun fer fram, eða hafi átt samkvæmt manntali næst á undan niðurjöfnun. Nú leikur vafi á rnn lögheimili manns eða úrslit um það bíða dómsúrskurðar, og skal þá leggja á aðila þar, sem hann dvelur, er niðurjöfnun fer fram. Kröfuréttur á útsvarsgreiðslu hans þar fellur J)ó niður, ef dómsúrskurður fellur eða fullnægjandi upplýsingar koma á annan hátt fram um, að hann eigi lög- heimili annars staðar, enda sé þá lagt á hann útsvar i þeirri sveit. Ef óvissa er á um lögheimili manns, sem lögskráður er á skip eða flugfar, sem gert er út hér á landi, telst dvalarsveit hans í þessu sambandi þar sem skipið eða flugfarið er gert út. Það skal vera aðalregla, að í heimilissveit gjaldþegns sé útsvar lagt á allar eignir hans og tekjur á útsvarsárinu. Þó má leggja á hann í annarri sveit, enda sé þá ekki lagt á hann að því leyti í heimilissveit. 1. Ef hann hefur heimilisfasta atvinnustofnun, svo sem útibú, utan heimilis- sveitar sinnar. 2. Ef hann hefur utan heimilissveitar sinnar ábúð á jörð eða jarðarhluta, leigu- liðaafnot af landi, þó ekki fylgi ábúðarréttindi að lögum, þar með talin laxveiði-, selveiði- og rekaréttindi. Enn fremur ef um fasteign, tekjur af fasteign eða hvort tveggja er að ræða. 3. Ef hann er erlendis búsettur, en rekur atvinnu hér á landi, stundar hér atvinnu eða dvelst hér á gjaldárinu, á einum stað eða fleirum, svo að útvsarsskyldur verði, sbr. 4. gr. B. Á hverjum stað má þó aðeins leggja á þær eignir, sem hann á þar, og þær tekjur, sem þar er aflað, eða með tilliti til dvalartíma hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.