Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Side 4

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Side 4
2 SVEITARSTJÓRNARMÁL Þjóðvegir liggja í þrjár áttir frá Húsavík. Suðvestur frá kaupstaðnum liggur vegur fram til aðalsveita Suður-Þingevjarsvslu og til Ak- ureyrar. í öðru lagi vegur norður frá kaupstaðnum út Tjörnes áleiðis til Kelduhverfis, þótt enn sé ekki akfært „kring um Nesið“ allt. Þriðji vegurinn liggur upp úr kaupstaðn- um, sunnan fjallsins, yfir Reykjaheiði til Kekluhverfis. Húsavík er þar af leiðandi í góðu sumar- vegasambandi við búsælt nágrenni og aðal- vegakerfi Norðurlands. Upphaf byggðarinnar. Húsavík er talin vera fvrsti ból- staður norrænna manna á ís- landi. í Landnámu segir: „Maðr hét Garðar Svav- arsson, sænskur at ætt, hann fór at leita Snæ- lands at tilvísun móður sinnar framsýnnar. Hann kom at landi fyrir austan Horn it eystra, þar var þá höfn. Garðar sigldi urn- hverfis landit og vissi at þat var eyland. Ilann var um vetur einn norðr í Húsavík á Skjálf- anda ok gerði þar hús.--------- Garðar fór þá til Noregs og lofaði rnjög landit.“ Ætla rná, að Garðari hafi ekki illa fallið vetursetan í Húsavík, þar sem hann lofaði mjög landið. Landnámsmenn í Húsavík voru bræðumir: Héðinn og Höskuldur Þorsteinssynir þurs úr Noregi. Eigi byggðu þeir þó bæi sína í Húsa- vík. Héðinn bjó að Héðinshöfða rúmlega 4 km norðar. Höskuldur aftur á móti í Skörðuvík (Salhák) 5 krn. sunnan við Húsa- vík, — og varð ekki langlífur. Fyrsti nafnkunni bóndinn í Húsavík var Ketill Fjörleifarsonar, tengdasonur Héðins. Eru nú þrjár aðalgötur í Húsavík kennd- ar við Garðar, Héðin og Ketil.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.