Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Síða 49
SVEITARSTJÖRNARMÁL
45
Landsþing sambands ísl. sveitarfélaga
Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga
hefir nú ákeðið að næsta landsþing sam-
bandsins og hið þriðja í röðinni, verði
haldið á Akureyri dagana 25. og 26. júli
n. k.
Ennþá hefir ekki verið gengið að fullu
frá dagskrá þingsins en auk venjulegra
þingstarfa munu verða flutt þar erindi og
hafa sum þeirra þegar verið ráðin.
Það er samkvæmt ákvörðun síðasta
landsþings, að þingið í ár verði haldið á
Akureyri. Nú í ár munu í fyrsta sinn mæta
erlendir gestir á landsþingi sambandsins,
en sú er venja sveitarstjórnarsambanda á
Norðurlöndiun, að gestir mæti til skiptis
á þingum þeirra. Stjórn sambandsins hafa
nú þegar borizt tilkynningar um það frá
samböndunum í Danmörku og Noregi að
fulltrúar þaðan muni mæta, og væntan-
lega koma einnig fultrúar sænsku sam-
bandanna.
Þess er nú að vænta, að mörg þau sveit-
arfélög sem enn eru utan Sambands ísl.
sveitarféalaga, gerist félagar nú í sumar
því þótt flestallir kaupstaðir og flestöll
kauptún landsins séu nú þegar gengin í
sambandið skortir mjög á að svo sé um
önnur sveitarfélög. Eitt af aðalhlutverkum
Sambands ísl. sveitarfélaga er að auka
kynni milli þeirra manna, er með sveitar-
stjórnarmál fara, eyði misskilningi, sveit-
arríg og hvers konar misklíð, sem þrá-
faldlega hefir sett svip sinn á viðskipti
íslenzkra sveitarstjórna.
A þessu þingi, sem væntanlega verður
fjölmennasta þing þessara samtaka til
þessa, mun verða hreyft ýmsum mikil-
vægum nýmælum er sveitarfélögin varða.
/. G.
Um 26.—27. gr. (áður 30.—31. gr.).
Óbreyttar.
Um 28. gr (áður 32. gr.).
Hér er bætt við fyrirmælum, er leiðir beinlínis af upptöku nýrra ákvæða í öðr-
um greinum laganna um gjaldársútsvör. Virðist óhjákvæmilegt að setja tilteknar
reglur, er kaupgreiðendur slíkra gjaldþegna mættu beita við að halda eftir af vinnu-
laumrni þeirra, til tryggingar útsvarsgreiðslu, sem á kynni að falla. Er þetta í sam-
svörun við ákvæði laga nr. 96 9. des. 1946, um skatt- og útsvarsgreiðslu útlend-
inga, enda hefur nefndin og að öðru leyti fellt útsvarsákvæði þeirra laga inn í
þetta frumvarp.
Um 29.—30. gr. (áður 33. og 34. gr.).
Óbreyttar.
Um 31. gr.
Hér er fært í sérstaka grein niðurlagsákvæði 5. gr. núgildandi laga um hækkun
tilgreindra fjárhæða samkvæmt vísitölu kauplagsnefndar á hverjum tíma.
Um 32. gr.
Þarf ekki skýringa.
Um ákvæði til bráðabirgða.
Hér er orðalag núgildandi laga einungis fært í það horf, að ákvæðið fellur
sjálfkrafa úr gildi án lagabreytingar, ef lagafyrirmæli þau, er það miðast við, eru
afnumin.