Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 50
46 SVEITARSTJÖRNARMÁL Leiðrétting. Þau leiðu mistök urðu i sambandi við niðurlag greinar Gísla Jónassonar tun Sauðárkrók, í síðasta hefti „Sveitarstjórn- armála,“ að mestur hluti síðasta kafla er litt skiljanlegur vegna línuruglings og fleiri prentunarmistaka. Um leið og ritið biður höfundinn og kaupendur ritsins afsökunar á þessum leið- inlegu mistökum, er prentaður upp hér á eftir allur síðasti kafli greinarinnar. K AUPST AÐ ARRÉTTINDI Óskir um kaupstaðarréttindi fyrir Sauð- árkrók munu fyrst koma opinberlega fram í bréfi hreppsnefndar Sauðárkrókshrepps, er lagt var fram á aðalfundi sýslunefndar Skagafjarðar, 27. marz 1940. I útdrætti úr sýslufundargerð segir svo um þetta: „Allsherjarnefnd lagði fram, — viðvíkj- andi beiðni hreppsnefndar Sauðárkróks- hrepps um kaupstaðarréttindi og til vara um fastan starfsmann, sem hefði á hendi framkvæmdarstjórn fyrir hreppinn — svofellda tillögu til ályktunar: 1. Sýslunefndin samþykkir, að hrepps- nefnd Sauðárkróks megi, ef nauðsyn- legt þykir, ráða sérstakan fram- kvæmdarstjóra, sem vinni að fram- kvæmd sveitarmálefna, annist skrif- stofuhald og innheimtu eftir þvi, sem hreppsnefnd ákveður og á hennar ábyrgð. Greiðist kaup hans úr sveit- arsjóði eftir ákvæðum hreppsnefndar. 2. Sýslunefndin vill fallast á, að Sauð- árkrókshreppur verði sérstakt bæjar- félag,ef kauptúnsbúar telja sér það hagfelldara en vera áfram hrepps- félag innan sýslufélagsins, enda er þá gengið út frá, að viðunandi lausn fáist um fjárskipti hreppsfélagsins og sýslunnar. Jafnframt vill sýslunefndin brýna fyrir Sauðárkróksbúum, að þeir athugi þetta mál vandlega og geri þessa breytingu því aðeins, að rannsókn sýni, að hún sé til hagsbóta fyrir kauptúnið. Samþykkt með 13 samhljóða atkvæðum. Svohljóðandi viðaukatillaga kom fram í þessu máli: „Sýslunefndin ályktar að kjósa 3 menn utan Sauðárkrókshrepps til þess, ásamt mönnum kjörnum af hreppsnefnd Sauð- árkrókshrepps, að rannsaka hver skilyrði eru fyrir hendi til þess, að Sauðárkróks- kauptún verði gert að sérstöku bæjarfé- lagi, svo að hag kauptúnsins og sýslufé- lagsins sé þrátt fyrir það vel borgið. Leggi nefndin skýrslu sína fyrir næsta aðalfund sýslunefndarinnar." Samþykkt með 13 samhljóða atkvæðum. 1 nefndina voru kosnir: Hermann Jónsson, Yzta-Mó. Jón Sigurðsson, Reynistað. Haraldur Jónasson, Völlum. Allir með 13 atkvæðum.“ Á Alþingi 1946—47 fluttu þingmenn Skagfirðinga, þeir Steingrímur Steinþórs- son og Jón Sigurðsson, frumvarp til laga um bæjarstjórn á Sauðárkróki. I greinar- gerð fyrir frumvarpinu segir meðal ann- ars: „Hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps hefur sent okkur þingmönnum Skagfirðinga meðfylgjandi frumvarp með tilmælum um, að við gerðumst flutningsmenn þess.“ Frumvarp þetta var 13. maí 1947 sam- þykkt og afgreitt sem lög. Voru þessi lög staðfest 24. mai (1. nr. 57, 24. maí 1947). 6. júlí s. 1. fóru svo fram fyrstu bæjar- stjórnarkosningar á Sauðárkróki. Kosnir 7 bæjarfulltrúar. Bæjarstjóri var kosinn, af bæjarstjórn, Björgvin Bjarnason, lög- fræðingur. Forseti bæjarstjórnar var kos- inn Eysteinn Bjarnason kaupmaður, en hann var áður oddviti hreppsins. Samkvæmt búnaðarskýrslum Hagstof- unnar fyrir árið 1943, var þá túnrækt á Sauðárkróki 98 ha. og töðufengur 3013 þurrheyshestar. Matjurtagarður 4 ha. og garðávextir 589 tunnur. Mótekja 1100 hestburðir. Búpeningseign sama ár: Nautgripir 77, hross 182, sauðfé 756, alifuglar 310 og loðdýr 153.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.