Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Síða 3
SVEITARSTJÓRNARMÁL
1 0. ÁRGANGUR
2. H E F T I
TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA
ÚtGEFANDI : SAMBAND ÍSLENZKRA SVEITARFELAGA
RlTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: EIRÍKUR PÁLSSON
Ritnefnd: Jónas Guðmundsson, Ólafur B. Björnsson, Björn Guð-
mundsson og Karl Kristjánsson.
Utanáskrift: SVEITARSTJÓRNARMÁL, Pósthólf 1079, Reykjavík.
KARL KRISTJÁNSSON, bœjctrstjóri:
Húsavíkurkaupstaður.
Húsavík er við austanverðan Skjálf-
L,cs,a . andaflóa, innarleea á Tjörnesi. Vík-
in hefur borið þetta nafn frá upp-
hafi landnámssagna, og byggðin við víkina
verið samnefnd henni.
Norðan víkurinnar er Húsavíkurhöfði, sem
skýlir allvel fyrir norðan gjósti. Af honum
tekur við Húsavíkurleiti og hæðadrög þaðan
að Húsavíkurfjalli (417 m. hátt), sem er aust-
anskjól og bakvörður kaupstaðarins, er stend-
ur á flatlendi milli fjallsins og fjörunnar og
í rótum hæðanna, sem að flatlendi þessu
Jiggja-
Sunnan við Húsavíkurfjall kemur Reykja-
heiði, og fer landið frá henni lækkandi að
sjávarbökkum suðvestan kaupstaðarins.
Byggðin er þannig á þrjá vegu í mjúklegu
afdrepi höfðans, fjallsins og heiðarinnar.
í vestanátt er Skjálfandaflói, hvikull svo
sem nafn hans bendir til, enda allbreiður og
undir sterkum áhrifum úthafsins.
Vestan flóans eru Víknafjöll, tilkomu-
mikil og litbrigðarík. Á björtum blíðviðris-
Karl Kristjánsson, bæjarstjóri.
dögum koma oft margbreytilegar spegilmynd-
ir fjallanna fram í vestur-gluggum í Húsavík,
eins og fögur málverk eftir Ásgrím og Kjar-
val.