Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 40
36 SVEITARSTJÓRNARMÁL Allar greiðslur samkv. þessari grein skulu inntar af höndum i heilum krónum eða heilum eða hálfum tug króna, eftir ákvörðun sveitarstjórnar. Falli greiðslur undan samkv. a-lið hér að ofan, er fyrirframgreiðslan öll fallin í gjalddaga og lög- takskræf 15 dögum eftir greiðslufall. Eftir að niðurjöfnunarskrá hefur verið lögð fram eru eftirstöðvar útsvars og fyrirframgreiðsla, ef ógoldin er, allar fallnar í gjalddaga 15 dögum eftir að greiðslufall hefur í eitt skipti orðið á útsvarshluta. 25. gr. a. Kaupgreiðendur ábyrgjast, að útsvarsgjaldendur, sem þeir greiða kaup, standi skil á útsvari sínu, álögðu á gjaldárinu, á gjalddögum, sem ákveðnir verða samkv. 23. og 24. gr., eða þegar kaup fellur til útborgunar eftir gjalddaga, og er kaupgreiðanda rétt og skylt að halda eftir af kaupinu til útsvarsgreiðslunnar, enda hafi áður komið fram krafa frá sveitarstjórn til kaupgreiðanda um, að hann haldi eftir af kaupinu fyrir útsvarsgreiðslunni. b. Vilji sveitarstjórn haga innheimtunni á þann veg, sem segir í a-lið, skal hún senda hverjum kaupgreiðanda i tæka tíð tilkynningu um útsvör þeirra gjald- enda, sem kaupgreiðandi hefur í þjónustu sinni og ætlazt er til, að kaupgreið- andi greiði, og senda jafnframt tviritaða kvittanaeyðublaðabók, er sýni glöggt, að um útsvarsgreiðslur sé að ræða. Skal kaupgreiðandi láta útsvarsgreiðanda i té slíka kvittun í hvert sinn, er hann greiðir upp í útsvar sitt. Samrit af kvitt- uninni ber kaupgreiðanda að skila, um leið og hann afhendir útsvarsgreiðsluna til sveitarsjóðs. c. Orðið „kaup“ tekur til hvers konar kaups, launa, aflahlutar eða annarra þókn- unar, þ. á.. m. eftirlauna, hvort sem greitt er samkvæmt vinnusamningi, ákvæð- isvinnusamningi eða öðrum samningum eða ákvörðunum. d. Kaupgreiðandi telst sérhver sá, sem innir framangreindar greiðslur af hendi, hvort heldur fyrir sjálfan sig eða aðra, þ. á m. kaupgreiðslustöðvar. Taki hlut- armaður aflahlut sinn og selji öðrum, telst kaupandinn kaupgreiðandi. e. Sveitarstjórn getur og gert kröfu um, að kaupgreiðendur haldi eftir af kaupi launþegar til greiðslu á eldri útsvarsskuldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. f. Til lúkningar greiðslum samkv. e-lið skal þó ekki haldið eftir meira en j/g af því kaupi, sem til útborgunar á að koma hverju sinni, hjá útsvarsgjaldanda, sem á fyrir heimili að sjá, en ella j/3. Ekki má krefja útsvarshluta af manni samkvæmt e- og f-liðum, ef kaup hans fullnægir ekki brýnustu lífsþörfum hans að dómi framfærslunefndar. g. Allir kaupgreiðendur skulu, þegar sveitarstjórn krefst þess, skyldir til að láta henni í té skýrslur, munnlegar eða skriflega, eftir því sem sveitarstjórn óskar, um nöfn starfsmanna, sem taka kaup hjá þeim, stöðu þeirra, fæðingardag og ár, heimilisfang, launakjör, upphæð kaups, hvernig kaup er greitt, gjalddaga og önnur atriði, sem sveitarstjórn óskar að fá vitneskju um vegna innheimtu útsvara af kaupi. Sveitarstjórn getur krafið um framangreindar skýrslur með munnlegri kröfu eða skriflegri, svo og með almennri auglýsingu, og setur sveitarstjórn kaupgreiðendunum frest til að skila skýrslum. h. Allir, sem hafa með höndum atvinnurekstur með aðkeyptu vinnuafli verkafólks, skulu að kröfu sveitarstjórnar skyldir til að senda henni kaupskrár sínar eða afrit af þeim það snemma, að unnt sé að gera kröfur um útsvarsgreiðslur þeirra, er við kaupi eiga að taka, áður en til útborgunar kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.